Ímyndarkreppa og raunkreppa

Atvinnuleysi á Íslandi er minna en það er að jafnaði í ESB-löndum og langtum minna en í kreppuríkjum ESB s.s. Írlandi, Lettlandi og Spáni þar sem atvinnuleysi er mælt í tveggja stafa tölu. Spár gerðu ráð fyrir meiri og harðari samdrætti hjá okkur en raun hefur orðið á.

Margir þættir hafa áhrif á atvinnuleysi og samdrátt í efnahagsstarfseminni. Ekki verður á móti mælt að íslenska krónan er haukur í horni við þessar aðstæður. Krónan er réttefndur jafnaðarmaður Íslands. Hún gefur eftir og eykur útflutning á vöru og þjónustu.

Ógnarorðræðan sem heyra má í opinberri umræðu gefur til kynna að kreppan sé meiri en mælingar staðfesta. Ímyndarkreppan sem þjóðin glímir stafar ekki nema að hluta til af kreppu raunhagkerfisins. Meginástæða ímyndarkreppunnar er sú að margir ánetjuðust hjárænulegu útrásartrúarbrögðunum og hófu á stall bjána.

Nokkur áskorun er að rífa sig úr heimi sjálfsblekkingar.


mbl.is 12 þúsund án atvinnu undir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki má heldur gleyma muninn á aðferðarfræði mælinga á atvinnuleysi þegar lönd eru borin saman.  Hægt er að fella hálft prósentustig af íslensku tölunum þegar borið er saman við Evrópu þar sem ekki er vaninn að telja þá sem eru í hlutastarfi með atvinnulausum í flestum löndum.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.1.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hvað - heil færsla og ekki ráðist að Steingrími frænda.  Nálgast það að vera hól um störf ríkisstjórnarinnar. 

 Ertu með háan hita?

Oddur Ólafsson, 13.1.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvar eru fimm þúsund stöfin sem Steingrímur aðalritari lofaði við jarðrask, fjallagrös og kvikmyndagerð?

Viggó Jörgensson, 13.1.2010 kl. 13:39

4 Smámynd:  (netauga)

Já, mig er farið að lengja eftir þeim þætti hjá Steingrími

(netauga), 13.1.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband