Írar verja hjónabandið og mæður í stjórnarskrá

Um helgina höfnuðu Írar stjórnarskrárbreytingum. Í þjóðaratkvæðagreiðslu var tekist á um tvær tillögur. Sú fyrri gerði ráð fyrir að stað ,,hjónabands" kæmi ,,sambúð" í ákvæði er fjallaði um fjölskyldur. Seinni tillagan kvað á um að í stað ,,móður" í stjórnarskrárákvæði er verndar rétt mæðra að ala upp börn sín kæmi ,,umönnunaraðili."

Ríkisstjórnin knúði á um samþykkt en írska þjóðin hafnaði með afgerandi hætti. Tæp 68 prósent sögu nei við breytingum á hjónabandsákvæðinu og 74 prósent hafnaði tillögu stjórnvalda að strika mæður úr stjórnarskránni.

Katie Hopkins bendir á að stjórnvöld víða á vesturlöndum tapi jafnt og þétt trúverðugleika almennings. Í stað þess að kjósendur taki vinsamlegum ábendingum yfirvalda mætir yfirvaldinu tortryggni.

Vókið sem tröllríður vestrænni menningu vill afnema gömul og viðurkennd hugtök eins og hjónaband og móðir. Í staðinn eiga að koma orð með óskýrri merkingu. Sambúð hefur víðtækari merkingu en hjónaband og umönnunaraðili getur verið hver sem er. Móðir á hinn bóginn er kona sem hefur fætt barn. 

Vókið tapaði á Írlandi um helgina. Eftir helgi fékk hugmyndafræðin annan löðrung handan Írlandshafs. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi hafnar nú að transkonur, þ.e. karlar sem kalla sig konur, fái keppnisrétt í kvennaíþróttum. Vinstrimenn eru að jafnaði hallir undir vók. Nýr formaður Verkamannaflokksins, Keir Starmer, lét kanna hvernig kjósendum litist á þá stefnu að karlar gætu orðið konur og keppt í kvennaíþróttum. Kjósendum fannst það léleg hugmynd. Í framhaldi breytti Verkamannaflokkurinn um stefnu. Transkonur geta ekki keppt í íþróttum kvenna.

Almenn skynsemi verður að ráða ferðinni, sagði formaður Verkamannaflokksins.

Vók og almenn skynsemi eru andstæður. Vinstrið virðist farið að skilja að fáránleikafræðin eru komin út í öfgar. Vonum seinna. 

 

 


Bloggfærslur 12. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband