Finnur Ţór, síđasta hálmstráiđ í Namibíumálinu

Síđasta hálmstrá RÚV og Heimildarinnar (Stundin/Kjarninn) í Namibíumálinu er Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari og bróđir Inga Freys blađamanns Heimildarinnar. Finnur Ţór heldur málinu enn opnu af hálfu embćttis  hérađssaksóknara ţótt undirstöđur brotni ein af annarri.

Finnur Ţór er ţekktur fyrir ,,rannsóknir" langt fram yfir síđasta söludag. Hann hélt systkinum kenndum viđ Sjólaskip í óvissu í rúm 12 ár áđur en máliđ var fellt niđur. Á međan skrifađi Ingi Freyr bróđir hans fréttir sem héldu fram sekt systkinanna. Ţau voru saklaus. Samvinna brćđranna, saksóknarans og blađamannsins, var tekin til rannsóknar af ríkissaksóknara. Ţeirri rannsókn var hćtt án skýringa

Sjólaskipaađferđinni er beitt í Namibíumálinu. Hér raunar skaffađi Ingi Freyr bróđur sínum málsgögnin, sem eru ţó heldur rýr í rođinu. Jóhannesarguđspjall síđara er vegiđ og léttvćgt fundiđ, bćđi á Aftenposten Innsikt og í Namibíu. Norđmenn báđust afsökunar og Namibíumenn nota ekki vitnisburđ uppljóstrarans.

Fyrir fjórum mánuđum sagđi yfirmađur Finns Ţórs, Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari, ađ Namibíurannsókninni vćri svo gott sem lokiđ. Í byrjun árs tilkynnti Skatturinn ­niđurstöđu á ítarlegri úttekt á rekstri Samherja og tengdra félaga árin 2012-2018. Ekkert saknćmt fannst

Skatturinn fór međ veigamesta ţátt Namibíumálsins. Kjarni málsins er ásaökun Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara um ađ Samherji hafi stundađ stórfelldar mútur í Namibíu til ađ tryggja sér kvóta í hrossamakríl. Skatturinn hefđi fundiđ ummerki um mútugjafirnar í bókhaldinu. Eins og menn vita eru mútur ekki frádráttarbćrar til skatts. Ekkert saknćmt fannst.

Til ađ halda málinu gangandi lék Finnur Ţór biđleik, ţegar hann varđ ţess áskynja ađ Skatturinn sći ekkert athugavert viđ bókhald Samherja.

Finnur Ţór skrifađi, sem sagt, bréf til Namibíu stuttu áđur en yfirmađur hans tilkynnti ađ skammt vćri í lok rannsóknar. Bréfiđ er dagsett 17. október s.l. haust, ţ.e. ţremur árum eftir ađ rannsókn hófst. Bréfiđ ber međ sér ađ lítiđ sem ekkert hafi gerst í rannsókninni í heil ţrjú ár. Embćttiđ lagđist í dvala á međan RSK-miđlar úthrópuđu Samherja fyrir ađ stunda mútur. Vinstrimenn á alţingi tóku undir. Fjölmiđlaspillingin tekur á sig ýmsar myndir.

Tilfallandi athugasemd fjallađi um bréf Finns Ţórs til Namibíu og sagđi m.a.

Finnur Ţór óskar eftir upplýsingum, sem stórundarlegt er ađ hann viti ekki nú ţegar, t.d. um verđiđ á hrossamakríl á namibískum fiskmarkađi frá árinu 2012. 

Íslenski saksóknarinn er í veiđiferđ ađ fiska í gruggugu vatni. Hann spyr opinna spurninga um hvort namibísk yfirvöld hafi fundiđ eitthvađ sem gćti hjálpađ til viđ rannsóknina hér heima. Ţađ skýtur skökku viđ ţar sem fram kemur í bréfinu ađ Finnur Ţór hafi fundađ međ Namibíumönnum í tvo heila daga í Haag í Hollandi síđast liđinn maí auk fjarfunda. Ekkert bitastćtt hefur komiđ fram á ţeim fundum, en áfram skal dorgađ í von um ađ eitthvađ komi á krókinn.

Í bréfinu kemur fram ađ saksóknari hefur sent töluvert af gögnum frá Íslandi til Namibíu. Ţá var fundur í Reykjavík í júní í sumar ţar sem upplýsingar voru veittar. Í ţví ljósi er kúnstugt ađ yfirstandandi réttarhöld í Namibíu snúast eingöngu um skattskil en ekki mútur. Ályktunin sem má draga er ađ samanlögđ gögn í Namibíu og á Íslandi sýna ekki fram á neinar mútugjafir.

Samantekiđ lítur máliđ ţannig út ađ Finnur Ţór skrifar bréf til Namibíu um ţađ leyti sem hann fréttir ađ skattrannsókn á Samherja sé ađ ljúka án ţess ađ nokkuđ saknćmt finnist. Bréfiđ er ţannig skrifađ ađ engin von er til ţess ađ Namibíumenn svari ţví nema eftir dúk og disk, - en líklega aldrei. Finnur Ţór er kominn međ afsökun ađ halda málinu opnu nćstu árin, segist bíđa eftir upplýsingum sem aldrei koma.

Aftenposten Innsikt bađst afsökunar á ađ hafa birt ásakanir Jóhannesar Stefánssonar um mútur Samherja til namibískra embćttis- og stjórnmálamanna. Skatturinn hefur fínkembt bókhald Samherja en ekki fundiđ nein ummerki um óeđlilegar greiđslur í Namibíu. En Finnur Ţór, liđsmađur RSK-miđla hjá embćtti hérađssaksóknara, ţverskallast viđ ađ loka málinu sem jafnvel yfirmađur hans segir ađ sé gott sem dautt hross.

Finnur Ţór er síđasta hálmstráiđ í stórfelldu samkrulli opinbers embćttismanns og fjölmiđla ađ ,,taka niđur" eyfirskt útgerđafélag. Ţórđur Snćr ritstjóri, yfirmađur Inga Freys bróđur saksóknara, kennir svona hegđun viđ ,,spillingarmentalítet". Til er einfaldara orđ: spilling.

 

 

 


Bloggfćrslur 6. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband