Saksóknari skrifar Namibíu-bréf, bróđirinn er RSK-blađamađur

RÚV birti frétt í gćrkvöldi, sem unnin var upp úr sérblađi Stundarinnar um Namibíumáliđ. Ţriggja ára rannsókn er ađ ljúka, sagđi fréttin. Lesendum var látiđ eftir ađ álykta: međ ákćrum.

Ađeins eitt smáatriđi er eftir, sagđi í frétt RÚV/Stundarinnar, en ţađ er ađ fá gögn frá Namibíu.

Hér er ekki allt sem sýnist. Raunar fjarri ţví.

Smáatriđiđ er býsna stórt. Bréf hérađssaksóknara fór frá Íslandi 17. október, fyrir einum mánuđi, til namibískra yfirvalda. Bréfiđ er ítarlegt, 12 blađsíđur. Sá sem skrifar undir bréfiđ er enginn annar en Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari og bróđir Inga Freys blađamanns Stundarinnar. Gagnkvćmir hagsmunir brćđranna í Namibíumálinu voru gerđir ađ umtalsefni í tilfallandi athugasemd sl. sunnudag.

Finni Ţór er umhugađ ađ hann einn sé til svara gagnvart Namibíumönnum. Í bréfinu er ađeins heimilisfang og tölvupóstur Finns Ţórs gefinn upp. Í niđurlagi segir hann ađ ef namibísk yfirvöld vilja ná sambandi viđ Ólaf Ţór Hauksson hérađssaksóknari, skuli ţau samskipti fara í gegnum Finn Ţór.

Bróđirinn heldur ţétt utan um Samherjamáliđ. Meintur yfirmađur hans, Ólafur Ţór, er aftur sendur í viđtal á RÚV til ađ vera andlitiđ út á viđ. Af bréfinu ađ dćma eru allir ţrćđir málsins í höndum Finns Ţórs.

Um hvađ er ţá bréfiđ?

Jú, Finnur Ţór óskar eftir upplýsingum um rannsókn og málarekstur yfir tíu namibískum einstaklingum sem gáfu ekki upp tekjur sem ţeir höfđu af viđskiptum viđ Samherja og dótturfélög. Bróđir saksóknara, Ingi Freyr, og félagar á RSK-miđlum, halda ţví fram ađ í Namibíu séu réttarhöld vegna mútugjafa. En réttarhöldin snúast um skattskil, ekki mútur.

Saksóknarinn íslenski biđur ekki um upplýsingar um skattskil namibískra sakborninga heldur hvort ţeir hafi ţegiđ mútur, eins og RSK-miđlar halda fram.

Finnur Ţór óskar eftir upplýsingum, sem stórundarlegt er ađ hann viti ekki nú ţegar, t.d. um verđiđ á hrossamakríl á namibískum fiskmarkađi frá árinu 2012. 

Íslenski saksóknarinn er í veiđiferđ ađ fiska í gruggugu vatni. Hann spyr opinna spurninga um hvort namibísk yfirvöld hafi fundiđ eitthvađ sem gćti hjálpađ til viđ rannsóknina hér heima. Ţađ skýtur skökku viđ ţar sem fram kemur í bréfinu ađ Finnur Ţór hafi fundađ međ Namibíumönnum í tvo heila daga í Haag í Hollandi síđast liđinn maí auk fjarfunda. Ekkert bitastćtt hefur komiđ fram á ţeim fundum, en áfram skal dorgađ í von um ađ eitthvađ komi á krókinn.

Í bréfinu kemur fram ađ saksóknari hefur sent töluvert af gögnum frá Íslandi til Namibíu. Ţá var fundur í Reykjavík í júní í sumar ţar sem upplýsingar voru veittar. Í ţví ljósi er kúnstugt ađ yfirstandandi réttarhöld í Namibíu snúast eingöngu um skattskil en ekki mútur. Ályktunin sem má draga er ađ samanlögđ gögn í Namibíu og á Íslandi sýna ekki fram á neinar mútugjafir. Mútur eru alvarlegri glćpur en vantaldir skattar.

Ţrjú ár eru síđan Finnur Ţór hóf rannsókn á Namibíumálinu. Bréfiđ vitnar um ađ rannsóknin kemst hvorki lönd né strönd. Óskađ er eftir upplýsingum sem langan tíma tekur fyrir namibísk yfirvöld ađ vinna  s.s. um fjölskyldu, ćttmenni og vini namibískra sakborninga og fjárreiđur stjórnarflokksins, SWAPO. Ólíklegt er ađ namibísk yfirvöld flýti sér ađ svara.  Kannski kemur svar ađ ári, en líklega aldrei nema ţá í skötulíki.

Í viđtali RÚV, sem vitnađ var til hér ađ ofan, segir ađ ţađ hilli undir lok ţriggja ára rannsóknar á Íslandi. Bréfiđ ber međ sér ađ rannsóknin sé vart komin af frumstigi. Eftir 3 ár ţarf saksóknari ađ spyrja hvađ tonniđ af hrossamakríl kostađi á namibískum fiskmarkađi fyrir áratug. Hljómar ekki eins og máliđ sé á síđustu metrunum.  

Finnur Ţór er ţó ekki hćttur ađ rannsaka, öđru nćr. Embćtti hérađssaksóknara fékk 200 milljónir til ađ rannsaka Namibíumáliđ og ţeim peningum ţarf ađ koma í lóg. Í bréfinu biđur hann namibísk yfirvöld ađ leyfa sér ađ heimsćkja landiđ og hlusta og taka ţátt í yfirheyrslu 11, já ellefu, nafngreindra vitna auk sakborninga. Vitni og sakborningar í Namibíu eru á ţriđja tug. Saksóknarinn gćti dundađ sér í vikur eđa mánuđi í sólinni ţar syđra á kostnađ íslenskra skattgreiđenda. Alltaf ađ rannsaka, auđvitađ. Ábyggilega fer ţađ vel ofan í Namibíumenn ađ hvítt yfirvald úr norđri sćki ţá heim í leit ađ glćpum.

Finnur Ţór tekur fram ađ hann muni hafa međ sér föruneyti ef til kćmi. Kannski ađ hann bjóđi bróđur sínum, Inga Frey á Stundinni, ađ skella sér međ? Ţađ vćri í takt viđ annađ í Namibíumáli hérađssaksóknara, RSK-miđla og vinstrimanna.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Ţetta er í besta falli kjánalegt en líklega er ţetta eitt af ţessum haldlausu hálmstráum sem reynt er ađ fleyta áfram í stađinn.

Sumt er upp á punt, hagsmunaárekstrar og hafiđ yfir vafa, eru frasar tamir hjá pólitíkusum og fjölmiđlamönnum ţessi misserin. En eins og ţú bendir á ţá gildir ţađ bara gangvart sumum.

Sindri Karl Sigurđsson, 17.11.2022 kl. 17:32

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 I einhvern tima hefdi opinber starfsmadur innan domskerfisins verid settur til hlidar, af minna tilefni en thessu, sokum vanhaefis. Annars er thetta mal ad verda svo utursteikt, ad thad er eiginlega taepast haegt hafa um thad nokkur ord. 

 Frammistada fjolmidla, ef fjolmidla er haegt ad kalla lengur, er sidan ser kapituli utaf fyrir sig. Islenskir fjolmidlar eru ad allt of storum hluta ordnir bolvad rusl, gaspur og kjaftagangssneplar.

 Kvedja ad sunnan. 

Halldór Egill Guđnason, 18.11.2022 kl. 06:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband