Áfrýjun til landsréttar, málskostnaður

Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 2,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. ,,...það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er," sagði annar blaðamannanna, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, við dómsuppsögu á föstudag.

Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina.

RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður.

Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar. 

kRST lögmenn ehf. hafa verið svo vinsamlegir að opna fjárvörslureikning til að halda utan um málskostnaðinn. Þeir sem vilja leggja málinu lið er bent á reikninginn sem skráður er hér að neðan - með fyrirfram þökkum frá tilfallandi bloggara.

KRST lögmenn ehf.

Kennitala

711204-2960

Reikningsnúmer

0513-14-640046

 


mbl.is Páll vill draga „þjófsnauta“ fyrir Landsrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband