Pútín má ekki sigra, gerir ţađ samt

,,Ímyndiđ ykkur ađ Pútín hringdi í Biden og segđi honum ađ ef Bandaríkin framseldu ekki Alaska til Rússlands yrđi rússneskum kjarnorkuvopnum beitt. Biden myndi hlćgja og segja rússneskum starfsbróđur ađ hringja aftur ţegar hann vćri orđinn edrú."

Tilvitnunin hér ađ ofan er í grein Stephen M. Walt í Foreign Policy. Punkturinn er ađ Alaska er margfalt meira virđi Bandaríkjamönnum en Rússum, sem ţó áttu einu sinni Alaska. Um Úkraínu gildir ađ hún er margfalt meira virđi Rússum en Bandaríkjunum og vestrinu. 

Walt er af raunsćisskólanum í bandarískum alţjóđastjórnmálum. Hann hefur áđur komiđ viđ sögu tilfallandi athugasemda. Greinin hans í ber yfirskriftina Ţađ sem Pútín gerđi rétt.

Úkraína sem Nató-ríki stefndi tilvist Rússlands í hćttu. Eftir ađ Bandaríkin buđu Úkraínu og Georgíu ađild ađ Nató voriđ 2008 réđust Rússar inn í Georgíu og sögđu jafnframt ađ Úkraína yrđi aldrei Nató-ríki. Eftir stjórnarbyltinguna í Kćnugerđi áriđ 2014, ađ undirlagi vesturlanda, var leynt og ljóst undirbúiđ ađ Úkraína yrđi Nató-ríki. Ekki lengur.

Fyrir ári réđust Rússar inn í Úkraínu og stjórna um fimmtungi landsins. Her ţeirra er fjölmennari en sá úkraínski. Ađdrćttir Rússa, vopn og vistir, eru tryggari en Úkraínumanna. Ađ óbreyttu munu ţeir sigra, ţótt ţađ taki nokkur ár. Eina sem gćti breytt fyrirséđum sigri Rússa er ađ Nató-hermenn tćkju upp vopn viđ hliđ Úkraínuhers. Rússar fengju ţar međ réttlćtingu ađ beita kjarnorkuvopnum, sem ţeir myndu nýta sér fćru ţeir halloka á vígvellinum.

88 skriđdrekar áttu ađ fara til Úkraínu frá evrópskum Nató-ríkjum i sumar og haust. Talan er komin niđur í 60, segir Die Welt og fćkkar jafnvel enn. Skotfćri í ţungavopn eru af skornum skammti, segir Jens Stoltenberg framkvćmdastjóri Nató. Pútín sigrar vesturlönd í framleiđslu skotfćra, stađfestir breskur sérfrćđingur.

75 prósent af mannfalli á vígvellinum er af völdum stórskotaliđs, segir Douglas Macgregor, bandarískur ofursti.  Talađ er um ađ í sumar, um ţađ bil sem skriđdrekarnir eiga ađ skila sér, verđi skotfćraţurrđ í Úkraínu. Stórskotaliđ án skotfćra er gagnslaust.

Međ meira stórskotaliđ drepa Rússar fleiri Úkraínumenn en úkraínski herinn Rússa. Hrátt vald og geta til ađ ađ beita ţví yfir lengri tíma sigrar stríđ, segir breski ofurstinn Rchard Kemp. Án Nató-hermanna tapar Úkraína, ţađ er eins víst og nótt fylgir degi. Nató-hermenn fara aftur ekki til Úkraínu nema vesturlönd séu tilbúin í kjarnorkustríđ. Ţau eru ţađ ekki.

Svo vísađ sé í tilvitnunina hér ađ ofan. Bandaríkin og ESB hafa í áratug veriđ á valdafylleríi í Úkraínu. Vesturlönd eru núna međ svćsna timburmenn, berja höfđinu viđ steininn og segja Pútín ekki mega sigra. En sigra mun hann samt. Allir edrú sjá ástćđuna. Úkraína varđar ekki tilvist vesturlanda en mjög svo Rússlands. 

Sagt međ öđrum orđum. Tapi Rússland Úkraínustríđinu er úti um rússneska ríkiđ. Stjórnendur í Moskvu, Pútín og félagar, vita ţetta og ráđamenn á vesturlöndum einnig. Pútín mun neyta ítrustu úrrćđa til ađ forđast ósigur.

Rússar undirbúa sig undir margra ára stríđ. Vesturlönd eru ađ hugsa um ađ auka skotfćraframleiđsluna til ađ fóđra úkraínska herinn fram yfir sumariđ. Eftir ţví sem stríđiđ dregst á langinn verđa yfirburđir Rússa augljósari. Vesturlönd eru ekki tilbúin ađ breyta efnahagsbúskap sínum í hernađarhagkerfi. Rússar eru ţegar í ţeirri umbreytingu. 

Vesturlönd veđjuđu á ađ Pútín léti yfir sig ganga ađ Úkraína yrđi Nató-ríki. Vestriđ tapađi veđmálinu 24. febrúar í fyrra, ţegar rússneski herinn réđst inn í Úkraínu. Ári seinna eru ráđamenn á vesturlöndum í delerium tremens, haldnir ofskynjunum og neita ađ horfast i augu viđ veruleikann. Á međan er Úkraínu tortímt, bćđi landi og ţjóđ.

 

 


mbl.is Óttast ađ Rússar fái sömu međferđ og Kína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 19. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband