Engin kona: ekkert jafnrétti kynjanna

Ríkisvaldið býr ekki að skilgreiningu á konu, segir Katrín forsætis í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs.

Ha?

Er ekki svo að í mörg, mörg ár er talað um jafnrétti kynjanna? Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda á liðnum árum miða við að rétta hlut kvenna; lög eru sett, peningum úthlutað, nefndir skipaðar og stofnanir settar á laggirnar. Allt í nafni kynjajafnréttis.

En svo veit ríkið ekki hvað kona er. Öll umræðan um jafnrétti kynjanna var byggð á vanþekkingu, tíma og fjármunum var eytt til einskis. Til hvers að berjast fyrir einhverju sem ekki er vitað hvað er?

Strax á mánudag hlýtur Katrín forsætis að gefa út yfirlýsinu um að öll jafnréttisbarátta kvenna síðustu ára og áratuga sá einn allsherjar misskilningur.

Því við vitum ekki hvað er kona. Væntanlega ekki heldur hvaða fyrirbæri kallast karl.

Afmenntun, að ekki sé sagt afmennskun, tekur á sig furðulegustu myndir.


Bloggfærslur 2. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband