Tvö lekamál - ólík viðbrögð

Eftir að myndbandi af hópslagsmálum var lekið af lögreglu voru viðbrögð snör.  Fjölmiðlar, RÚV sérstaklega, nánast kröfðust rannsóknar á lekanum. Málið kært, upplýst og refsað á einni viku.

Í vor varð uppvís leki úr landsrétti í tengslum við RSK-sakamálið. Tilfallandi blogg fjallaði um málið 24. maí:

Engin fordæmi eru fyrir því að starfsmaður landsréttar leki trúnaðargögnum, staðfestir Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar í Fréttablaðinu. En einmitt það gerðist í vor þegar gögnum var lekið í RÚV, Stundina og Kjarnann, RSK-miðla. Gögnin varða lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi þar sem fjórir blaðamenn RSK-miðla eru sakborningar. 

Viðtakandi lekans var Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður sem óðara kom gögnunum til Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra Kjarnans. Gunnar Ingi sýndi af sér hegðun sem illa samræmist starfsreglum lögmanna.

Engir fjölmiðlar gera kröfu um að upplýst verði um lekann úr landsrétti. Lekinn var í þágu blaðamanna RSK-miðla.

Er það svo að hagsmunir fjölmiðla ráða ferðinni þegar yfirvöld ákveða hvaða leka réttarkerfisins skuli rannsaka og hvenær leki er hið besta mál?  


mbl.is Ekki við störf eftir að hafa lekið upptökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband