Leki, glæpir og hagsmunir

,,Myndböndum af árásinni líklega lekið af lögreglunni," segir í ávítunartón í frétt RÚV. Myndbandið sýnir átök glæpahópa. Áhersla RÚV er öll á lekann en ekki efni myndbandsins.

,,Rannsókn á lekanum í forgangi," segir RÚV í framhaldsfrétt. Ekkert um dramatíska myndbandið.

Á myndbandið ekki erindi til almennings? Er það ekki upplýsandi fyrir samfélagsástand?

Í RSK-sakamálinu var framinn glæpur, byrlun og stuldur. RÚV, Stundin og Kjarninn réttlættu glæpinn með því að fréttaefnið sem hafðist upp úr afbrotinu ,,átti erindi við almenning."

En átök glæpahópa eiga ekki erindi til almennings. Aðalfréttin þar er hver lak myndbandi um afbrot á opinberan vettvang til að þjóðin mætti sjá og heyra hvernig brotamenn bera sig að. 

Glæpaleiti finnur til samstöðu með sínum líkum.


mbl.is Árásarmyndskeið líkast til leki frá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er verið að rannsaka þetta mál hjá lögreglunni. Allur leki á gögnum sem lögregla hefur undir höndum getur skaðað rannsókn. Almenningur þarf ekkert að vita . Til hvers? Svo hann geti smjattað á þessu. leki frá lögreglu er vandamál sem þarf að leysa . það þarf að taka til í lögreglunni. Blaðamenn og samfélagsmiðlar eiga ekki að fjalla um mál og skipta sér af sem er til rannsóknar. Það er alfarið lögreglunnar að sjá um það samkvæmt lögum.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.11.2022 kl. 09:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En ef Alþingismenn gerast sekir um að leka trúnaðarmálum til fjölmiðla þá þykir það alveg sjálfsagt!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.11.2022 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband