Rasismi, þjóðhernishyggja og gyðingahatur

Um 20 prósent íbúa Ísraels eru arabar. Þeir njóta mannréttinda og eiga 14 fulltrúa í Knesset, ísraelska þinginu. Enginn gyðingur nýtur mannréttinda í Gaza eða Vesturbakkanum. Þar eru ekki frjálsar kosningar og minnihlutahópar, s.s. samkynhneigðir, eru ofsóttir.

Vinstrimenn taka málstað rasisma, arabískrar þjóðernishyggju og gyðingahaturs þegar þeir úthúða Ísraelsríki fyrir að verja líf og limi borgara sinna gegn hryðjuverkaárásum Hamas og arabískra öfgamanna.

Ísrael er eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir sem undir merkjum frjálslyndis og mannúðar taka undir kröfu um tortímingu Ísraelsríkis ganga erinda illskunnar.


mbl.is Hundruð mótmæla Ísraelsher og stefnu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Játningar illmenna og aumingja

Eftirspurn er eftir körlum sem annað tveggja lýsa sig stórgallaða vegna frekju, yfirgangs og ofbeldis eða aumingja. Listamenn, vanir að svara eftirspurn og fara í hlutverk, ryðja brautina og játa sig gerendur eða þolendur.

Samfélagið batnar ekki ef ungum körlum er kennt að þeir séu væntanlegir ofbeldismenn annars vegar og hins vegar að hafa lúkuna fyrir afturendanum af ótta við aðskotahluti.

Það er hægt að vera íslenskur karlmaður og hvorki berja né misþyrma eða vera nauðgað. Allar líkur er á að þorri íslenskra karla sé einmitt í þeirri stöðu. En það eru ekki fréttir og tíðindalítið að einhver játi sig normal.


Lygari til leigu í framboði

Óopinbert starfsheiti almannatengla er ,,lygari til leigu." Kemur það til að almannatenglar selja þjónustu sína að hygla einum en fordæma annan í opinberri umræðu. Eða, svo notað sé orðalag úr Njálu, berja í brestina og selja ónýt málefni sem þjóðþrifamál.

Almannatengill sækist eftir eftir öruggu þingsæti Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni. Eðli málsins samkvæmt veit alþjóð ekki hverra hagsmuna almannatengillinn gengur í prófkjörinu. Hagsmunaskrá almannatengla liggur í bankareikningum þeirra og þeir eru ekki opnir almenningi til athugunar.

Síðast þegar að var gáð gekk tengillinn erinda þeirra sem vilja framselja frumburðarrétt Íslendinga til Brussel með þriðja orkupakkanum.

Í lýðfrjálsu landi er öllum heimilt að sækjast eftir umboði almennings. Að sama skapi er almenningi frjálst að synja mönnum umboðs sem ekki eru trúir almannahag. 


mbl.is Slegist um efstu sætin í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband