Samfylking tapar á vinstrisnúningi, Logi í hćttu

Herfrćđi Samfylkingar á kosningaári er farin í hundana í febrúar. Logi formađur sneri flokknum til vinstri, fékk liđhlaup úr Vinstri grćnum og gerđist femínískur.

Afleiđingin var tvíţćtt. Viđreisn fékk til sín hćgrikrata og femínismi Katrínar og Svandísar trompađi skeggjuđu útgáfu Loga.

Logi verđur ekki formađur Samfylkingar ţegar gengiđ verđur til kosninga í september, fari svo fram sem horfir.


mbl.is Vinstri grćn ná Samfylkingunni í fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđrćđismótsögn félagsmiđla

Eitt einkenni lýđrćđis er ađ ţátttakendur njóti málfrelsis og fái tćkifćri ađ segja sína skođun.

Félagsmiđlar bođuđu bjarta lýđrćđistíđ ţegar ţeir urđu almenningur á fyrsta áratug aldarinnar. Fyrir daga félagsmiđla áttu menn einkum tveggja kosta ađ láta til sín heyra, á opnum fundum og međ greinaskrifum í dagblöđ og tímarit. Annars var ţađ eldhúsborđiđ heima, vinnustađurinn eđa lokađir fundir saumaklúbba, félagasamtaka og vinahópa ţar sem fólk lét gamminn geisa.

En félagsmiđlar leiddu fyrst og fremst til aukinnar sundrungar. Ţar sem áđur voru tiltölulega afmarkađar fylkingar í stjórnmálum blasti viđ óreiđa og upphlaup knúin áfram af falsfréttum. Lýđrćđismótsögn félagsmiđla er einmitt ţessi: ţegar engin sannindi eru viđtekin og kjölfesta lítil snýst lýđrćđiđ upp í múgrćđi. Ađ lokum gefst fólk upp á lýđrćđinu enda skaffar ţađ ekki lengur sem lofađ var, réttlćti og sćmilegan friđ.

 

 


mbl.is Stjórnmál og fjölmiđlar tvístrast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband