Lýđrćđismótsögn félagsmiđla

Eitt einkenni lýđrćđis er ađ ţátttakendur njóti málfrelsis og fái tćkifćri ađ segja sína skođun.

Félagsmiđlar bođuđu bjarta lýđrćđistíđ ţegar ţeir urđu almenningur á fyrsta áratug aldarinnar. Fyrir daga félagsmiđla áttu menn einkum tveggja kosta ađ láta til sín heyra, á opnum fundum og međ greinaskrifum í dagblöđ og tímarit. Annars var ţađ eldhúsborđiđ heima, vinnustađurinn eđa lokađir fundir saumaklúbba, félagasamtaka og vinahópa ţar sem fólk lét gamminn geisa.

En félagsmiđlar leiddu fyrst og fremst til aukinnar sundrungar. Ţar sem áđur voru tiltölulega afmarkađar fylkingar í stjórnmálum blasti viđ óreiđa og upphlaup knúin áfram af falsfréttum. Lýđrćđismótsögn félagsmiđla er einmitt ţessi: ţegar engin sannindi eru viđtekin og kjölfesta lítil snýst lýđrćđiđ upp í múgrćđi. Ađ lokum gefst fólk upp á lýđrćđinu enda skaffar ţađ ekki lengur sem lofađ var, réttlćti og sćmilegan friđ.

 

 


mbl.is Stjórnmál og fjölmiđlar tvístrast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrir tíma samfélagsmiđla trúđi fólk ţví sem kom frá fréttastofum eins og um hinn eina hreina sannleika vćri ađ rćđa. Svo komu samfélagsmiđlanir međ myndböndum og hljóđupptökum af hinum ýmsu atburđum og ţá fór ađ koma í ljós misrćmi milli ţess sem fréttastofur fluttu og ţess sem á samfélagsmiđlunum birtist. Smám saman fór fólk ađ vefengja ţađ sem fréttastofur báru á borđ og hafa margir misst trú á ađ fá sannleikann í gegnum fréttastofur sjónvarps-, útvarps- og prentmiđla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.2.2021 kl. 11:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband