Lýðræðismótsögn félagsmiðla

Eitt einkenni lýðræðis er að þátttakendur njóti málfrelsis og fái tækifæri að segja sína skoðun.

Félagsmiðlar boðuðu bjarta lýðræðistíð þegar þeir urðu almenningur á fyrsta áratug aldarinnar. Fyrir daga félagsmiðla áttu menn einkum tveggja kosta að láta til sín heyra, á opnum fundum og með greinaskrifum í dagblöð og tímarit. Annars var það eldhúsborðið heima, vinnustaðurinn eða lokaðir fundir saumaklúbba, félagasamtaka og vinahópa þar sem fólk lét gamminn geisa.

En félagsmiðlar leiddu fyrst og fremst til aukinnar sundrungar. Þar sem áður voru tiltölulega afmarkaðar fylkingar í stjórnmálum blasti við óreiða og upphlaup knúin áfram af falsfréttum. Lýðræðismótsögn félagsmiðla er einmitt þessi: þegar engin sannindi eru viðtekin og kjölfesta lítil snýst lýðræðið upp í múgræði. Að lokum gefst fólk upp á lýðræðinu enda skaffar það ekki lengur sem lofað var, réttlæti og sæmilegan frið.

 

 


mbl.is Stjórnmál og fjölmiðlar tvístrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrir tíma samfélagsmiðla trúði fólk því sem kom frá fréttastofum eins og um hinn eina hreina sannleika væri að ræða. Svo komu samfélagsmiðlanir með myndböndum og hljóðupptökum af hinum ýmsu atburðum og þá fór að koma í ljós misræmi milli þess sem fréttastofur fluttu og þess sem á samfélagsmiðlunum birtist. Smám saman fór fólk að vefengja það sem fréttastofur báru á borð og hafa margir misst trú á að fá sannleikann í gegnum fréttastofur sjónvarps-, útvarps- og prentmiðla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.2.2021 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband