Skot strokkuð í hatur

Byssuskot á skrifstofu Samfylkingar og bíl borgarstjóra eru hráefni í margar yfirlýsingar, núna síðast frá Samfylkingu höfuðborgarinnar, um tengsl við ,,hatursorðræðu."

Einhver grunaður er í höndum lögreglu. Kannski er það geðbilaður einstaklingur. Enginn veit.

Pólitíkusar sem mjólka skotárásirnar og strokka afurðina til að verða einhvers konar ,,hatursorðræðu" gera engum greiða, hvorki sjálfum sér né samfélaginu. Þeir sem tengja skotárásirnar við pólitíska umræðu eru ekki síður afbrigðilegir en sá byssuglaði.

 


mbl.is „Ekki fara á límingunum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn að máta sig við ESB?

Grein Friðjóns R. Friðjónssonar, fyrrum aðstoðarmanns Bjarna formanns, um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að verða ,,flokkur breytinga" er töluvert til umræðu. Á Facebook-síðu Friðjóns taka nokkrir til máls. Í fyrsta lagi er spurt hvort Friðjón sé á leiðinni i framboð. Í öðru lagi er hann boðinn velkominn í Viðreisn.

Ragnhildur Kolka segir eftirfarandi í athugasemd við blogg gærdagsins:

Friðjón kvartaði og kveinaði um allt það sem uppá vantar svo Ísland megi ganga inní um gullna hliðið. Já, ESB lék þarna á tungubroddinum en var ekki nefnt. Bara eyða eða tóm. Annað hvort er PR maðurinn genginn í lið med Viðreisn, hann tók jú að sér leikstjórn í forsetafarsanum eða Bjarni er að senda út þreifara vegna fullveldis framsals. Eg er hrædd um að þá dugi ekki að senda Brynjar fram á vøllinn. Nú verður Bjarni sjálfur að svara fyrir afstøðu sína til þessara skrifa.

Í haust eru þingkosningar. Hvort sem Friðjón skrifar fyrir eigin reikning eða annarra, maðurinn er jú almannatengill, þá vakna spurningar um hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að máta sig við nýtt hlutverk, - að verða ESB-flokkur líkt og Viðreisn og Samfylking.

Ef svo er myndi það sæta nokkrum tíðindum í íslenskri pólitík.


Bloggfærslur 31. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband