Milljarðar til ferðaþjónustunnar

Á hverjum mánuði yfir sumartímann fara milli 60 og 70 þúsund Íslendinga til útlanda. Í ár fara þeir ekki neitt vegna farsóttar í útlöndum.

Í venjulegu árferði eyða þessir 160 - 210 þúsund landsmenn, sem ferðast til útlanda á sumrin, einhverjum milljörðum króna. Íslenskir ferðamenn eru alþjóðalega þekktar eyðsluklær.

Landsmenn munu halda áfram að ferðast. En núna innanlands.

Ferðaþjónustan situr á gullnámu. Áður er sumarið er úti biðja menn þar á bæ um framhald á einangrun landsins.


mbl.is Katrín við Spiegel: „Komum tvíefld til baka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna 2019 var tvær milljónir. Þetta eru þá um 10% af þeim fjölda. Út frá tölunum er þá tekjufallið í ferðaþjónustunni 90%. Já, það er auðvitað ákaflega líklegt að ferðaþjónustan biðji um framhald á því ástandi!

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 17:21

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki núna lag fyrir hótel og bændagistinguna að bjóða t.d. Júni tilboð og fá landann til sín??

Sigurður I B Guðmundsson, 27.4.2020 kl. 17:24

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Bloggfærslan er af tegundinni ,,glasið er hálf-fullt." 

Augljóst er að ferðaþjónustan verður fyrir áfalli. En, að gefnum fyrirsjáanlegum hömlum, munu margir Íslendingar ferðast innanlands og mun fleiri en í venjulegu árferði. Þá gildir að sjá tækifærin fremur en leggjast í bölmóð.

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni nýtur fremur góðs af innlendum ferðamönnum en gisti- og þjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu.

Farsóttin var ekki okkar val. En við veljum okkur viðbrögðin.

Páll Vilhjálmsson, 27.4.2020 kl. 17:58

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vitanlega er mikilvægt að hvetja fólk til að ferðast innanlands. En það bjargar ósköp litlu og það er fráleitt að ferðaþjónustan óski þess að ástandið verði viðvarandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 10:31

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Hef lítinn áhuga á að ferðast innanlands á verðforsendum frá því fyrir veiru og er ekki tilbúinn að borga sama verð fyrir sveitahótel og 4 stjörnu hótel í miðborg stórborgar.

Steinarr Kr. , 28.4.2020 kl. 14:27

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru örugglega fleiri sem hugsa eins og þú Steinarr. Maður er ekki vanur að spandera miklu í hótel og veitingar þegar ferðast er innanlands. Og fáir fara í verslunarferðir út á land.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband