RÚV birtir ekki hrós um Ísland

Stöð 2 og RÚV vitnuðu báðar í blaðamannafund yfirmanns sóttvarna í Danmörku. En einn stór munur var á ritstýringu fréttarinnar.

Stöð 2 sagði að Daninn hefði hrósað Íslendingum fyrir skynsamlegar sóttvarnir.

RÚV gat ekki fengið sig til að birta lofsamleg ummæli um Ísland.

RÚV sérhæfir sig í neikvæðum fréttum um land og þjóð. And-íslensk viðhorf eru ráðandi á Efstaleiti. Þjóðin greiðir skylduáskrift til RÚV en fær í staðinn spark í kviðinn frá ölmusufólkinu á Efstaleiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er einmitt það!

Það vantar alltaf röddina sem á að færa okkur VONINA.

Kannski svipað og að við hefðum pólitískan forseta á Bessastöðum sem að

axlaði raunverulega ábyrgð á SIGLINGU RÍKIS-SKÚTUNAR inn í framtíðina.

=Það gæti verið fróðlegt ef að forseti íslands myndi taka að sér að vera fréttastjóri á rúv í eina viku. =

Hvernig myndi hann sýna landið útá við?

Hvað væri honum efst í huga?

Jón Þórhallsson, 29.3.2020 kl. 09:14

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV er dapurleg stofnun sem stendur ekki í lappirnar gagnvart barnalegum þvættingi um hversu hættulegt það sé að vera stoltur af landi og þjóð - endrum og sinnum. Mestallur tími fólks fer i að bölsóttast út í allt og alla hér á landi en um leið og það vottar fyrir jákvæðni sendir RÚV eftir neikvæða prófessornum sem varar í þúsundista skipti við fasisma og pöpulisma. 

Benedikt Halldórsson, 29.3.2020 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband