ESB-sinnar kaupa könnun hjá Maskínu

ESB-sinnar kaupa skoðanakönnun hjá Maskínu sem nú stendur yfir. Óvíst er hvaða samtök ESB-sinna eru að verki (Samfylking, Viðreisn, Samtök iðnaðarins e.t.v.) en fyrri spurningin af tveim er svo ósvífin og ófagleg að engum blöðum er um það að fletta að hér er áróðursspurning á ferðinni. Spurningin hljómar svona:

Sp. 1. Telur þú að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB eða telur þú að Ísland gæti ekki náð hagstæðum samningi?


Gæti náð hagstæðum samningi


Gæti EKKI náð hagstæðum samningi

Ósvífnin og ófaglegheitin liggja í orðalaginu ,,hagstæðum samningi við ESB". Samning um hvað, má spyrja. Samning um undanþágur frá EES-ákvæðum? Samning um uppsögn EES og fríverslunarsamning við ESB? Eða samning um aðild að ESB?

Sá sem svarar spurningunni veit ekki við hvers konar samning er verið að spyrja um. Spurningin er ómarktæk og svörin að engu hafandi.

Seinni spurningin uppfyllir eðlilegar kröfur um fagleg vinnubrögð. Hún er svohljóðandi:

Sp. 2. Ertu hlynn(tur) eða andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)?
Mjög hlynnt(ur)
Fremur hlynnt(ur)
Í meðallagi
Fremur andvíg(ur)
Mjög andvíg(ur)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Lýðræðissinnar virða skoðanir annarra að því leitinu til að þeir gera sér grein fyrir því að ef bolabrögðum er beitt er lýðræðið fyrir bí. Þeir sætta sig því við tímabundið tap og virða leikreglurnar. "Hugsun" frekjuhundana er að ginna fólk með "góðu" þangað sem þeir vilja sjálfir fara. Á bakvið bolabrögðin er oft fantar með mikið fé sem öllu vilja ráða. Það er nóg af einræðisherraefnum í heiminum og undirlægjum þeirra. 

Þetta lið sem ekki getur gloprað því út úr sér af hreinskilni og heiðarleika hvaða erindi við eigum inn í ESB er með óhreint mjöl í pokahorninu. Það skiptir engu máli hvaða ógeð er í pokanum. Fólk er búið að fá upp í kok af lygum og undirferli. 

Benedikt Halldórsson, 30.1.2020 kl. 12:21

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig væri að draga ESB umsóknina til baka á morgun þ. 31. janúar 2020? 

Júlíus Valsson, 30.1.2020 kl. 20:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrri spurningin reynir augljóslega á miðilsgáfu fólks. Orðið "gæti" er ansi opið og afstætt. Það er ansi margt sem gæti orðið eða ekki orðið. Hér er verið að spyrja um eitthvað sem enginn getur vitað fyrirfram. Enginn hugsandi maður myndi ómaka sig við að svara svona spurningu.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2020 kl. 04:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat!Varð hugsað til þeirra ESbésinna sem einatt segja vel rökstuddar athugasemdir lýðræðissinna rugl og heimsku; Sannast sagna er allt galið falt! 

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2020 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband