Helmingaskiptin í Sjálfstæðisflokknum og þriðji hópurinn

Helmingaskiptin innan Sjálfstæðisflokksins eru sögulega á milli velferðarfrjálslyndra annars vegar og hins vegar viðskiptafrjálshyggjumanna. Þriðji hópurinn í flokknum átti aldrei aðild að helmingaskiptunum enda í grunninn hlynntur málamiðlunum.

Þriðji hópurinn er íhaldssamur í lífsviðhorfum, tregur til átaka en er fullveldi þjóðarinnar kært.

Velferðarfrjálslyndið og viðskiptafrjálshyggjan náðu saman um EES-samninginn sem framtíðarfyrirkomulag um samskipti Íslands og Evrópusambandsins.

Þegar það rann upp fyrir þriðja hópnum að EES-samningurinn felur í sér viðtækt framsal á fullveldi þjóðarinnar, eins og best sést á 3. orkupakkanum, snerist þriðji hópurinn gegn forystu flokksins.

Og nú logar móðurflokkur íslenskra stjórnmála stafnanna á milli. 


Sigurður Ingi malbikar með rafmagni

3. orkupakkinn er eins og malbik í frönsku Ölpunum, segir Sigurður Ingi formaður Framsóknar í örvæntingarfullri leit að réttlætingu fyrir framsali á náttúruauðlind Íslands til ESB.

Nærtækara væri fyrir Sigurð Inga að líkja rafmagni við kjöt. Þrátt fyrir sérstöðu Íslands í heilbrigði dýra má ekki leggja hömlur á innflutning á hráu kjöti. ESB notar EES-samninginn til að grafa undan hreinleika íslenskrar kjötframleiðslu.

Og fari svo hrapalega að alþingi samþykki 3. orkupakkann munu ESB-reglur gilda um framleiðslu og dreifingu rafmagns. Í framhaldi verður lagður sæstrengur.

Sigurður Ingi malbikar þá hálendi Íslands með evrópsku rafmagni.


mbl.is „Þér er ekki boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband