Hrun í stuðningi við EES-samninginn

Árið 2004 voru 72 prósent þjóðarinnar sannfærð um að EES-samningurinn væri jákvæður fyrir Ísland, samkvæmt könnun Gallup. Í nýrri könnun utanríkisráðuneytisins mælist jákvæðni gagnvart EES aðeins 55 prósent.

EES-samningurinn heggur jafnt og þétt í fullveldi þjóðarinnar. Þriðji orkupakkinn færir Evrópusambandinu forræði yfir raforkumálum okkar, verði pakkinn samþykktur á alþingi.

Aðeins einn þingflokkur á alþingi, Miðflokkurinn, stendur í vegi fyrir óafturkræfum skaða sem EES-samningurinn veldur á náttúru landsins sem verður undirlögð virkjunaráformum, verði 3. orkupakkinn samþykktur.

Miðflokkurinn fer fyrir sístækkandi kjósendahópi sem telur EES-samninginn til óþurftar.


Bloggfærslur 27. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband