Svefn, unglingar og skóli

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ flutti fyrstu kennslustund fram um tæpan klukkutíma fyrir nokkrum árum. Í stað þess að byrja klukkan níu hófst fyrsta kennslustund kl. 8:10. Lítil sem engin breyting varð á fjarvistum og seinkomu nemenda.

Breytingin í Garðabæ var m.a. tilkomin vegna óska foreldra um að nemendur gætu sinnt tómstundastarfi síðdegis, með því að stytta skóladaginn.

Flestir á vinnumarkaði hefja störf klukkan átta eða níu. Það er æskilegt að unglingar byrji daginn með foreldrum sínum í stað þess að sofa fram undir hádegi.

Ef skólahald byrjaði nálægt hádegi er hætt við tómstundastarf verði um kvöldmatarleytið. Tónlistarkennarar og íþróttaþjálfarar færu á kvöldvaktir með tilheyrandi röskun á fjölskylduhögum.

Unglingum er lítill greiði gerður með því að skólahald verði á afbrigðilegum tíma. Það er engum ofraun, hvorki ungum né öldnum, að vaka upp úr sjö á morgnana.


mbl.is Skólar byrji ekki fyrr en kl. 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrir WOW-ferðamenn dýrir hagkerfinu

WOW seldi farmiða langt undir kostnaðarverði og treysti á stöðuga fjölgun þeirra. Þegar hægði á fjölgun ferðamanna hrundi viðskiptaáætlun WOW og félagið fór í gjaldþrot.

Ódýrir WOW-ferðamenn voru hagkerfinu dýrir vegna þess að fjöldinn skapaði álag á inniviði, s.s. vegi, heilbrigðisþjónustu og keyrði upp fasteignaverð vegna leiguíbúða, sem margar voru á svörtum markaði.

Eftir að WOW fór í þrot breyttist ástandið. Í meðfylgjandi frétt segir ,,hver ferðamaður er að skila meiri tekj­um í kassa þjóðarbús­ins en áður skv. nýj­um korta­veltu­töl­um, sem mild­ar höggið á hag­kerfið." Ódýru WOW-farþegarnir sitja heima og það er heppilegt fyrir hagkerfið í heild.

Umræðan um að ríkissjóður hefði átt að bjarga WOW er á villigötum. Ríkið á aldrei að bjarga ósjálfbærum einkarekstri frá gjaldþroti.


mbl.is Spá frekari stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband