Svefn, unglingar og skóli

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ flutti fyrstu kennslustund fram um tæpan klukkutíma fyrir nokkrum árum. Í stað þess að byrja klukkan níu hófst fyrsta kennslustund kl. 8:10. Lítil sem engin breyting varð á fjarvistum og seinkomu nemenda.

Breytingin í Garðabæ var m.a. tilkomin vegna óska foreldra um að nemendur gætu sinnt tómstundastarfi síðdegis, með því að stytta skóladaginn.

Flestir á vinnumarkaði hefja störf klukkan átta eða níu. Það er æskilegt að unglingar byrji daginn með foreldrum sínum í stað þess að sofa fram undir hádegi.

Ef skólahald byrjaði nálægt hádegi er hætt við tómstundastarf verði um kvöldmatarleytið. Tónlistarkennarar og íþróttaþjálfarar færu á kvöldvaktir með tilheyrandi röskun á fjölskylduhögum.

Unglingum er lítill greiði gerður með því að skólahald verði á afbrigðilegum tíma. Það er engum ofraun, hvorki ungum né öldnum, að vaka upp úr sjö á morgnana.


mbl.is Skólar byrji ekki fyrr en kl. 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband