Sýrlensk, ekki kristin?

Látið er því liggja í viðtengdri frétt að Sýrlendingar séu höfundar að frumgerð Frúarkirkjunnar í París, Notre Dame. Lesa þarf langt inn í fréttina til að komast að því að byggingin í Sýrlandi er rómversk og kristin.

Einhver viðkvæmni virðist vera fyrir kristni. Fórnarlömbin í sprengjuárásinni á Sri Lanka eru sagðir ,,páskadýrkendur" en ekki kristnir.

Viðkvæmnin stafar af vestrænu sjálfshatri sem fylgir fjölmenningunni. Boðskapurinn er að allt vestrænt og kristið sé ómerkilegt á meðan hlaðið er undir framandi menningu.  


mbl.is Fyrirmynd Notre Dame er sýrlensk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Spaklega mælir þú sem jafnan kæri Páll. Taka verður heilshugar undir pistil þinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.4.2019 kl. 07:28

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna skyldi þessi kirkja ekki geta verið bæði sýrlensk og kristin?

Það er nefnilega það sem hún er.

Kirkjan er hins vegar ekki rómversk, heldur er stíll hennar rómanskur. Það er ekki sami hluturinn. Þessi byggingarstíll á uppruna sinn í Sýrlandi.

Svo, spaklega mælt? Það er nú einhver vafi á þvi held ég.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.4.2019 kl. 10:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sýrland var kristið land á 5. öld, og í sýrlenzkri kristni voru merk klaustur og mikil iðkun guðfræðinnar, sýrlenzk tunga reyndar meðal þeirra fyrstu sem Nýja testamentið var þýtt á úr grískunni, handrit á fornsýrlenzku og peshitta meðal hinna elztu og merkustu sem til eru (allt frá 2. öld).

Sýrlenzku klerkarnir stunduðu líka mikilvægar þýðingar á grískri heimspeki, m.a. í merku fræðasetri í Edessa, löngu fyrir daga múslima. Mestöll Mið-Austurlönd voru orðin kristin fyrir daga Múhameðs. Jafnvel eftir að islam æddi yfir þessi lönd með sverðinu og múslimskir ráðamenn fóru, er frá leið, að sýna alvöru-fræðum áhuga, fengu þeir einmitt kristna Sýrlendinga til að þýða ýmis grísk heimspekirit úr sýrlenzku yfir á arabísku.

5. aldar dómkirkjan í Qalb Lozeh er býzönsk að byggingarlagi og til marks um öflugan kristindóm í landinu og verður sannarlega ekki tekin sem dæmi um islömsk áhrif, hvorki þar né á hámiðöldum í miðri Parísarborg!

Jón Valur Jensson, 24.4.2019 kl. 12:18

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk þér kæri Jón Valur að draga mig að landi tímaleysi mínu, með svo greinargóðum hætti svo sem þér er tamt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.4.2019 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband