90% áhugaleysi á sósíalisma

Innan við tíu prósent þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar sýnir 90 prósent áhugaleysi. Formaður Eflingar sagði kjarasamninginn, sem fékk viðskeytið lífskjör, vera vopnahlé milli sósíalísks verkalýðs og auðvaldsins.

Nei, Sólveig Anna og félagar, það er ekkert stéttastríð nema í huga ykkar. Launþegar nenna einfaldlega ekki sósíalisma.

Síðasta hrina kjarasamninga, sem verkföllum og samfélagslegu tjóni, sýnir gjaldþrot fyrirkomulags sem mótaðist fyrir meira en mannsaldri.

Verkalýðshreyfingin er fangi fortíðarkerfis  sem leyfir fámennri klíku að innheimta með þvingunum félagsgjöld af saklausum launþegum sem engan áhuga hafa á pólitísku brölti verkalýðsrekenda.

Öfgarnar í verkó og algert umboðsleysi forystunnar kallar á uppstokkun þess fyrirkomulags sem ríkir á vinnumarkaði. Afnema verður forréttindi sem verkalýðsfélög njóta með skylduaðild launþega að verkalýðsfélögum.


mbl.is „Þátttakan er allt of léleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sannleikurinn Psll

Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 17:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Töluðu líka ekki flestir verkfallsmenn ensku þegar þeir voru spurðir?

Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Formaður Eflingar og hans félagar mættu kannski nýta sinn tíma betur

í að skoða í hvað SKATTKRÓNURNAR þeirra fara í sem að fólkið er að strita fyrir?

Er formaður Eflingar t.d. sáttur við að senda lagið "hatara"

með fríðu föruneyti á sinn kostnað til Ísrael?

Eða að borga 300 millur fyrir að fá að horfa á myrkra-kvikmyndina "ófærð"?

Jón Þórhallsson, 23.4.2019 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband