Guðlaugur, einfalt líf feita þjónsins og orkupakkinn

Hlutlausir aðilar, sem eiga engra hagsmuna að gæta, fjalla um orkustefnu ESB og komast að afdráttarlausri niðurstöðu: völdin eru flutt frá aðildarríkjum til Brussel.

Ef Ísland samþykkir orkupakka 3. erum við á orðin hluti af orkusambandi ESB. Þegar Norðmenn samþykktu orkupakka 3 fyrir ári var það sagt upphátt. Á Íslandi er ekki einu sinni hvíslað um orkusamband ESB. Það er talað um orkupakka 3. eins og afmarkað lítilræði en ekki meiriháttar stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda.

Framkvæmdastjórn ESB kynnti fyrir nokkrum dögum stöðu orkusambandsins. Þar segir í niðurlagi að fyrirhugað er að orkuskattar verði hluti af orkustefnunni: ,,how energy taxation could better contribute to the EU's energy and climate policy objectives".

Er einhver umræða á íslandi um að flytja skattheimtuvald til Brussel? Nei. hér á landi höfum við utanríkisráðherra sem talar svona:

Í aldarfjórðung hafa hindranalaus viðskipti með vöru og þjónustu aukið hagsæld á Íslandi. Samningurinn um EES hefur gerbylt neytenda- og vinnuvernd og einfaldað líf Íslendinga sem stunda nám og störf innan Evrópu eða njóta þar efri áranna. Orkupakkinn er hluti af þeirri heild...

Gulli utanríkis er feiti þjóninn úr sögu Laxness sem mærir ,,einfaldað líf Íslendinga" og þakkar fyrir að útlendingar setji okkur lífsreglurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Undarlegur haugur stjórnmálin á Íslandi í dag.

Verst er að þingmenn Stjórnarflokkanna nenna ekki að kynna sér málið. Hve margir hafa t.d. lesið þær breytingar, sem munu dynja yfir okkir með Vetrarpakkanum (4. orkupakka ESB)?

Júlíus Valsson, 19.4.2019 kl. 10:59

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Furðulegur málflutningur EES andstæðinga um 3. orkupakkann er daglegt brauð á síðu Páls. Hvað sér þetta fólk, sem flest er komið af barneignaraldri, fyrir sér að gerist eftir að EES samningurinn rennur sitt skeið af því að Ísland vill fara eigin leiðir? Er enginn sem sér hvað tekur við? - Það sem helst hann varast vann ...

Einar Sveinn Hálfdánarson, 19.4.2019 kl. 13:39

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Norðmenn eru tengdir nú þegar með sæstreng til ESB landa. Í því liggur munurinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2019 kl. 14:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skír málflutningur sjálfstæðissinna um tilskipun orkupakka #3 vekur þá grunlausu af sinnuleysi um stöðu Íslands með þennan óforskammaða mannskap í ríkisstjórn. Mig undrar ekki þótt Esbésinnar reki upp stór augu þegar þeir sjá tæra þýðingu þessara orkutilskipanna,sem þeim tekst hvergi að verja þótt þeir hafi heilsíður til þess.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2019 kl. 15:15

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þingið á að fresta þessum orkupakka.  Þeir sem helst eru hlynntir honum bera fyrir sig EES samstarfssamninginn.  Sem yrði ekki ógnað með fresti, en setur allt í uppnám við samþykki.

Kolbrún Hilmars, 19.4.2019 kl. 15:54

6 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Hvaðan hafa menn það að EES samningurinn, sem er ESB annars vegar og Noregur og Ísland hins vegar lifi um langa framtíð ef Ísland bregður fæti nú fyrir Noreg? Enda eru þeir einu sem ekki hafa áhyggjur af EES samningnum EES andstæðingar hér og í Noregi.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 19.4.2019 kl. 16:32

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ef útí það er farið þá eru bæði Ísland og Noregur töluvert eldri en ESB.
Ef efnt væri til veðmáls myndi ég ekki veðja á langlífi ESB framyfir þessi tvö lönd.

Kolbrún Hilmars, 19.4.2019 kl. 19:26

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Einar Sveinn, ef þú ert enn á barneignaraldri er ljóst að þú átt enn margt ólært. Þeir sem hér láta skoðanir sínar í ljós og eru komnir af barneignaaldri tala af reynslu, það sama verður ekki sagt um þá sem yngri eru, þeir sem hafa alist upp við tölvuleiki og sjá ekki fyrir endann á excel-skjölunum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.4.2019 kl. 19:44

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er beint úr alyktun landsfundar 2018:

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.

Hvað er það sem flokksforystan les úr þessari setningu?

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2019 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband