Lýðræði - ekki auðræði; sósíalistar mótmæla

Sósíalistar mótmæltu á Austurvelli. Trú sósíalista er að stjórnvöld skapi verðmæti. Hugsunin er að ríkisvaldið sjái þegnunum fyrir framfærslu.

Sovétríkin reyndu þessa aðferð, Kúba einnig og nú síðast Venesúela. Gekk ekki og mun aldrei ganga.

Sósíalismi er annað orð yfir valdastétt sem veit allt betur. Í sósíalistaríki eru þeir fangelsaðir eða skotnir sem eru ósammála yfirstéttinni. Aumkunarvert er að fólk fari á Austurvöll til að biðja um hlekki og eymd.


mbl.is Mótmæla áfram og krefjast afsagnar Kristjáns Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kröfur um blóð án dóms og laga eða viðsnúning á sönnunarbyrði er vinsælt þema líka. Þegar að þeim kemur í slíku rettleysisríki munu þau safnast saman með spjöldin sín líka og mótmæla.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2019 kl. 11:06

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta lið sem aðhyllist þessu bulli, verður

aldrei ánægt fyrr en ALLIR hafa það 

jafn ÖMURLEGT.

Þegar því hefur verið náð, þá er ekkert til

í verslunum, heilbrigðiskerfi og aðstoð farin

fjandans til. Örbirgð, ólæti og þjófnaður daglegt brauð.

Atvinnuleysi og fólksflótti úr landi.

Nægir að minna á hamfarastjórnina sem sló

"skjaldborg um heimilin".

Aðeins rúm 10.000 manns flúðu land og áætlað

14.000 fjöldskyldur sem misstu heimilin sín í

boði þessar vinsælu stjórnar.

Deja vu....??

Af hverju er til svona mikið af fólki á Íslandi,

svona fámenn eins og við erum, sem vilja

leita í þessa vintri drauma..??

Greinlegt að eitthvað mjög alvarlegt er að í okkkar

skólum og menntun, ef þetta er útkoman..

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.12.2019 kl. 18:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ísland líkist að lokum bíflugnabúi;ein drottning og hinar sem vinna!   

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2019 kl. 19:51

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held reyndar, Sigurður, að það sé ekki svo margt fólk á Íslandi sem aðhyllist ömurleik kommúnismans. Hins vegar er það fólk sem slíkt gerir einstaklega hávært og tilbúið að norpa í kulda til að koma sínum boðskap fram. Í anda kommúnismans telur það ofbeldi réttlæta málstaðinn.

Gunnar Heiðarsson, 8.12.2019 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband