Annar Brexit sigur

Útgöngusamningur May forsætisráðherra var ekki nógu skýrt uppgjör við ESB til að breska þingið gæti samþykkt hann. Bretar vilja fullveldi sitt tilbaka og engar refjar.

Umræðan og atkvæðagreiðslan á breska þinginu sýndi starfhæft lýðræði andspænis grímulausri valdahyggju Evrópusambandsins.

Bretum var ólíft innan ESB og Brussel-valdið er einbeitt í afstöðu sinni að Bretum úrsögnina eins dýrkeypta og nokkur kostur er.

Allt ferlið frá Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 til dagsins í dag er sýnidæmi um hve hættulegt það er að leggja lag sitt við Evrópusambandið.


mbl.is Brexit-samningi May hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Breska þjóðin er algerlega klofin í þessu máli. Það er nú staðreyndin. Og það endurspeglast í þinginu: Þeir vita hvað þeir vilja ekki, en vita ekki hvað þeir vilja, eins og May sagði réttilega.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 10:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þýtt úr mayisku er; Það sem þeir vilja ekki er kúgun og valdhyggja ESB.
     Það sem þeir vilja og þrá heitt er fullveldi sitt til baka og engar refjar.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2019 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband