Katla, náttúran gera grín að Vinstri grænum

Gróðurþekja á jörðinni hefur vaxið um 7 prósent frá 1982. Heimsendaspámenn kenndir við loftslagsvá segja jörðina óbyggilega sökum aukins koltvísýrings, sem aftur er gróðri nauðsynlegur. Á Íslandi neita Vinstri grænir að sitja í ríkisstjórn nema að sett verði stopp á manngerðan koltvísýring, sem verður til við bruna á jarðefnaeldsneyti.

Vandinn er þessi: í fyrsta lagi vitum við ekki hvað er heppilegur koltvísýringur í andrúmsloftinu. Í öðru lagi vitum við ekki hver æskilegur meðalhiti á jörðinni ætti að vera. Í þriðja lagi vitum við ekki hve mikil áhrif koltvísýringur hefur á lofthita.

Til að kóróna óvissuna höfum við ekki hugmynd um hve mikið af koltvísýringi verður til í náttúrulegum ferlum, sem við höfum enga stjórn á, t.d. eldvirkni. 

Í athugasemd við færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar skrifar Vilhjálmur Þór Bjarnason: 

Til að setja þetta gríðarlega magn [koltvísýrings úr Kötlu] í samhengi þá eru þetta allt að 7,3 miljón tonn á ári samanborið við heildarlosun íslands á CO2 (ígildi) var 4,7 miljón tonn 2016. Ekki satt?

Enginn andmælir útreikningi Vilhjálms Þórs. Ef útreikningurinn er svo mikið sem nálægt því að vera réttur sýnir hann algert tilgangsleysi allra tillagna Vinstri grænna og vásinna um að draga úr manngerðum koltvísýringi.

Tillögur Vinstri grænna eru brandari sem náttúran afhjúpar. Þegar fólk fattar grínið er úti um fylgi Vinstri grænna.


mbl.is Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Magn CO2 í sandrúmsloftinu hefur ekki verið lægri á jörðinni í 600 milljón ár.

Svo hvað er hæfilegt magn? Og hvað er rétt histastig jarðar?

Halldór Jónsson, 23.9.2018 kl. 13:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Talið er að jarðarkúlan sé hátt í 5 milljarða ára gömul.  Við þykjumst vita að fyrir milljónum ára þrifust hér stórar skepnur eins og risaeðlurnar eins og steingervingar sanna.  Líka þykir sannað að landið  hafi upphaflega aðeins verið eitt, Pangaea, en rekið sundur í náttúruhamförum.  Margir telja líka að mannkyn og vitsmunalíf hafi þrifist vel fyrir síðustu ísöld, jafnvel háþróaðra en nú, en nær þurrkast út í kuldanum og sjávarflóðunum sem fylgdu svo hlýnun eftir ísöld.  Þá erum við að tala um loftslagsbreytingar sem stóðu yfir í amk tugþúsundir ára.  Fræðingar nútímans gera þau mistök að horfa of skammt aftur í tímann.  Raunin er sú að við núlifandi vitum eiginlega ekki neitt um fortíðina, eða hvað veldur hverju, hvar og hvers vegna.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2018 kl. 16:20

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki veit ég hvaðan Halldór Jónsson hefur þessar upplýsingar um CO2.

Hér er hins vegar hluti af fróðlegum fyrirlestri J.P. Steffensen þar sem hann fjallar um þessi mál en þar kemur fram að loftslagsbreytingar eru mjög flókið fyrirbrigði.

Það er t.d. mjög athyglisverð sú ábending hans að hækkun á CO2 í andrúmslofti geti verið afleiðing en ekki orsök loftslagsbreytinga.

Einnig að lofthitinn á jörðinni í 800 þús. ár hefur aldrei verið eins stöðugur og síðustu 11 þús. árin:                2 30:58 2011 okt 4_Science & Cocktails_Jørgen Peder Steffensen2 Christiania TV 2009-2013                                                          

Hörður Þormar, 23.9.2018 kl. 18:59

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hörður, maður þarf að vera verulega "treggáfaður" til að trúa á "heimsenda" trúarbrögðin. Hvort sem þau auglýsa "jólasveininn" eða "maðurinn rekur of mikið við".

Vandi allra Háskóla í dag, er að þeir gefa út "bull" einkanir. Menn eru með "philosophy" einkanir, án þess að hafa snefil af því sem krefst ... til að vera "philosoph". Það fyrsta, er að efast um allt ... meira að segja "sjálfið". Í staðinn hallast menn að trúarbrögðum ...

"The universe is expanding", þarf af leiðandi kólnar hann ... Risaeðlurnar lifðu hér áður, og geta einungis hafa lifað hér undir geigvænlegum kringumstæðum sem ekki eru og verða aldrei aftur til staðar.

Allar hamfarir jarðarinnar, skapast af "utanaðkomandi" kringumstæðum, þar sem "Mammútar" hafa frosið við að éta ... littla Ísöld, stóra Ísöld ... í kólnandi veröld.

Er mönnum allt í einu orðið svo annt um að "frjósa á pungnum" að þeir vilja banna öðrum að ilja sér?

Að lifa á "ÌS"landi og láta sér virkilega detta í hug, þessi firra ... er maður ekki með fulla tvo.

Örn Einar Hansen, 23.9.2018 kl. 20:15

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef ekki orðið var við annað en að Sjálfstæðisfl. og Framókn séu samstíga Vg í þessum áætlunum.

Sigurjón Þórðarson, 23.9.2018 kl. 20:44

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, náttúran tekur auðvitað mjög einarða afstöðu í íslenskri flokkapólitík.

Og vitanlega kemur öll losun koltvísýrings í heiminum frá Íslandi, eins og lógíkin að ofan gerir bersýnilega ráð fyrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2018 kl. 21:07

7 Smámynd: Hörður Þormar

Ég vil benda á að Bragi Árnason, efnafræðiprófessor, ("vetnis Bragi") kom fram með hugmynd um að gera Ísland sjálfbært með alla orku. Hann sá fyrir sér að öll samgöngutæki, bæði á sjó og landi, yrðu knúin með innlendri orku og það sama gilti um fiskveiðiflotann.

Þessi hugmynd hans kom fram í olíukreppunni á áttunda áratug síðustu aldar, löngu áður en farið var að tala um gróðurhúsaáhrif af völdum CO2.

Hörður Þormar, 23.9.2018 kl. 21:31

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst raunar merkilegt hvað örþjóð eins og Íslendingar, sem eru aðeins 0,005 prósent jarðarbúa, slaga hátt í Kötlugos samkvæmt þessum tölum. 

Ómar Ragnarsson, 23.9.2018 kl. 22:34

9 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Takið eftir !! Það eru allir hættir að tala um hið storhættulega si stækkandi  gat i osonlaginu !! Af hverju skyldi það vera ???

Lárus Ingi Guðmundsson, 23.9.2018 kl. 22:45

10 Smámynd: Hörður Þormar

Lárus Ingi. Góð spurning.

Svarið er að götin í ósonlaginu hafa minnkað eftir að notkun á freóni og öðrum ósoneyðandi efnum hefur verið bönnuð. 

Hörður Þormar, 23.9.2018 kl. 23:10

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað hafa menn fyrir sér í því að gatið hafi minnkað í ósonlaginu á suðurhveli jarðar?  Bullið sem menn leyfa sér að henda fram er makalaust. Eitt skitið "komment" segir ekkert um gatið í ósonlaginu. Freon hefur ekki verið bannað. Það er einungis hægt að fá það keypt í þriggja lítra einnota kútum, í stað mun stærri pakkninga áður fyrr. Freon er ennþá einn mest notaði kælimiðill veraldar, aðeins afhentur í minni pakkningum í dag en áður. 

 "Að slaga hátt í Kötlugos" í kolefnislosun er enn eitt kjaftæðisinnslagið frá manni sem ég met mikils. Einhver heldur lepp fyrir auga einhvers, í þessari umræðu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.9.2018 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband