Góð tilraun - takk

Ísland átti möguleika að komast áfram fram á 90 mínútu síðasta leiks riðlakeppninnar. Það er harla gott. 

Leikurinn gegn Króatíu var mun betri en gegn Nígeríu. Meira hugsað um að flytja liðið upp völlinn þó að langspyrnur og löng innköst væru staðalvopn eins og fyrri daginn.

Setja má taktískar spurningar við sum atriði. Birkir var orðinn lúinn á 65 mín. og Albert hefði mátt koma inn á fyrr. Og svo reynir maður ekki að sóla 15 metra frá eigin teig. En taktísk atriði falla með manni og stundum á móti.

Á heildina litið stóð landsliðið okkar sig með sóma. 

Takk fyrir mig.


mbl.is Ísland úr leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð, trú og menn

Maðurinn er trúarvera. Öll heimsins trúarbrögð eru handverk mannsins. Tilgangur trúarbragða er að útskýra tilvist mannsins og réttlæta siðaboðskap.

Vísindi geta útskýrt tilvist mannsins en með engu móti réttlætt tiltekinn siðaboðskap. 

Trú verður áfram miðlæg meðal manna. Trúarbrögð í hefðbundnum skilningi, og guð þar með, nokkuð víkjandi.  


mbl.is Kallar Guð „heimskan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti og frumsyndin

Íslenska knattspyrnulandsliðið er þegar búið að sanna sig. Það spilaði sig inn á stærsta knattspyrnumót Evrópu fyrir tveim árum og eru núna á heimsmeistaramótinu. Stórþjóðir í íþróttinni, Evrópumeistarar Hollendinga og heimsmeistarar Ítala, sitja heima. En Ísland er í Rússlandi.

Jafntefli gegn Argentínu í upphafsleiknum lofaði góðu en tap gegn Nígeríu gerði horfurnar á framhaldslífi eftir riðlakeppnina heldur dökkar - en hvergi nærri útilokaðar.

Englendingar gera gott mót það sem af er. Dálkahöfundur í bresku útgáfunni Telegraph segir það vandræðalegt ef England yrði heimsmeistari. Enska þjóðarstoltið yrði svo yfirþyrmandi. En, segir dálkahöfundurinn, þjóðarstolt er ekki frumsyndin. Það má finna til þjóðarstolts án þess að skammast sín.

Íslendingar eru stoltir að vera meðal þeirra bestu í vinsælustu íþróttagrein veraldar. Og frumsyndin er ekki þjóðarstolt heldur drambið að gera uppreisn gegn lögmálinu. Í fótbolta er lögmálið þetta: sigur gefur þrjú stig. Við þurfum þau í dag og helst umframmörk. Svo sjáum við hvað setur með stóískri ró og hógværð. 


mbl.is Án sigurs í síðustu sex leikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband