Fullveldisdagurinn mikilvægari en 17. júní

Fullveldið 1. desember 1918 er stærri áfangi í sjálfstæðisbaráttunni en lýðveldisstofnunin 17. júní 1944. Með fullveldinu náðust fram allar kröfur Jóns Sigurðssonar, sem hann setti fram í tímamótagrein, Hugvekja til Íslendinga árið 1848.

Með fullveldinu fékkst viðurkennt að Ísland væri aðeins í konungssambandi við Danmörku en ekki undirsett dönsku stjórnsýslunni.

Ísland fékk fullveldi, ekki vegna örlæti Dana, heldur af tveim ástæðum öðrum. Í fyrsta lagi stóð meginhluti þjóðarinnar fast á kröfunni um fullveldi í áratugi. Í öðru lagi sköpuðust þær aðstæður í lok fyrri heimsstyrjaldar að Danir töldu sig eiga réttmæta kröfu um að hirða lönd af Þjóðverjum sem þeir töpuðu í stríðinu 1864. Þessi lönd, Slésvík, voru byggð Dönum. Þjóðríkjareglan er Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti setti fram í lok fyrra stríðs kvað á um að þjóðir ættu kröfu á ríki.

Danir ákváðu sumarið 1918 að veita Íslendingum fullveldi til að standa betur að víg í fyrirsjáanlegum friðarsamningum eftir lok fyrra stríðs. Það gekk eftir. Á grundvelli þjóðríkjareglunnar fékk Ísland fullveldi og Danir dönskumælandi Þjóðverja, ásamt nyrstu héruðum Slésvíkur.

(Innan sviga er þess að geta að þegar Danir töpuðu Slésvík í hendur Þjóðverja 1864 var uppi hugmynd í Kaupmannahöfn að bjóða Þjóðverjum Ísland en fá í staðinn Slésvíkurlönd. Segir okkur að ekki er trútt að láta öðrum fullveldi sitt).

Þegar Ísland stofnaði lýðveldi, í enn öðru stríði, heimsstríðinu seinna, var stofndagur fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. En stærsti sigurinn vannst 1918. Við ættum að gera 1. desember að frídegi.


mbl.is Miðflokkurinn vill bæta við frídegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðhátíðardagur ammerikana er fullveldisdagurinn. Ökkar þjóðhátíðardagur er aðeins afmælisdagur þess sem við teljum stærstu frelsishetjuna. Hann markar engin söguleg tímamót önnur. Hentugur af því hann er að sumri til en annað ekki.

Auðvitað á fullveldisdagurinn að vera hinn eiginlegi þjóðhátíðardagur með fánaborgum og ættjarðarrómantík, þó ekki væri nema til að skemmta Eiríki Bergmann. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2018 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband