Stundarhroki - fjölmiðlar eru ekki lýðræðið

Stundin og Reykjavík Media telja sig handhafa lýðræðisins á Íslandi. Það er misskilningur. Lýðræðið er tvennt. Í fyrsta lagi virðing fyrir meginreglum, s.s. mannréttindum og tjáningarfrelsi. Í öðru lagi er lýðræðið stjórnskipun, formreglur um valdaskiptingu og hvernig deilumál skuli útkljáð.

Í deilu Stundarinnar/Reykjavík Media við þrotabú Glitnis er tekist á um mörk mannréttinda (persónuverndar) og tjáningarfrelsis. Dómstólar úrskurða um deiluefnið.

Í nafni tjáningarfrelsis ráðast Reykjavík Media, þá í samstarfi við RÚV, á æru manna, t.d. Kára Arnór Árnason, án þess að hafa nokkur gögn í höndunum sem styðja ásakanir. Ef við látum fjölmiðla um að ákveða hvað skuli birt og hvað ekki er hætt við að mannréttindi eins og persónuvernd færu fyrir lítið.

Deila Stundarinnar/Reykjavík Media við þrotabú Glitnis snýst um bankaupplýsingar mörg hundruð Íslendinga.

Upplýsingarnar varða bankaviðskipti fyrir meira en tíu árum. Stundin/Reykjavík Media láta eins og himinn og jörð farist ef þessar upplýsingar birtist ekki strax. Tíu ára gömul frétt er úldin og skemmist ekki meira við þann tíma sem tekur dómstóla að finna úrlausn á deiluefninu.


mbl.is „Óboðlegt íslensku lýðræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Væntanlega er ætlunin að birta nýjar fréttir en ekki tíu ára gamlar fréttir.

Og undirritaður hélt að það hefði verið niðurstaða héraðsdóms að þessar nýju fréttir ættu erindi við almenning.

Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 17:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst undarlegt í allri þessari hysteríu um "fjölmiðlafrelsi" að það þyki sjálfsagt að opinberar persónur svokallaðar afsali sér sjálfkrafa grundvallar mannréttindum um persónuvernd og friðhelgi. Það er að verða viðtekið sem einhverskonar norm þótt engin lög leyfi slíka mismunun. Enn undarlegra er að sumar þessara opinberu persóna telja þetta sjálfsagt lika og þetta "frelsi" sé jafnvel ótakmarkað afturvirkt til þeirra tíma að persónan gengdi ekki opinberum störfum.

Bankaleynd á að halda, hver sem á í hlut, nema að lögregla hafi grun um glæpsamlegar athafnir og þá ætti lögreglan ein að geta skoðað gögn undir eið þagmælsku sem varði við lög.

Uppljostrarar eru eltir út í öll heimshorn, en komist upplýsingar þeirra í hendur svokallaðra blaðamanna þá er allt leyfilegt, jafnvel þótt eina markmið uppljóstrara sé að koma upplýsingum á framfæri við þá.

Blaðamenn eru ekki lögregla né ofar lögum, mannréttindum og stjórnarskrá.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2018 kl. 18:41

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ósköp var þetta nú barnalegt innlegg hjá þér Jón Steinar. Eða naivt öllu heldur, nema hvort tveggju sé tongue-out

Hér var búinn til dauðalisti í gjaldþrota bönkum og svo var pólitískur saksóknari skipaður til að fella niður sakamál á hendur gæðingum en aðrir látnir taka skellinn fyrir hina.

En þetta er búið og gert og aðeins eftir að pakka saman Glitnis gögnunum og passa að almenningur fái ekki meir að vita um siðlaus viðskipti erfðaprinsins í Engeyjarmafíunni.  Bankaleynd my ass!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2018 kl. 21:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Jóhannes Laxdal!Er nú að byrja ný rennibraut af uppryfjunum frá fyrstu eftirhrunsárunu. Hver bjó til dauðalista og hver réði "sérstakann"? Tíu ára gamlar fréttir er átakanlegt að ryfja upp og eru greinilega erfiðastar fyrir Samfó sem missti af öllu ESB,silfrinu. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2018 kl. 22:49

5 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Er það svo að einhver ehf úti í bæ geti leigt sér þjófa og nýtt þýfið að vild sinni, bara ef þetta ehf telur sig vera flölmiðil ?

Og að þjófurinn hafi lögvarða nafnleynd og friðhelgi, meðan sá sem stolið er frá er réttlaus ?

Hvað verður næst ?  Hvenær finna þessir snillingar góðan hakkara sem getur brotist inn í sjúkraskrár ?

Þórhallur Pálsson, 15.2.2018 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband