Þórdís trompar Gulla - hvað gerir Bjarni?

Þriðja orkupakka ESB verður frestað til vors, sagði Guðlaugur Þór utanríkisráðherra í gær. Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra trompar Gulla í dag; frestum pakkanum til hausts 2019.

Samkeppni sjálfstæðisráðherranna um frestun á innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslensk lög staðfestir það sem augljóst er af umræðunni. ESB-sinnar, bæði þeir sem koma fram undir nafni og kennitölu og laumusinnar, töpuðu umræðunni um hvort færa skuli yfirráðin yfir íslenskri raforku til Brussel.

Bjarni Benediktsson formaður yrði maður að meiri að lýsa því yfir að þriðji orkupakkinn verður ekki leiddur í íslensk lög með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Þá væri málið dautt.Á afmælisdegi Jónasar er við hæfi að afþakka vonda útlenska pakka. Flokkur sjálfstæðis stæði betur undir nafni. 

 


mbl.is Útilokar ekki frekari frestun orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: VOD

Spurning hvaða áhrif þetta hefur. Það er augljóst að miklar breytingar munu eiga sér stað á þessu tímabili, þá aðallega Brexit og kosningar Evrópuþingsins þar sem líklegt er að samþjöppunarsinnar tapi mönnum. Þessar frestanir taka örugglega mið af þessum tveimur "dagsetningum".

Vonandi komum við okkur út úr þessu kjaftæði.

VOD, 16.11.2018 kl. 12:55

2 Smámynd: rhansen

Sjallar meiga vara sig , Að ætla samþykkja ORUPAKKANN myndi tæta af þeim fylgið !

rhansen, 16.11.2018 kl. 13:24

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Heir! Heir! Koma svo Íslendingar!

Júlíus Valsson, 16.11.2018 kl. 17:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Júlíus ég er viss um það! Við eigum svo mikla möguleika hér.
Sjáið hvað landsbyggðafólk er hugmyndaríkt,svo sátt við að komast af og geta átt upphituð híbýli,stunda ræktun grænmetis og búfénaðs.Ekki er svo ýkja langt síðan við kynntum húsin með olíu. Það þarf að vinna að því að styrkja landsbyggðina og gera það hagkvæmar að búa þar. Ísland gæti séð sér farborða þótt dragi úr innflutningi. Afhverju eru nær allir Íslendingar erlendis með heimþrá,? Eg þekki urmul af þeim. Já koma svo Íslendingar!  

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2018 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband