Ríkisstjórnin stærri en stjórnarflokkarnir

Stjórnarflokkarnir þrír mælast samtals með um 54 prósent fylgi en ríkisstjórnin nýtur nær 75 prósent stuðnings. Það segir okkur að þjóðin telur ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá bestu mögulegu við núverandi aðstæður.

Skýringin á yfirburðafylgi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri staðreynd að þjóðin er þreytt á viðvarandi stjórnarkreppu eftir hrun og vill stöðugleika í landsstjórninni.

Traustur stuðningur við ríkisstjórnina gerir stjórninni kleift að takast á við stærstu prófraunina hingað til, sem er að sigla kjarasamningum í höfn í vetur.


mbl.is Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Katrín og Bjarni eru heldur ekki upphlaupsfólk og gætu því staðist þá prófraun. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2017 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband