Stóra launaleiðréttingin eftir áramót

Verkalýðsfélög tala ekki lengur um kauphækkun heldur ,,launaleiðréttingu." Þá er átt við að laun einhvers hóps launþega þurfi að leiðrétta, þ.e. hækka, miðað við aðra hópa.

Rökleg niðurstaða þessarar gerðar af kjarabaráttu er að allar starfsstéttir eigi að hafa í laun eitthvað hlutfall af launum annarra. Til að það geti orðið samningagrundvöllur verður að raða öllum störfum í gagnsæja launaflokka svo hægt sé að gera samanburð.

Önnur leið að sama marki er að gera launavísitölu atvinnugreina. Starfsstéttir innan hverrar atvinnugreinar tækju mið af afkomu greinarinnar í heild. Opinberir starfsmenn gætu t.d. fengið laun skv. meðaltalsþróun launavísitölu annarra atvinnugreina. Stór fyrirtæki eins og Icelandair gætu verið með sína eigin launavísitölu.

Það er ekki heppilegt að frumskógarlögmálið ráði ferðinni þegar stóra ,,launaleiðréttingin" margra starfsstétta stendur fyrir dyrum eftir áramót.


mbl.is Komust langleiðina með leiðréttinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Þú vilt þá væntanlega leggja niður Kjararáð og þeir sem heyri undir það fái viðmiðun við launaþróun annara atvinnugreina?

Jón Páll Garðarsson, 19.12.2017 kl. 13:20

2 Smámynd: Hrossabrestur

Páll, það þýðir ekkert að koma með svona skynsamlegar og einfaldar lausnir á annars frekar einföldu vandamáli, þegar pólítíkusar og hagsmunaðilar eru búnir að setja fingraför sín á hlutina er flækjustigið komið til andskotans. 

Hrossabrestur, 19.12.2017 kl. 13:22

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Er ekki einfaldast að að láta staðar numið og frysta "launabilið" hér og nú. Hafa ekki allar starfstéttir fengið "launaleiðréttingu" nú þegar og sumar jafnvel tvisvar.

Ragnhildur Kolka, 19.12.2017 kl. 15:22

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ALLIR GETA farið í verkfall nema sveltandi gamalt og veikt fólk og einstæðir foreldrar. þar eru feður ekki undanskildir.

 það er eitt ráð fyrir þá sem ungir eru í dag-- farið í nám- hvað sem það kostar aðra- lærið og finnið að fátækt og rettindaleysi vinnandi fólks er böl.

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.12.2017 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband