Dómsmorð RÚV er aðför að réttarríkinu

Lögmæt yfirvöld á Íslandi s.s. lögregla, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri eða jafnvel umboðsmaður alþingis sáu enga ástæðu til að rannsaka fjármál hjónanna Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. En RÚV bæði ákærði og dæmdi hjónin sek og knúði fram afsögn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra.

Það heitir dómsmorð þegar saklausir eru dæmdir fyrir glæpi sem þeir drýgðu ekki.

Blaðamenn breska blaðsins Guardian höfðu undir höndum sömu gögn um Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu og RÚV, Panama-skjölin. Í frétt Guardian frá 3. apríl í ár segir

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum, undabrögðum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris. (The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

RÚV bjó til sekt úr sakleysi með því að höfða mál fyrir dómstóli götunnar og efndi til mótmæla 4. apríl í beinni útsendingu af Austurvelli.

RÚV stundaði ekki fréttaflutning af málum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Hér var um að ræða hannaða atburðarás þar sem öll viðurkennd vinnubrögð hlutlægrar fréttamennsku voru brotin til að sýna fram á að sakleysi væri sekt.

Dómsmorði RÚV er ekki hægt að áfrýja. Engin rannsókn fer fram á vinnubrögðum RÚV þrátt fyrir að það hrikti í stoðum réttarríkisins þegar RÚV fremur óhæfuverk.

 


mbl.is Fer fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við þetta má svo bæta:

UMSÁTUR DDRÚV UM SEÐLABANKANN

(búsáhalda?) BYLTINGARÁRÓÐUR DDRÚV

HETTUKLÆDD KOSNINGAVAKA DDRÚV GEGN LÝÐRÆÐINU

ICESAVE DDRÚV I + II + III GEGN ÞJÓÐINNI

SAMHERJUN DDRÚV á SJÁVARÚTVEG

PLATESTÍNA DDRÚV

HATUR DDRÚV Á BANDARÍKJUNUM OG REPÚBLIKÖNUM

EVRÓPUSAMBANDSÁRÓÐUR DDRÚV

FINNSKA LEIÐ DDRÚV OG JÓHÖNNU

ESB-STYRKJASUKKSÁRÓÐUR DDRÚV

DDRÚV MÁLPÍPA VINSTRISTJÓRNAR

FÍASKÓ-GREINING DDRÚV Á FJÁRMÁLABÓLUNNI

FÍASKÓ-GREINING DDRÚV Á MYNTBANDALAGINU (EMU)

FÍASKÓ-GREINING DDRÚV Á EVRÓPUSAMBANDINU

KOSNINGAANDVAKA DDRÚV GEGN FORSETA

STJÓRNARSKRÁRMÁL DDRÚV GEGN ÞJÓÐINNI

Fari þessi stofnunarlíkkista DDRÚV til fjandans

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.12.2016 kl. 11:02

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jónas frá Hriflu krafsaði sig út úr Kleppsmálinu, Hermann Jónasson fór eins að í Kollumálinu og Steingrímur Hermannson náði sér á strik eftir Grænubaunamálið.

Aldrei kvörtuðu þeir yfir aðför fjölmiðla.

Færsluritari fullyrðir að RUV hafi efnt til mótmælanna, er hann með einhver nöfn sem sendu út fundarboðið?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.12.2016 kl. 11:10

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er athyglisvert að sjá að alveg eins og helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum reyndu allt sem þeir gátu til að níða skóinn af Donald Trump þannig hafa íslenskir fjölmiðlar, með RUV í broddi fylkingar lagt sig alla fram við að níða skóinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Svo erum við nauðbeygð til að halda þessu lélega apparati gangandi með peningum okkar.  Þvílík skömm, þvílík niðurlæging og virðingarleysi gagnvart því fólki sem vill hlutlausar og réttan fréttaflutning að þurfa að hlusta á persónulegan áróður einstakra fréttamanna sem nota aðstöðu sína sér og sínum skoðunum til framdráttar, en SDG er ekki eina fréttaefnið sem þessir einstaklingar beita sér gegn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.12.2016 kl. 11:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þorsteinn, var einhver ósvífin sérstök aðför fjölmiðla að þessum löngu liðnu stjórnmálamönnum sem þú nefnir? Eða hvað sérð þú sameiginlegt með þeim og vinnubrögðum ríkisrekna miðilsins í dag?  Þeir óska eftir viðtali við forsætisráðherra Íslands á rammfölskum forsendum? Ég get sagt þér að á þeim tíma sem Jónas,Hermann og Steingrímur (allir Framsóknarmenn) voru virkir í stjórnmálum,voru það málgögn flokkanna sem gagnrýndu og fjölluðu mest um þau mál,ríkisfjölmiðill sagði fréttir þá,eftir því sem ég best veit og man.    

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2016 kl. 13:30

5 Smámynd: halkatla

Þú dómsmyrðir mig nú bara með þessu bulli ;)

halkatla, 29.12.2016 kl. 16:37

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kosning til hádegis á morgun 30. 12. 2016:

http://www.ruv.is/frett/kosning-madur-arsins-2016

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.12.2016 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband