RÚV er ekki með nein gögn, en vantar svar við lykilspurningum

RÚV/Reykjavík Media lagði aldrei fram nein gögn um Wintris-málið. Í viðtali við mbl.is þann 14. júlí sl. kemur eftirfarandi fram:

Reykja­vík Media hef­ur ekki af­hent nein gögn úr Pana­maskjöl­un­um. Þetta staðfest­ir Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son, rit­stjóri Reykja­vík Media, í sam­tali við mbl.is.

Í umfjöllun mbl.is kemur einnig fram að lögmaður RÚV/Reykjavík Media segir ,,ómögulegt" að afhenda gögn því þau séu ekki handbær.

Engu að síður segir RÚV/Reykjavík Media að ákveðnum ,,lykilspurningum" sé ósvarað. En þessar lykilspurningar hljóta að vera reistar á gögnum - því annars væri engum spurningum til að dreifa.

RÚV/Reykjavík Media nefna ekki einu orði út á hvað þessar lykilspurningar ganga. Enda eru engin fyrirliggjandi gögn - samkvæmt játningu Jóhannesar og lögmanns RÚV/Reykjavík Media.

RÚV/Reykjavík Media eru með öðrum orðum ekki með neitt í höndunum til að réttlæta áróðursherferðina gegn Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu. Þetta heitir á íslensku faglegt og siðferðilegt gjaldþrot.


mbl.is Lykilspurningum aldrei svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér er svo höfundi snýtt rækilega af starfsfólki RÚV; þið munið, þessu vonda "góða" fólki sem dirfist að hafa aðrar skoðanir á samfélaginu en höfundur og hinir í Flugvallarsamsóknarbrotinu. 

Sjá hér:https://www.facebook.com/kastljos/posts/977740969039291

Ágæti höfundur, vantar þig pappír.... ?

 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 15:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi "linkur" sem Sigfús Ómar bendir á, segir ekki nokkurn skapaðan hlut og staðfestir það að Kastljósumfjöllunin byggði ekki á neinum gögnum heldur hugarburði og "Vinstri Hjörðin" ætlar að hanga á því eins og hundur á roði.

Jóhann Elíasson, 27.8.2016 kl. 16:51

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jóhann hinn lýðræðislegi, hvaða hjörð fylgir þú ?

Nei, þá man ég, Jóhann svara bara þeim sem eru honum sammála....

Hinir eru vont "gott fólk"....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 17:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús Ómar, gleymdir þú að taka lyfin þín í morgun?  Og getur þú ekki með nokkru móti sagt hvers vegna þú varst að setja þennan handónýta "link" inn sem heimild?

Jóhann Elíasson, 27.8.2016 kl. 18:13

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jóhann Elíason, þú ert ekki svaraverður að mínu mati. Aðilar sem spýja slíkri eimyrju yfir mann og annan, líkt má lesa í þínu svari hér og annarsstaðar segja oft meira um þann sem kýs að pára þannig.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 20:05

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru sumir hörundsárir í dag og reyna líka að kjafta sig út úr rugli? cool

Jóhann Elíasson, 27.8.2016 kl. 20:17

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Helgi, Þóra og Jóhannes eru í verulega slæmum málum sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2016 kl. 20:23

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er tengill á gögn sem svara þeim lykilspurningum sem máli skipta í þessu samhengi. Þ.e.a.s. heimasíðu með frásögn mannsins sjálfs:

http://sigmundurdavid.is/hvad-snyr-upp-og-nidur/

Meðal þess sem þar kemur fram er að þau hjónin eigi félagið Wintris sem sé meðal kröfuhafa föllnu bankanna. Síðuhöfundur virðist hér hinsvegar reyna að gefa í skyn að sú frásögn forsætisráðherrans fyrrverandi sem þar kemur fram eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Þegar tiltekinn maður hefur sýnt af sér að minnsta kosti þann manndóm, að viðurkenna ýmsa hluti sem eru honum ekki beinlínis hagfelldir og jafnvel óheppilegir, þá er nú frekar ósanngjarnt að saka hann í ofanálag um að vera að ljúga upp á sjálfan sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2016 kl. 21:08

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heimir, kanntu annan ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 21:36

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sniðug athugasemd, Guðmundur, bæði lævís og undirförul. Enginn hefur neitað tilvist Wintris. Vandinn er sá að RÚV segist ekki vera með nein gögn en samt sé ,,lykilspurningum" ósvarað. Ef öll gögn Wintris eru á heimasíðu Sigmundar Davíðs ætti öllum spurningum að vera svarað. Svörin hljóta að liggja í gögnunum. Eða ertu ekki læs?

Páll Vilhjálmsson, 27.8.2016 kl. 22:27

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mikið avakalaega kann höfundur að vera bókstaflegur. Það sjá allir og vita hvað átt var við með því orðalagi að RVKmedia ætti ekki gögnin/hefðu þau ekki undir höndum. En menntaði blaðamaðurinn, höfundur tekur það jafn bókstaflega og keisarinn sem hélt að hann væri fötum. Allir sem sáu að keisrarinn var nakinn. Kannski er höfundi líka kalt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.8.2016 kl. 22:31

12 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Sigfús Ómar Höskuldsson. Skemmtilegra ef þú rökræðir málefnið. Það má lika benda þessa bloggfærslu: gudbjornj.blog.is um Wintris-málið. 

Jörundur Þórðarson, 28.8.2016 kl. 00:28

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Páll. Þú getur trútt um talað, þegar kemur að lævísis og undirferli.

Svörin við lykilspurningunum liggja í þeim svörum sem forsætisráðherran fyrrverandi veitti sjálfur. Það eru þau gögn sem ég er að vísa í. Skriflegar og munnlegar yfirlýsingar málsaðila eru nefninlega líka gögn og hafa sem slík sönnungargildi, jafnvel meira sönnungargildi en ella þar sem þau koma frá aðilanum sjálfum en ekki einhverjum öðrum. Ég sé enga ástæðu til að rengja þann framburð fyrrverandi forsætisráðherra sem hann skjalfesti þannig sjálfur, bæði í upphaflega viðtalinu sem tekið var í ráðherrabústaðnum sem og í löngu máli á sinni eigin heimasíðu. Þar játaði hann því ítrekað og gerði grein fyrir því hvernig félagið Wintris varð til, hvernig það tengist honum sjálfum, og að það sé meðal kröfuhafa á slitabú föllnu bankanna. Þetta eru þau svör við lykilspurningum sem skipta máli.

Afhverju í veröldinni ætti hann að vera að ljúga þessu upp á sjálfan sig?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2016 kl. 01:11

14 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hann hefur margoft verið spurður út í hvernig og hvenær krafan varð til, fyrir eða eftir hrun. Ég man ekki eftir að þeirri spurningu hafi verið svarað.

Jón Páll Garðarsson, 28.8.2016 kl. 06:41

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón Páll, hvernig gat krafan orðið til fyrir hrun? Auðvitað varð hún til eftir hrunið, þó sannarlega ástæða þess að þessi krafa varð til hafi verið vegna eignar í hrunbanka áður en bankarnir féllu. Þetta hefur marg oft komið fram.

Eftir stendur að fréttastofa nefnir ekki hver þessi lykilspurning var, svo erfitt er að átta sig á hvort svar við henni hefur komið fram,í öllum þeim gögnum sem þau hjón hafa lagt fram.

Eftir stendur að fréttastofa lét fjármagnsöflin plata sig. Það er eðlilegt að einkareknir fjölmiðlar og einstaka ómenntaður "fréttamaður" láti glepjast af gylliboðum fjármagnsaflanna og vinni verk þeirra. Fréttastofa ruv gerir þetta hins vegar af einskærri andúð á persónu SDG.

Í svarbréfi ruv við staðreyndunum sem Anna Sigurlaug leggur fram, þá viðurkennir fréttastofan að þessar athugasemdir hafi komið fram, áður en þátturinn var sýndur. Ekki var í einu orði nefnt í þeim kastljósþætti á þær athugasemdir, jafnvel þó þar hafi vantað svar við einhverri ímyndaðri lykilspurningu.

Allt frá upphafi stofnunnar félags Önnu Sigurlaugar hafa staðreyndir málsins legið fyrir. Allann tímann hafa skattayfirvöld vitað af tilvist félagsins og þeim eignum sem Anna átti þar. Allann tímann hefur almenningi verið ljóst, gegnum opinberun á álagningu skatta, að Anna átti verulegar eignir erlendis. Eftir að málið kom upp, hafa þau hjón marg bent á þetta, en málpípur fjármagnsaflanna hafa haft betur í áróðrinum.

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hefur fjármagnsöflunum tekist að hæða þjóðina og gera hana sér svo undirgefna að henni er fyrirmunað að horfa til staðreynda.

Þjóðin flykkir sér að baki kvölurum sínum!!

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2016 kl. 07:16

16 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Nú segjast þau hafa tapað gríðarlegum peningum við uppgjör kröfunnar. Hafa þau svarað þeirri spurningu hvað var greitt fyrir kröfuna? Þau hafa sýnt einhverja pappíra þar sem eignir eru gefnar upp til skatts, en ég man ekki eftir að þau hafi fríað sig með að leggja fram afrit af kaupum á kröfunni.

Jón Páll Garðarsson, 28.8.2016 kl. 07:37

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig geta þau lagt fram afrit af kaupum sem ekki áttu sér stað, Jón Páll?

Krafan var aldrei keypt, hún myndaðist vegna eigna innan banka sem féll í hruninu, svona eins og fjölmargir íslendingar lentu í.

Flestir voru þó ekki að tapa stærri upphæð en svo að ekki var talinn ástæða til að leggja fram kröfur á búið, en þeir sem voru að tapa þarna verulegum upphæðum, lögðu að sjálfsögðu fram kröfu. Í þeim hópi var Anna Sigurlaug, en á þeim tíma var SDG ekki farinn að skipta sér af íslenskum stjórnmálum. Hitt er öruggt, að margir sem voru í stjórnmálum á þeim tíma og eru jafnvel enn, áttu slíkar kröfur.

Svo voru auðvitað þeir sem áttu mjög miklar kröfur, en flestir þeirra seldu þær til erlendra verðbréfasjóða, svokallaðra hrægammasjóða, sem hafa náð þvílíku taki á íslenskri þjóð að hún sér ekki lengur mun á réttu og röngu, lætur bara teyma sig á asnaeyrunum!

Sjálfur tapaði ég beint, vegna eigna í banka, rúmlega einni milljón króna. Þetta var verulegt áfall fyrir mig, enda nokkuð stór hluti sparnaðarins sem ég átti. Þegar ég mætti í minn nýja viðskiptabanka, reistann á rústum þess gamla, var mér gerð grein fyrir að hægt væri að leggja fram kröfu á þrotabúið, en það væri þó með öllu tilgangslaust, þar sem um svo lága upphæð væri að ræða. Þetta fé væri mér tapað að fullu. Það myndi bara verða enn meiri kostnaður fyrir mig að halda málinu til streitu.

Eftir á að hyggja, hefði ég auðvitað átt að halda málinu opnu. Þá hefði ég fengið titil kröfuhafa og hugsanlega fengið eitthvað af þessum peningum til baka. Þá ákvörðun varð ég að taka á örfáum mínútum, fyrir framan fulltrúa bankans sem hafði gert mér skýra grein fyrir tilgangsleysi þess og gefið í skyn að slík ákvörðun gæti haft áhrif á velvild bankans til mín gæti verið í húfi. Þessa ákvörðun varð ég að taka örfáum dögum eftir hrunið, í áfalli eins og flestir landsmenn. Víst er að margur hugsanlegur kröfuhafinn var afgreiddur á sama hátt af hinum nýstofnuðu bönkum!

Auðvitað hefðu mín viðbrögð orðið á annan veg ef um verulega upphæð hefði verið að ræða.

Þó fjármagnsöflin hafi náð taki á haus flestra landsmanna og lamað getu þeirra til að hugsa sjálfstætt, ætti þó öllum að vera ljóst að kröfuhafar í þrotabúin voru ekki bara þeir sem keyptu kröfur á brunaútsölum, til að græða á þeim. Hluti kröfuhafa voru einfaldlega fólk sem tapaði beint á bankahruninu og voru einungis að reyna að ná til baka einhverju af fyrri eignum. Meðal þeirra var Anna Sigurlaug og því útilokað fyrir hana að leggja fram afrit af einhverjum kaupum sem aldrei áttu sér stað.

Er þetta kannski of flókið fyrir þig Jón Páll?

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2016 kl. 09:29

18 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jörundur, sumir líta stærra á sig en aðra, ég set fram mín rök, huglægt mat, líkt og aðrir hér takk fyrir. Ég er með færslu minni að benda á þann orðaleik sem höfundur kýs að hanga í , að engin gögn séu til um málið hjá RVKmedia um Wintris málið, að þeir hafi/eigi ekki gögn um málið. Sem er rétt, því gögnin eru fengin frá blaðamannasamtökum sem hafa unnið globalt að málinu. En bara af því að höfundi, sem er jú menntaður blaðamaður, finnst að RVKmedia eiga að sitja að hvelfingu af gögnum, annars séu ekki gögn "til". Auðvitað er það bara sýn höfundar en ekki skrifað í stein.

Ég hef ekki lesið gögn Guðbjarnar sem þú vísar til en það sem ég hef séð er margt ansi langsótt.

Svo blasa bara einfaldlega grunnstaðreyndir í málinu við manni, að aðili selji maka sínum eignir fyrir "krónu" rétt fyrir kl 12:00, áður en ný lög taka gildi er ávallt undarleg ráðstöfun. Svo hefur enginn hér geta svarað því hvers vegna SDG kaus að eyða lungann af kjörtímabilunu 2009-13 að óska eftir því að fá að vita hverjir kröfuhafar væru í föllnu bankanna, þegar maki hans var einn af þeim. Því valdi SDG ekki að byrja á sér og segja frá því ?

Óþægilegt kannski ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 09:36

19 Smámynd: Elle_

Málflutningur Gunnars er skýr sem fyrr og í raun ómissanlegur.  Það er alveg merkilegt hvað margir líta á kröfuhafa sem einhverja vonda hrægamma sem hafi verið að fremja glæp með að eiga sparnað í banka sem féll, meðan það var oft bara venjulegt fólk sem varð kröfuhafar við fallið. 

Svo er það hól fyrir þig Páll að vera "svakalega bókstaflegur".

Elle_, 28.8.2016 kl. 12:40

20 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hann var spurður þar á meðal um hvort krafan hefði verið keypt eftir hrun og hvort hann gæti lagt fram pappíra til að hreinsa sig af þeim þætti. Það kaus hann ekki að gera.
Meðan lifir hann í vafa, þó svo það sé óþægilegt fyrir hann.

Jón Páll Garðarsson, 29.8.2016 kl. 06:30

21 Smámynd: Elle_

Ofsalega er það nú orðið langsótt ef maður verður orðið sjálfur að afsanna gjörðir eða lögbrot á sig.  Gengur það bara fyrir stjórnmálamenn sem samfó-fólki líkar ekki við? 

Ef maður værir sakaður um að ráðast á mann, en væri saklaus, væri ekki víst að hann væri með neitt sem gæti sýnt fram á að hann væri saklaus.  Það væri yfirvalda að sanna eða sýna fram á að hann væri sekur.

Elle_, 29.8.2016 kl. 12:11

22 Smámynd: Elle_

M.ö.o. skiptir engu málið hvað þið haldið.  Það er ekki nóg að halda og skattayfirvöld hafa ekki lagt fram neina kæru að ég viti.

Elle_, 29.8.2016 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband