Fjöldamorðingja fagnað og þökkuð frelsun

Vestrænir fjölmiðlar lýsa Assad Sýrlandsforseta sem fjöldamorðingja en íbúar Aleppo þakka honum frelsun borgarinnar. Uppreisnarmenn eru horfnir á braut, komnir til Idlib-héraðs í Norður-Sýrlandi þar sem 12-15 uppreisnarhópar hyggjast stofna íslamskt ríki.

Uppreisnarmenn eru að stórum hluta fjármagnaðir af vestrænum ríkjum, Bandaríkjunum fyrst og fremst, sem vilja Assad forseta feigan. Rússar styða Assad og hann virðist njóta töluverðs stuðnings meðal sýrlensku þjóðarinnar.

Vestrænir fjölmiðlar eiga erfitt með að koma til skila blæbrigðum borgarastríðsins í Sýrlandi. Heimsmynd fjölmiðla er svart-hvít og skiptir deiluaðilum í vonda menn og góða. En þannig er heimurinn ekki, hvorki í Sýrlandi né annars staðar.


mbl.is Fögnuður brýst út í Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Likt og oft áður, þá hefur þú fingurinn á púlsinum, en ef þú kafnaðir örlítið dýpra og pældir í hverjir það nú eru sem halda (enn dauðahaldi) um stjórn taumana i Bandaríkjunum og þar með á svokölluðum Vesturlöndum, þá myndir þú líklega geta samþykkt að böndin bærust óneitanlega að tveimur spilurum sem enn standa sakleysislegir á hliðarlínunni.

Það liggur auðvitað i augum uppi að ég er að tala um Ísrael og Sauði-Arabíu.

Jónatan Karlsson, 23.12.2016 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband