Ekki-Baugsmiðill

Eftir nýjustu tilfærslur á fjölmiðlamarkaði, þar sem ítök Baugs styrktust, er orðið einfaldara að telja upp þá fjölmiðla sem ekki eru á vegum samteypunnar en hina sem eru á framfærslu Baugs. Tímabært er fyrir þá fjölmiðla að kynna sig með viðeigandi hætti til að vera ekki fyrir slysni taldir á áhrifasvæði Baugs. Morgunblaðið myndi þá breyta blaðhausnum og hafa í undirtitli Ekki-Baugsmiðill. Tímaritið Þjóðmál væri Ekki-Baugsmiðill. Viðskiptablaðið er Ekki-Baugsmiðill.

Til að sýna gott fordæmi verður á þessum fjölmiðli, Tilfallandi athugasendum, sett merkingin Ekki-Baugsmiðill, sjá uppi til vinstri. Þetta er gert til að lesendur megi vita að útgáfan þiggur ekki framfærslu sína frá Baugi, ef einhver skyldi halda annað.


mbl.is Útgáfufélögin Birtingur og Fögrudyr sameinuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með eindæmum hvað þú nennir að vera atast út í eignarhald á fjölmiðlum þar sem þú opinberar andúð þína á Baugi. Fyrir flesta aðra sem nýta sér þessa fjölmiðla skiptir litlu máli hver er með skráð eignarhald, fólk einfaldlega vegur og metur þessa afþreyingarmiðla og les og horfir á það sem því líkar. Þetta gildir eins með flest annað eins og það að fólk fer í sund óháð því hver eigi laugina ég get ímyndað mér að þú sért í sérstakri andúð gagnvart Reykjavíkurborg og farir þess vegna í Kópavogslaugina.

Gautur (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 14:08

2 identicon

Baugsmiðlarnir allir sem einn ættu að merkja sig sérstaklega t.d. með Bónusgrísnum!  Landsmenn ættu þá að setja upp sérstök "gleraugu" þegar þeir lesa fréttir af neytendamakaðinum, er mjólkin virkilega alltaf ódýrari í Bónus eða er hún það bara skv Baugsmiðlunum?

Helgi Grétars (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband