Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 25. september 2009
Ríkir gamlir karlar kjósa Lissabon
Írar munu að líkindum samþykkja Lissabonsáttmála Evrópusambandsins þegar þeir eftir viku ganga að kjörborðinu í annað sinn til að kjósa um sáttmálann sem kom í stað stjórnarskrár ESB, en hún var felld í þjóðaratkvæði í Hollandi og Frakklandi.
Írar eru þeir einu sem halda þjóðaratkvæði um sáttmálann og þeir fellu hann í fyrra skiptið, með þeim afleiðingum að Evrópusambandið knýr smáþjóðina til að endurtaka atkvæðagreiðsluna um nákvæmlega sama sáttmála og var hafnað í fyrra skiptið. Öll ríki ESB þurfa að samþykkja sáttmálann til að hann fái gildi.
Irish Times birtir skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti Íra muni samþykkja sáttmálann. Í greiningu blaðsins kemur fram að karlar eru líklegri til að segja já en konur, þeir eldri fremur en þeir yngri og efnafólk er hlynntari sáttmálanum en þeir efnaminni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Menningarelítan þegir íslensku
Áður hefði heyrst hljóð úr horni rithöfunda og menningarliða ef útlent stórveldi rukkaði Íslendinga um svör á ensku. Hvorki heyrist hósti né stuna þegar íslensk stjórnvöld neita að þýða spurningar sem hafa áhrif á fullveldi landsins.
Lengi vel var menningarelítan með vinstri slagsíðu. Á útrásarárunum sátu lista- og fræðimenn á föðurkné Bjögga daddy og annarra viðlíka. Auðmannahossið gerir þeim tregt um mál, sé tungan íslensk.
![]() |
Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. september 2009
Davíð Bónaparte
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. september 2009
Ólafur Ragnar er þjóðinni dýr
Útlendingar, sem taka mark á forseta Íslands, draga þá ályktun af orðum hans að Íslendingar séu í afneitun. Samkvæmt Ólafi Ragnari var íslenska bankaruglið ekki Íslendingum að kenna heldur Evrópusambandinu.
Á meðan útlendingar telja Íslendinga ekki hafa lært sína lexíu sjá þeir ekki ástæðu til að rétta okkur aðstoð og skella skollaeyrum við annars sanngjörnum kröfum okkar að Icesave-klúðrið sé ekki okkur einum að kenna. Þegar útlendingar hlusta á forseta Íslands tala eins og hann gerði hjá Bloomberg kostar það þjóðina ómælda milljarða.
Ólafur Ragnar er forseti útrásarauðmanna. Hann át sig saddan í veislum þeirra og flaug ókeypis í einkaþotunum og getur ekki fyrir sitt litla líf skilið að útrásin er íslenskt ruglþvættingsbull sem við verðum að biðja heimsbyggðina afsökunar á. Við slepptum lausum strákfíflum sem ekkert vita eða kunna nema það sé talin kunnátta að svíkja, ljúga og stela.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Ólafi Ragnari. Leiðangurinn út í heim til að undirstrika heimsku Íslendinga er fjármagnaður með skattfé almennings sem er sligaður af byrðum útrásarinnar.
Við verðum að losa við þetta hálfvitaræði sem tröllríður húsum á Arnarhvoli og Álftanesi.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Leiktjöld fallinnar ríkisstjórnar
Í örstuttu viðtali í Sjónvarpsfréttum í kvöld nefndi félagsmálaráðherra Icesave-málið í þrígang án þess að vera spurðu einu sinni. Fréttamaðurinn vildi fréttir af aðgerðum ríkisstjórnarinnar en Árni Páll tönnlaðist á Icesave og afhjúpaði þar með að tilefni fundarins var ekki annað en að breiða yfir þá staðreynd að Icesave-málið er óleyst. Af því leiðir að ríkisstjórnin er fallin.
Íslendingum verður dýrt að ríkisstjórnin er í afneitun vegna Icesave-málsins. Hægri hönd fjármálaráðherra skrifaði minnisblað fyrir rúmum þrem vikum að Hollendingar og Bretar samþykktu ekki fyrirvara Alþingis á ríkisábyrgð. Þar með er samningurinn fallinn.
Eðlilegast er að ríkisstjórnin segi af sér. Minnihlutastjórn Vg taki við völdum og vinni með Alþingi fram á næsta vor að nauðsynlegum málum, s.s. nýjum samningi um sameiginlega ábyrgð Íslands, Bretlands og Hollands á Icesave-reikningum Landsbankans.
![]() |
Ræða um greiðsluvanda heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Þýsk ógnarorðræða um Bretland
Þýskaland lýsir yfir efnahagslegu stríði gegn Bretlandi, segir breski blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard um viðtal sem birtist í tímaritinu Stern við Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands. Í viðtalinu fer Steinbrück hörðum orðum um þvermóðsku Breta gagnvart tillögum Evrópusambandsins um nýtt regluverk fyrir fjármálastofnanir.
Þjóðverjar og Frakkar hafa náð saman um reglur en Bretar ekki verið jafn tilkippilegir. Þeir óttast að fjármálaþjónustumiðstöðin í London muni bíða tjón af nýju regluverki.
Brósi svarar Peer fullum hálsi fyrir hönd Breta. Sjá hér.
Tvennt mætti nefna til viðbótar. Bretar leyfa pundinu sínu að síga um þessar mundir. Það mun styrkja útflutninginn - en á kostnað evru-landanna sem búa við sameiginlega mynt er þykir heldur hátt skráð.
Í öðru lagi eru fréttir um það að Þjóðverjar hafa aldrei borgað jafn hátt hlutfall af reikningi Evrópusambandsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Mikilvægi Morgunblaðsins - og Davíðs
Morgunblaðið getur vel við unað athygli fjölmiðla, bloggara og kjaftaskúma síðustu daga. Umræðan um hver sest í ritstjórastól blaðsins skyggir á fréttir af þjóðníðingum úr röðum útrásarmanna, útlensku eignarhaldi á fjármálastofnunum, Icesave og ríkisstjórn.
Umræðan staðfestir að Morgunblaðið er einstakur fjölmiðill í huga fólks. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að staða útgáfunnar sé svo erfið að samdráttur er óhjákvæmilegur lætur fólk sig varða hver stýrir skútunni.
Eftir að nafn Davíðs Oddssonar var kynnt til sögunnar sem ritstjóraefnis á Hádegismóum margfaldaðist áhugi samfélagsins á málinu. Fyrrum forsætisráðherra er slíkt hreyfiafl þjóðarsálarinnar að viðlíka hefur ekki sést síðan á dögum Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar.
Úr því sem komið er yrði það alvarlegt áfall fyrir þjóðina ef Davíð Oddsson verður ekki ritstjóri Morgunblaðsins.
![]() |
Ritstjóramálum lokið á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. september 2009
Sprungin stjórn eða sameinaðir vinstriflokkar
Annað tveggja gerist á næstu misserum, stjórnin springur eða að Samfylkingin og Vg sameinast. Á Íslandi hafa vinstriflokkar aldrei getað starfað saman, nema um skamma hríð. Kosningasigurinn 1978 leiddi vinstri stjórn til valda en stjórnin sprakk. Þjóðarsáttarstjórnin 1988-91 entist ekki yfir einar kosningar. Reykjavíkurlistinn sprakk vegna sundurlyndis vinstrimanna.
Það sem mælir með sameiningu er að Jóhanna ætlar senn að hætta í stjórnmálum og Samfylkingin á ekkert foringjaefni. Steingrímur J. er foringi og hann gæti hugsað sér að sameina vinstrimenn í einn flokk.
Það sem mælir gegn sameiningu er að dæmigerður Vg-liði er jarðbundinn, íhaldssamur, nægjusamur og þjóðlegur. Samfylkingarfélaginn er sveimhugi, frjálslyndur, græðgisvæddur og aðildarsinni.
![]() |
Sameiginlegur þingflokksfundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21. september 2009
Heimilin og niðurfellingin
Hagsmunasamtök heimilanna eru að verða öflugur baráttuhópur sem verðskuldar viðurkenningu almennings sem og stjórnvalda. Helsta hagsmunamál samtakanna, eftir því sem best verður séð, er almenn niðurfelling skulda. Og það er ekki gott mál.
Almenn niðurfelling skulda er ígildi sakaruppgjafar óreiðufólks sem engin innistæða er fyrir. Siðferðislega er rangt að veita slíka sakaruppgjöf.
Almenn niðurfelling skulda er röng efnahagspólitík. Þeir sem helst þurfa á aðstoð að halda, ungt barnafólk sem keypti húsnæði síðast liðin 2-3 ár, fengi minna vegna þess að þeir fengju líka niðurfellingu sem ekki þurfa á henni að halda.
Almenn niðurfelling er líka ósanngjörn því þeir sem eiga litlar skuldir til að niðurfella eru sniðgengnir.
Sértækar lausnir á sértækan vanda, takk fyrir.
![]() |
Ná ekki endum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. september 2009
Stjórnarkreppa leysir Icesave
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Icesave-samkomulaginu. Þegar það liggur fyrir að bresk og hollensk yfirvöld samþykkja ekki fyrirvara Alþingis á ríkisábyrgðinni er aðeins eitt að gera. Ríkisstjórnin þarf að segja af sér og þar með er Icesave-málið komið á upphafsreit; við gerum nýja samninga við Breta og Hollendinga. Aðstæður eru ólíkt betri að gera samninga núna þegar ekki er yfirvofandi bankahrun á Vesturlöndum vegna óvissu um ríkisábyrgðir á innlánsreikningum.
Í útlöndum skilja menn stjórnarkreppur og veita tilhlýðilegt svigrúm í kjölfar þeirra.
![]() |
Hollendingar bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)