Ólafur Ragnar er þjóðinni dýr

Útlendingar, sem taka mark á forseta Íslands, draga þá ályktun af orðum hans að Íslendingar séu í afneitun. Samkvæmt Ólafi Ragnari var íslenska bankaruglið ekki Íslendingum að kenna heldur Evrópusambandinu.

Á meðan útlendingar telja Íslendinga ekki hafa lært sína lexíu sjá þeir ekki ástæðu til að rétta okkur aðstoð og skella skollaeyrum við annars sanngjörnum kröfum okkar að Icesave-klúðrið sé ekki okkur einum að kenna. Þegar útlendingar hlusta á forseta Íslands tala eins og hann gerði hjá Bloomberg kostar það þjóðina ómælda milljarða. 

Ólafur Ragnar er forseti útrásarauðmanna. Hann át sig saddan í veislum þeirra og flaug ókeypis í einkaþotunum og getur ekki fyrir sitt litla líf skilið að útrásin er íslenskt ruglþvættingsbull sem við verðum að biðja heimsbyggðina afsökunar á. Við slepptum lausum strákfíflum sem ekkert vita eða kunna nema það sé talin kunnátta að svíkja, ljúga og stela.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Ólafi Ragnari. Leiðangurinn út í heim til að undirstrika heimsku Íslendinga er fjármagnaður með skattfé almennings sem er sligaður af byrðum útrásarinnar.

Við verðum að losa við þetta hálfvitaræði sem  tröllríður húsum á Arnarhvoli og Álftanesi.


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er náttúrlega dýr, hvernig sem á það er litið.

Helgi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef sendiherrar eru ekki svívirtir, eða stærsta land í heimi kallað glæpasamfélag, þá er ráðist á gjörvallann fjármálaheiminn... Við höfum orðið efni á mun minna en fyrir 2 árum..... Enn er USA ekki búið að skipa nýjan sendiherra sökum grófrar móðgunar við fyrrum sendiherra...... hversu lengi höfum við efni á þessum forseta ? Er hann ekki farinn að vera okkur of dýr ? Er hann ekki hluti af vandamálinu ? Er hann ekki efnahagsvandamál, fyrst hann vinnur heilu stórþjóðirnar á móti okkur í algerlega tilgangslausu bulli og egó-sprengingum ?

Haraldur Baldursson, 24.9.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það var kannski samkvæmt reglum ESB að íslensku bankarnir héldu uppi verði hlutabréfa sinna með lánum til tengdra fyrirtækja eða stærri hluthafa til kaupa hlutabréfa í bankanum sjálfum í þeim eina tilgangi að halda uppi verði bréfanna.....

Er ekki rétt að lögum um það að forsetinn "sitji á Bessastöðum" verði beitt og þjóðin þurfi ekki að standa undir ferðalögum hans til útlanda út þetta kjörtímabil. Þarna má alla vega spara án þess að skaði samfélagið og kannski má með nokkrum rétti halda því fram að beiting þessa ákvæðis laganna myndi minnka skaðann......

Þessi gagnrýni þín, Páll, á því miður fullan rétt á sér og úr þessu þarf að bæta.

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 08:28

4 identicon

Útrásarvíkingar/þjófar heilaþvoðu greinilega forsetann þegar þeir flugu með hann út og suður á einkaþotunum. Nú sitjur þjóðin uppi með talsmann sem segir ekkert af viti lengur og verður okkur til skammar ef hann svo mikið sem opnar munninn framan í erlenda fjölmiðla. 

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:59

5 identicon

Ég ætla að plögga því sem ég sagði á öðru bloggi um óábyrg orð Óla... hann gerir okkur að athlægi á heimsvísu

Já hann er að ganga sömu götu og allir þeir sem fokkuðu öllu upp hérna heima... það var ekki okkur að kenna.. það voru útlendingar sem gerðu þetta... þeir fylgdust ekki nægilega vel með litlu barnalegu fjárglæframönnunum á íslandi. Þeir fylgdust ekki nægilega með íslenskum stjórnmálamönnum sem voru bara að fljúga um á einkaþotum útrásarvíkinga.. stjórnmálamönnum sem voru svo litlir í sér að þeir eltust við að verða stórir, komast í öryggisráðið og annað, svo þeir myndu fíla sig jafn stóra og erlenda stjórnmálamenn.
Í litla barnalandinu íslandi var ekki hægt að ætlast til þess að menn vissu hvað þeir væru að gera... það var svo rosalega gaman í stórfiskaleik.. það var svo gaman að leika sér að aurum þegar menn voru orðnir apar.. og allar nammibúðirnar mar.. það var ekki hægt að ætlast til að menn keyptu ekki allt nammið og nammibúðina líka, og götuna með nammibúðinni..

Ísland er sorglegt, enn sorglegra er að ekkert hefur breyst.. lok lok og læs allt í brjáli



DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:27

6 identicon

Hvernig dettur nokkrum í hug að erlendar þjóðir komi til með að rétta okkur litlaputtann eða yfirleitt hlusta á vælið í okkur, þegar þjóðinni er stjórnað af flokki og þingmönnum sem hefur verið á spena gullgrísa og alþjóðlegra glæpamanna, og með einhvern monthrauk og bjálfa í hlutverki forseta?

 Gullgrísir sem hafað eignast með myrkraverkum allt sem þeim hefur hugnast, eiga, matreiða og ritstýra nánast öllu því sem kemur fram í fréttum og allri umfjöllun í fjölmiðlum landsins, og virðast hafa dómsvaldið í vasanum.

Ætli það geti verið tilviljun, að Bandaríkin virðast ekki hafa lengur starfandi sendiherra hérlendis, eftir að forsetaskömmin gaf þeim síðasta opinberlega fingurinn, þegar hann hætti við að eigin frumkvæði að hengja á þann síðasta fálkaorðu í viðhafnarmóttöku á Bessastöðum, og þá sennilega skellt henni á kæran vin sinn Jón Náskerið, um leið og hann veitti honum einhver útfluttningsverðlaun fyrir útfluttning fjármuna þjóðarinnar?

Hversu mörg bananalýðveldi hefur umheimurinn horft uppá í Afríku, Austur Evrópu og Suður Ameríku, sem hafa haft nánast sama bakgrunn og hegðunarmynstur og íslensk stjórnvöld, sem engin önnur þjóðríki hafa viljað koma til aðstoðar, af vel skiljanlegum ástæðum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:49

7 identicon

"Útrásarvíkingar/þjófar heilaþvoðu greinilega forsetann þegar þeir flugu með hann út og suður á einkaþotunum."

Útrásarvíkingarnir byrjuðu ekki á neinu með grísinn, hans innsta eðli hafði verið lýðum ljóst lengi. En það má segja að vel hafi kjaftur hæft skel þegar þessi hjörð kom saman.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband