Steingrímur J. undirbýr uppgjör

Ræða Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Alþingi um miðjan dag var hörð gagnrýni á sáluhjálp Samfylkingarinnar, Evrópusambandið. Í endursögn RÚV,

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðilar innan Evrópusambandsins hefðu haft uppi grímulausar hótanir gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í gíslingu vegna Icesave.  

Orð ráðherra verða ekki skilin öðruvísi en svo að hann undirbúi uppgjör við Samfylkinguna. Hingað til hefur Steingrímur J. verið Samfylkingunni leiðitamur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Merkilegt að skyldi gert meira úr þessu í fréttum.

Í fyrsta skipti læðist að mér sá grunur að þessi stjórn kunni að vera á síðustu metrunum. 

Þetta var a.m.k. ansi fréttnæm yfirlýsing.

Rósa (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:15

2 identicon

Oft hefur þú rétt fyrir þér, en ég held að þú sért ekki að lesa alveg rétt í þessi orð. SJS er og hefur verið lengi sannfærður um að það sé ekkert annað í myndinni annað en að gangast undir þessar skuldbindingar. Honum svíður það hve Sjálfstæðisflokkurinn er ómerkilegur, hve sá flokkur hugsar um það eitt að reyna hagnast á Icesave, barninu sínu. Ég elska landið mitt of mikið og almenning til að geta nokkurn tíman stutt jafn spilltan flokk og Sjálfstæðisflokkinn. Hvað Samfylkinguna varðar þá verður það bara að koma í ljós hvort hún verði eins spillt og Sjálfstæðisflokkurinn, en tímans vegna hefur Samfylkingunni ekki enn tekist að komast með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið með hælana.

Valsól (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Gamli bitlingaflokkurinn,það var aldrei fundið að stöðuveitingum til þeirra með háværum hætti,

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2009 kl. 03:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Batnandi manni er best að lifa.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband