Austur-Evrópa hafnar ESB með sinnuleysi

Eins og víða í Vestur-Evrópu náðu stjórnmálaflokkar gagnrýnir á Evrópusambandið sér vel á strik í Evrópuþingskosningunum í Danmörku. Kosningaþátttaka Dana var liðlega 56% en að meðaltali var þátttakan í hinum 28 ríkjum ESB 43%.

Á korti Die Welt sést að kosningaþátttakan í Austur-Evrópu er víða skelfilega lág, jafnvel mælt á kvarða ESB, eða inna við 20%.

Kjósendur í Vestur-Evrópu sendu þingmenn á Evrópuþingið sem gagnrýnir eru á ESB en þingmenn sem koma frá löndum eins og Póllandi, Tékkland og Slóvakíu eru án umboðs. 


mbl.is Danski þjóðarflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkur kominn í Davíðs-hlutverk Samfylkingar

Borgarstjórnarkosningarnar komast næst þingkosningum, aðrar sveitarstjórnarkosningar eru staðbundnari. Í kosningabaráttunni í Reykjavík stjórnar Framsóknarflokkurinn umræðunni, allt frá því að Guðni Ágústsson íhugaði að taka oddvitasætið yfir í umræðu síðustu daga um mosku Samfylkingar.

Framsóknarflokkurinn er með forræði í umræðunni en Sjálfstæðisflokkurinn sést ekki. Oddviti flokksins, Halldór Halldórsson, er á seinni stigum kosningabaráttunnar settur til hliðar en öðrum frambjóðendum lyft.

Þriðja atriðið sem er einkennandi fyrir kosningabaráttuna er hve Samfylkingin, sem skorar hátt í skoðanakönnunum og á sigurinn vísan, er taugaveikluð. Taugatitringurinn kom strax fram þegar Guðni íhugaði að taka efsta sæti Framsóknarflokksins. Helstu álitsgjafar Samfylkingar misstu sig í fúkyrðaflaumi og veittu innsýn í flokkssál sem er í stöðugri leit að einhverju til að beina bræði sinni að. Í umræðunni um mosku Samfylkingar er sama einkennið áberandi.

Framsóknarflokkurinn er búinn að leysa Davíð Oddsson af sem sameiningarafl Samfylkingar. Vel af sér vikið, framsóknarmenn.

 

 


mbl.is Leitað verður skýringa og sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er vandamálið, ekki lausnin

Kjósendur í stærstu og öflugustu ríkjum Evrópusambandsins sameinuðustu í valdþreytu og gáfu atkvæði sitt framboðum gagnrýnum á Evrópusambandið.

Valdþreyta kjósenda gagnvart ESB mun ekki skila sér til Brussel-elítunnar enda hún meira og minna ónæm fyrir kröfum almennings. Á hinn bóginn munu stjórnmálamenn í höfuðborgum ESB-ríkjanna taka mið af niðurstöðum kosninganna enda missa þeir stöðu sína og embætti ef þeir eru úr takti við kjósendur.

Mest lesna frétt vefútgáfu þýska blaðsins Die Welt í morgun var um Sjálfstæðisflokkinn í Bretlandi sem vann stórsigur í Evrópuþingskosningunum. Fyrirsögnin er vísun í orð formannsins, Nigel Farage: Ég vil að Evrópa yfirgefi ESB.

Kjósendur stærstu ríkja Evrópusambandsins eru þegar búnir að yfirgefa ESB. Þar með er lýðræðislegt lögmæti ESB farið.

Niðurstöður Evrópuþingskosninganna 2014 munu ekki ganga af ESB dauðu í einu vetfangi. En kosningarnar staðfesta óumflýjanlegt hnignunarferli Evrópusambandsins.


mbl.is „Pólitískur jarðskjálfti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moska Samfylkingar í Reykjavík

Múslímar eru ekki margir á Íslandi. Engu að síður tekst þeim að klofna í tvo hópa þar sem annar er hófsamur en hinn herskár. Hryðjuverk af margvíslegu tagi eru sjálfsögð úrræði herskárra múslíma. Hatursáróður gegn vestrænum gildum, svo sem mannréttindum og lýðræði, er samofinn trú herskárra múslíma.

Samfylkingin, með Dag B. Eggertsson í fararbroddi, vill leggja til lóð á besta stað í höfuðborg Íslands undir mosku múslíma.

Undir hælinn er lagt hvort hófsamir múslímar eða þeir herskáu munu ráða ríkjum í mosku Samfylkingarinnar í Reykjavík.

 


Vextir eru viðbrögð; mínusvextir í mínushagkerfi evrunnar

Núllvextir síðustu missera beggja vegna Atlantsála eru vegna kreppunnar. Núllvextir áttu að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný og eru um það bil að gera það í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í framhaldi hækka vextir enda núllvextir stórhættulegir til lengri tíma.

Á evru-svæðinu, sem 18 af 28 ESB-ríkjum tilheyra, stefnir í að vextir verða mínus. Peningar sem viðskiptabankar eiga í Seðlabanka Evrópu mun bera refsivexti.

Evru-hagkerfið er í lamasessi með engan vöxt, hátt atvinnuleysi og verðhjöðnun - sem gerir skuldabyrðina enn þyngri.

Vextir eru viðbrögð við efnahagsástandi. Á evru-svæðinu er viðvarandi kreppa, sem mun ekki greiðast úr í náinni framtíð.


mbl.is Býst við vaxtahækkunum í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn múslímavæðast

Hávaðinn í kringum tillögu oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um að afturkalla lóð undir mosku er ekki í neinu samræmi við tilefnið. Einkum eru það vinstrimenn sem láta öllum illum látum.

Það er sjálfsagt að taka til umræðu á ný hvort heppilegt sé að borgaryfirvöld láti af hendi lóð undir mosku. Slíkar byggingar stinga í stúf við hefðir og venjur í Vestur-Evrópu, bæði sakir útlits og starfsemi, sbr. hávaðamengunar við bænaköll. Í Sviss var þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem bann var lagt á bænaturna.

Trúfrelsi felur ekki í sér að ríki og sveitarfélög eigi að skaffa lóðir undir trúfélög. Til að iðka trú sína þurfa múslímar ekki að byggja mosku.

Moskur múslíma á Vesturlöndum hafa ekki eingöngu verið notaðar til trúariðkunar. Mörg dæmi eru um að moskur séu miðstöðvar hatursáróðurs gegn vestrænum samfélögum og gildum.

Það er hvergi nærri sjálfsagt mál að múslímar byggi mosku á landi Reykjavíkurborgar. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík á þakkir skildar fyrir frumkvæðið að setja málið á dagskrá í kosningabaráttunni. 

Vinstrimenn í Reykjavík eru á hinn bóginn skringilegur sértrúarhópur sem finnst jafn sjálfsagt að setja jarðýtur á eigur samborgara sinna og að úthluta múslímum lóð undir mosku.


Árni gerir tilboð í atkvæði Pólverja

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir Pólverjum á svæðinu tilboð: kjósið Sjálfstæðisflokkinn og ég skal útvega ykkur starf með mánaðarlaun upp á 500 til 600 þús. kr.

Atvinnurekendur, sem eiga að fjármagna þetta tilboð bæjarstjórans, eru ekki hrifnir af útspilinu.

Árni er nokkuð duglegur að grafa sína pólitísku gröf. Koma svo, Árni.

 


Rasismi og mannasiðir

Illu heilli haga sumir áhorfendur sér illa á kappleikjum og láta niðrandi ummæli falla um andstæðinginn. Einatt eru dregin fram einhver einkenni á leikmönnum, s.s. hæð, vaxtarlag, hár eða annað, og orð höfð í frammi sem ekki eru prenthæf.

Fyrir all nokkrum árum sagði einstaklingur, sem síðar varð þingmaður, það um leikmann, sem skipt hafði um lið, að greindarvísitalan hafði hækkað í báðum liðum við félagaskiptin. Viðkomandi leikmaður var með það orð á sér að vera ekki gáfur sem þvældust fyrir honum. Ég varð vitni að þessum orðum, sem féllu í KR-stúkunni.

Skortur á mannasiðum áhorfenda nær allt niður í yngri flokka. Þar heyrast glósur um börn sem enginn fullorðinn ætti að láta sér um munn fara.

Ekki er ástæða til að efast um orð Pape Mama­dou Faye, að hann hafi fengi það óþvegið vegna uppruna síns og útlits. Rasismi er það á hinn bóginn ekki heldur landlægur skortur á mannasiðum áhorfenda á kappleikjum.

Það hefði verið rasismi ef Pape hefði ekki fengið að spila vegna uppruna síns. En hann var á vellinum og ábyggilega einhverjir hvítir strákar á bekknum. Pape fékk að njóta hæfileika sinna. Skilgreining á rasisma er að einstaklingar fái ekki að njóta hæfileika sinna vegna upprunans.

 


mbl.is Rasismi vandamál á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsmál skipta ekki sköpum í pólitíkinni

Víst er þjóðarskútan komin skrið í merkingunni að nærfellt allir hagvísar benda í rétta átt. Hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, lækkandi skuldir einkaaðila og lág verðbólga eru í hagspám næstu missera.

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. ættu á hinn bóginn að hafa hugfast að síðasta ríkisstjórn bjó að þokkalegu orðspori í atvinnu- og efnahagsmálum en galt engu að síður afhroð í þingkosningunum fyrir ári.

Það eru ekki efnahagsmálin sem skipta sköpum í pólitíkinni. Sjálfsmynd þjóðarinnar eftir hrun er meginviðfangsefni stjórnmálanna. Síðasta ríkisstjórn klúðraði því viðfangsefni í Icesave-málinu, í stjórnarskrárumræðunni og með ESB-umsókninni.

Sitjandi ríkisstjórn fær gula spjaldið í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku. Ef ríkisstjórnin gyrðir sig ekki í brók fer illa fyrir henni að þrem árum liðnum.


mbl.is Þjóðarskútan sé komin á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk fiskimið yrðu opin ESB-flotanum

,,Almenna reglan er að fiskiskip sem skráð eru í löndum ESB hafi jafnan aðgang að fiskimiðum allra ESB-ríkja enda falla fiskimiðin undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB."

Ofanritað er orðrétt af vefsíðu Evrópusambandsins. Á ensku: ,,As a general rule, fishing vessels registered in the EU fishing fleet register have equal access to all the EU waters and resources that are managed under the CFP."

Undantekningar eru frá meginreglunni um jafnan aðgang. Strandríki mega halda 12 mílna landhelgi fyrir sig og geta gert kröfu um að strandveiðifloti, sem veiðir allt að 100 mílur frá landi, eigi heimahöfn í viðkomandi ríki. En þessar undanþágur falla úr gildi árið 2022, - eftir átta ár.

Íslendingar hafa núna full yfirráð yfir 200 mílna landhelgi. Ef Ísland yrði ESB-ríki færu yfirráðin yfir landhelginni til Brussel. Samningsréttur okkar um deilistofna, t.d. makríl, færi einnig til Brussel.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband