Lissabonsáttmála breytt í Reykjavík

Lissabonsáttmálinn er ígildi stjórnarskrár Evrópusambandsins. Í sáttmálanum segir skýrt og skorinort að Evrópusambandið fari með forræði yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja. Í útgáfum ESB er útskýrt hvernig ESB breytir fiskveiðistefnu sinni í takt við þau sjónarmið sem ríkjandi eru hverju sinni.

Lissabonsáttmálanum verður ekki breytt nema öll aðildarríki sambandsins samþykki slíkar breytingar. Því er það kúnstugt, svo ekki sé meira sagt, að sérfræðingur á vegum Evrópustofu ákveði á fundi í Reykjavík að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins myndi ekki gilda fyrir Ísland ef við yrðum aðilar að ESB. 

Er ekki kominn tími til að ESB-sinnar læri að lesa?


Stjórnmálakerfi í brotum, vægi formanna eykst

Almenn vantrú á stjórnmálum eftir hrun brýtur upp flokkakerfið með því að stjórnmálaöflum fjölgar. Fjölgun framboða veldur meiri dreifingu atkvæða og hver og erfiðara verður að finna meirihluta.

Vægi formanna stjórnmálaflokka mun aukast og þess sér þegar merki. Framsóknarflokkurinn getur þakkað formanni sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, kosningasigurinn fyrir ári. Að sama skapi veldur misheppnað val á forystumanni skelfilegri kosninganiðurstöðu, nægir þar að nefna stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Forystumenn verða samnefnarar fyrir flokka og geta eftir atvikum orðið stærri en flokkarnir, sbr. Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn, eða minni eins og Árni Páll í Samfylkingunni og Halldór H. í Reykjavíkur-Sjálfstæðisflokknum.

Dagur B. Eggertsson verður sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík enda er hann töluvert stærri en Samfylkingin. Af þeim sökum verður Dagur orðinn formaður Samfylkingarinnar áður en árið er úti.


mbl.is Stjórnarmynstrið breytist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði peninganna og stúdentspróf Hraðbrautar

Til er kenning sem segir að fái ókeypis gæði verðmiða aukist virðing okkar fyrir þeim. Stúdentspróf er ókeypis gæði í þeim skilningi að öllum ungmennum stendur það til boða. Nemendur borga fáein þúsund við innritun og fá stúdentspróf ef þeir standast námskröfur að þrem, fjórum eða fimm árum liðnum.

Sumum nemendum er ofviða að standast námskröfur og þeir útskrifast ekki. Hraðbraut Ólaf­s Hauk­s John­son ætlar að taka þessa nemendur með trompi. Gefum Ólafi Hauki orðið

Það þýðir auðvitað að við þurf­um að rukka mjög há skóla­gjöld,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur, en skóla­gjöld­in verða 890 þúsund krón­ur fyr­ir hvert skóla­ár. [...] ung­menni á aldr­in­um 18 til 22 ára, sem hef­ur áhuga á því að hefja nám í skól­an­um. „Það eru eldri nem­end­ur. Fólk sem hef­ur kannski verið að slugsa á fram­halds­skóla­ár­un­um eða jafn­vel alls ekk­ert verið í skóla. Síðan allt í einu átt­ar það sig á því að það hef­ur áhuga á því að fara í há­skóla og mennta sig,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Ég finn það al­veg að þessi hóp­ur er mjög til­bú­inn að skoða skól­ann þó svo að skóla­gjöld­in séu há.

Til að keyra punktinn heim um að endurvakin Hraðbraut er alvöru skóli segir Ólafur Haukur eftirfarandi um væntanlega kennara skólans:

Hann seg­ist reynd­ar eiga eft­ir að ráða kenn­ara í ein­hver störf, en hann hef­ur þó verið í sam­bandi við nokkra. „Það er þannig að þegar maður byrj­ar á nýj­an leik get­ur maður ekki boðið kenn­ur­um upp á fullt starf til að byrja með.

Sem sagt: rukka nemendur um tæpa milljón á hverju skólaári og hafa kennara í hlutastarfi við að koma nemum, sem ekki klára sig í öðrum skólum, í gegnum nám til stúdentsprófs á mettíma.

Hvað með að rukka nemendur um tvær milljónir fyrir stúdentspróf, sleppa kennslu alfarið og hafa bara einn skóladag, útskriftardaginn?

 


mbl.is Hraðbraut tekur til starfa á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissaksóknari í pólitík

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari stundar pólitík þegar hún rannsakar að kröfu DV meint lekamál í innanríkisráðuneytinu en lætur undir höfuð leggjast að saksækja kynferðisafbrotamenn af festu.

Með ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi er Sigríður enn að brjóta í blað. 

Sigríði voru mislagðar hendur í fyrsta stóra málinu sem hún glímdi við, landsdómsákæru vinstristjórnarinnar á hendur Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra.

Ríkissaksóknari er í vinnu hjá almenningi en ekki stjórnvaldinu sem veitti embættið, - bara svo það sé rifjað upp.


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagskraftaverk og pólitísk lömun

Hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, lág verðbólga, lækkandi skuldir fyrirtækja og heimila eru ótvíræðar vísbendingar um að Ísland eftirhrunsins sé efnahagslegt kraftaverk.

Enn merkilegra er þó að þessi árangur í efnahagslífinu næst í pólitísku umhverfi sem einkennist af lömun. ESB-málið er þar skýrasta dæmið. Vinstristjórnin sótti um ESB-aðild sumarið 2009 en komst hvorki lönd né strönd. Núverandi ríkisstjórn, sem beinlínis var kosin til að afturkalla misheppnuðu umsóknina, gat ekki komið því lítilræði í verk.

Ástæðan fyrir efnahagskraftaverkinu liggur ekki í stjórnarfarinu heldur sterkum innviðum. Þar er krónan lykilatriði en samheldni og þjóðarsamstaða í stærstu málum, t.d. í andstöðunni við að ganga í Evrópusambandið, skipti sköpum.


mbl.is Skuldir einkageirans lækka enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn hafna Halldóri

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er með sama stuðning í að verða borgarstjóri og nemur fylgi flokksins - 20%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur aldrei farið niður fyrir 33 prósent og einatt er það yfir 40 prósent.

Í þúsundavís snúa kjósendur Sjálfstæðisflokksins baki við ESB-sinna, sem núna kallar sig viðræðusinna, og vildi verða borgarstjóri. ESB-sinni er samkvæmt skilgreiningu vanhæfur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins. Allar skoðanakannanir síðustu ára sýna 80 til 90 prósent ESB-andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Vörður gerir ekki annað en að auglýsa megna óánægju almennings með oddvita Sjálfstæðisflokksins með lýsa yfir sérstöku trausti á Halldóri.

 


mbl.is Segir Halldór njóta stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgerð, kvóti og byggð

Löngu fyrir daga kvótakerfisins risu og hnigu byggðir hringinn í kringum landið. Bíldudalur og Seyðisfjörður voru einu sinni stórútgerðabæir og Siglufjörður sömuleiðis. Þessi bæjarfélög urðu fyrir þungum búsifjum löngu fyrir daga kvótakerfisins. Með kvótakerfinu efldist Siglufjörður vegna þess að á staðnum voru kraftmiklar útgerðir.

Vestmannaeyjar og Grindavík eru pláss sem eflast í kjölfar kvótakerfisins.

Það er ekki kvótakerfið sem gerir Djúpavogshreppi grikk heldur sú staðreynd að það var ekki heimaútgerð sem átti kvótann. Útgerði sem átt kvótann, Vísir, var ekki til fyrir daga kvótakerfisins - sem sýnir og sannar að kvótakerfið er aðeins umgjörð. Innan þeirrar umgjarðar tapa sumir og aðrir græða, líkt og gerðist fyrir daga kvótakerfisins.

Ef samfélagið í Djúpavogi er jafn sterkt og ræman gefur til kynna þá bjargar það sér. Ef ekki þá skreppur byggðin saman líkt og margar sjávarbyggðir gerðu löngu fyrir daga kvótakerfisins.

 


mbl.is „Við erum ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan setur Ísland í úrvalsflokk, evran Evrópu í ruslflokk

Stýrivextir íslensku krónunnar eru 6%, verðbólga er lág, um 2,5%, hagvöxtur um 3% og atvinnuleysi óverulegt. Á mælistiku hagfræðinnar er Ísland í úrvalsflokki.

Í evrulandi er nánast núll hagvöxtur, verðhjöðnun, stýrivextir eru núll og stefna í neikvæða vexti og atvinnuleysi er 12% að meðaltali.  Evrópa er í hagfræðilegum ruslflokki - þökk sé evrunni.

Neikvæðir vextir, þ.e. að viðskiptabankar borgi Seðlabanka Evrópu að fyrir að geyma fyrir sig fé, fela í sér að það eru engin fjárfestingatækifæri í Evrópu, segir hagspekingurinn Wolfgang Münchau í Spiegel. Í álfunni ríkir efnahagsleg stöðnun.

Neikvæðir vextir geta haft margvíslegar ófyrirséðar afleiðingar og eru viðbrögð við efnahagspólitísku svartnætti sem evran skapar Evrópu.

 

 

 


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótósjoppaður ESB-sinni selur ekki

Um alla borg eru stórar ljósmyndir af Halldóri Halldórssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og yfirlýstum ESB-sinna. Eins og algengt er í auglýsingamennsku eru ljósmyndirnar ,,fótósjoppaðar", lagaðar til rafrænt.

Halldór reyndi líka að ,,fótósjoppa" sannfæringu sína - kallar sig núna ,,viðræðusinna."

Könnun í dag sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með rétt rúmlega 20 prósent fylgi í höfuðborginni.

Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að ESB-sinnar höfða ekki til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Trix með ,,fótósjoppi" á menn og málefni duga ekki til selja óseljanlega vöru. 


Icelandair er of stórt félag

Icelandair er of stórt félag í flugsamgöngum Íslands og í ferðaþjónustunni hér á landi. Félagið var í höndum útrásarmanna sem skiluðu skemmdum innviðum eins og viðvarandi deilum hálaunafólks fyrirtækisins.

Eftir því sem erlendum flugfélögum fjölgar sem fljúga hingað til lands eykst samkeppnin og minni þörf verður fyrir Icelandair.

Stundum verða óþurftaverk til þarfa. Yfirvinnubann flugmanna Icelandair tálgar flugfélagið niður og er það til bóta.

 


mbl.is Flybe flýgur allt árið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband