Laugardagur, 19. júlí 2014
Kristnir ljúga, bænalaus fer til helvítis - um fordóma
Kristnir ljúga, konum sem veita eiginmönnum sínum ekki kynmök verður refsað, ef maður fer ekki með bænirnar sínar þá lendir maður í helvíti.
Ofanritað er á meðal þess sem grunnskólabörnum í næst stærstu borg Bretlands, Birmingham, var kennt í skólum sem múslímskir harðlínumenn yfirtóku. Í stað almennrar menntunar komu trúarkreddur um að konur ættu að klæðast kufli og hár þeirra ekki sjást á almannafæri.
Menntamálaráðuneyti Breta gerði rannsókn á tilraun múslímskra harðlínuafla að yfirtaka grunnskólakerfið í Birmingham. Alls voru 13 skólar taldir undir andlegri leiðsögn múslímsku öfgamannanna, segir í Telegraph, sem birti helstu niðurstöður rannsóknarinnar.
Hvers vegna gripu menntayfirvöld í Birmingham ekki í taumana og komu í veg fyrir uppgang öfgaliðsins í grunnskólum? Afsökun borgaryfirvalda er afhjúpandi:
Við óttuðumst að vera ásökuð um kynþáttafordóma.
Hræðsla yfirvalda við ásökun um kynáttafordóma varð til þess að öfgamennirnir réðu ferðinni í starfsemi grunnskólanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. júlí 2014
Moskumálið og pólitísk vankunnátta
,,Moskumálið" svokallaða í kosningabaráttunni til borgarstjórnar Reykjavíkur vorið 2014 er með tvær skýrt aðgreindar hliðar.
Önnur hliðin snýst um það hversu heppilegt sé að framandi trúarsöfnuður fái lóð undir tilbeiðsluhús í þjóðbraut. Moska í Sogamýri með níu metra háum bænaturni yrði eitt af kennileitum höfuðborgar Íslands og gæfi alranga mynd af menningu okkar og siðum. Umræða á þessum forsendum er algerlega lögmæt og snýst ekki um fordóma gagnvart trú eða uppruna fólks.
Hin hliðin á moskumálinu lýtur að pólitískri umræðuvenju. Það þjónaði hagsmunum Samfylkingar og vinstrimanna að setja ummæli forystumanns Framsóknarflokksins um afturköllun lóðaloforðs til félags múslíma sem fordóma gagnvart trúarhópi. En það var á hinn bóginn meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins sem hafði dregið lappirnar við að úthluta með formlegum hætti umræddri lóð til múslíma. Ef útspil oddvita Framsóknarflokksins var merki um fordóma þá hlýtur dráttur á úthlutun lóðarinn til safnaðar múslíma að vera það líka. Og ekki eru múslímar enn búnir að fá lóðina.
Fjölmiðlar elta netumræðuna og stukku strax á það sjónarhorn vinstrimanna um að Framsóknarflokkurinn væri á móti múslímum og stundaði kynþáttafordóma. Fyrir utan hefðbundna hneigð fjölmiðla til vinstrislagsíðu var fordómasjónarhornið fjörugri fréttir en skipulagssjónarhornið. Þegar val fjölmiðla stendur á milli þess fjöruga og hins hversdagslega er fyrri kosturinn ávallt tekinn.
Tilgangur vinstrimanna með ásökunum um fordóma var vitanlega að fæla fylgi frá Framsóknarflokknum. Eins og stundum þegar hátt er reitt til höggs mistekst atlagan. Moskumálið jók fylgi Framsóknarflokksins.
Til að taka þátt í stjórnmálum af einhverri alvöru þarf að skilja pólitíska umræðu og samspilið við fjölmiðla. Þorsteinn Magnússon skilur ekki hvernig kaupin gerast á fjölmiðlaeyrinni. Hann skrifar um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum
Umræðan sem framboðið efndi til var að mínu mati tilefnislaus, meiðandi í garð múslima og til þess fallin að ýta undir fordóma og mismunun. [...] Formaður og flest annað lykilfólk í forystu Framsóknarflokksins lét hjá líða að gera opinberlega athugasemdir við framgöngu framboðsins í Reykjavík meðan á kosningabaráttunni stóð.
Framsóknarflokkurinn efndi ekki til umræðu um fordóma - heldur andstæðingar flokksins. Fjölmiðlar endurvörpuðu þeirri umræðu. Ef forystufólk flokksins á landsvísu hefði farið að ráðum Þorsteins og tekið undir ásakanir vinstrimanna væru framsóknarmenn að grafa sína gröf. En til þess var gildran spennt af hálfu vinstrimanna.
Þorsteinn Magnússon er ekki vel skynugur á pólitík. Þegar hann tilkynnti framboð sitt í 2. til 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík kynnti hann sig sem ,,frjálslyndan miðjumann" og fékk óðara á sig stimpil að vera ESB-sinni. Þorsteinn varð að senda frá sér leiðréttingu sem hann hefði ekki þurft að gera ef hann kynni undirstöðuhugtök stjórnmálaumræðunnar annars vegar og hins vegar hefði haft rænu á að taka fram afstöðu sína til helsta deilumáls samtímastjórnmálanna, - afstöðuna til aðildar að ESB.
Þorsteinn gerir vel í því að draga sig úr pólitísku starfi. Hann og stjórnmál eiga ekki vel saman.
![]() |
Hættir í Framsókn vegna moskumáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 18. júlí 2014
ESB-sinnar viðskila við veruleikann
ESB-umsóknin var í fimm ár helsta pólitíska umræðuefnið hér á landi. Á þeim tíma var aldrei meirihlutavilji, hvorki á alþingi né meðal almennings, fyrir því að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu.
Samfylkingin, sem miðstöð ESB-sinna, reyndi ýmsar útgáfur af ESB-stefnunni, s..s ,,kíkja í pakkann," og ,,viðræðustefnu" í stað aðildarstefnu. En allt án árangurs. Viðræðustefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. beið skipbrot 2011 þegar ESB neitaði að opna viðræður um sjávarútvegsmál nema Ísland staðfesti að landið væri í aðlögunarferli inni í ESB með því að breyta fiskveiðistefnu sinni til samræmis við stefnu ð'ESB.
Í stefnumótunarræðu Junckers , forseta framkvæmdastjórnar ESB til næstu fimm ára, segir að Evrópusambandið muni ekki taka við nýjum aðildarríkjum næstu fimm árin. Sumir ESB-sinnar, t.d. Stefán Ólafsson, gripu tækifærið fegins hendi og töldu að núna mætti hætta að ræða ESB-umsóknina í hálfan áratug og meta stöðu og framtíðarhorfur ESB.
Stefán er undantekningin sem sannar regluna um að ESB-sinnar á Íslandi eru algerlega viðskila við veruleikann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar notar yfirlýsingu Junckers til að herja á ríkisstjórn Íslands fyrir að hafa ,,sett umsóknina í uppnám." Árni Páll þykist ekki vita að það var ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sem lagði ESB-umsóknina formlega á ís, þ.e. með sérstakri ríkisstjórnarsamþykkt, í aðdraganda þingkosninganna 2013.
Fréttablaðið, undir ritstjórn Ólafs Stephensen, er helsta málgagn ESB-sinna. Á forsíðuuppslætti í dag er haft eftir sendiráði ESB á Íslandi að yfirlýsing Juncker fyrir þrem dögum væri ómarktæk: Aðildarviðræður gætu hafist á ný, segir í fyrirsögn málgagnsins. Fyrirsögnin staðfestir að engar viðræður eru í gangi milli Íslands og ESB.
Í meginmáli fréttarinnar segir á hinn bóginn:
Því mætti líta á yfirlýsingu Junkers í Evrópuþinginu sem pólitíska yfirlýsingu, byggða á raunsæju mati á stöðu þeirra viðræðna sem í gangi eru.
Hvaða viðræður eru í gangi? Alls engar og hafa ekki verið í þrjú ár.
ESB-sinnar vilja ekki skilja að til að Ísland taki upp þráðinn þar sem frá var horfið 2011 verður að koma til nýr meirihluti á alþingi, ný ríkisstjórn og afgerandi vilji þjóðarinnar til að ganga í Evrópusambandið. Ekkert af þessu gerist í fyrirsjáanlegri framtíð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 17. júlí 2014
Evrópuher Junckers
Í innsetningarræðu Junckers forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greinir hann frá þeirri meginstefnu að hernaðarmáttur ESB verði að styrkjast til að auka veg og völd sambandsins. Juncker nefnir þetta atriði á bls. tíu í ræðunni rétt áður en hann útskýrir að ekki sé hægt að stækka Evrópusambandið næstu fimm árin.
Sjá hlekk að neðan.
http://ec.europa.eu/about/juncker-commission/docs/pg_en.pdf
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. júlí 2014
ESB umsókin + 16.07.09 - 15.07.14 +
ESB-umsókn Samfylkingar og svikulla þingmanna VG var samþykkt með naumum meirihluta á alþingi 16. júlí 2009. Umsóknin átti erfiða daga enda vangefið óhræsi. Hún var endanlega tekin tekin af lífi daginn fyrir fimm ára afmælið.
Evrópusambandið hætti aðildarviðræðum við Ísland árið 2011, þegar ekki tókst að opna sjávarútvegskafla viðræðnanna. Fyrir kosningarnar 2013 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að setja viðræðurnar á ís. Samninganefnd Íslands var leyst upp eftir síðustu þingkosningar. Núna lýsir nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB að næstu fimm árin verði ekki tekið við nýjum aðildarríkjum.
ESB-sinnar eins og Stefán Ólafsson draga þá ályktun að ESB-umsókn Íslands er dauð og grafin í að minnsta kosti fimm ár. Stefán leggur til að fólk fylgist með því hvert ESB þróist og gefi sér nægan tíma til þess. Betur væri að fleiri ESB-sinnar tækju sér Stefán til fyrirmyndar.
Líkið af ESB-umsókninni liggur fyrir allra augum og rotnar á meðan Ísland er skráð umsóknarríki að ESB. Er til of mikils mælst að ríkisstjórnin husli hræið?
![]() |
ESB stækki ekki næstu fimm árin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 15. júlí 2014
Gyðingleg vangá í Gaza - arabísk morð í Ísrael
Tatar læknir í Gaza segist í viðtengdri frétt hafa spurst fyrir hvers vegna Ísraelar gerðu honum þann óleik að sprengja híbýli fjölskyldunnar. Spurningin ber með sér Tatar læknir gerir ráð fyrir að Ísraelsher sé á eftir hryðjuverkamönnum Hams en ekki friðsömum borgurum þegar þeir sprengja hús og annað á Gaza.
Fyrirspurn Tatar læknis væri ekki gerð nema vegna þess að viðurkennt er að þegar Ísraelsher drepur borgara þá er það af vangá ekki af yfirlögðu ráði.
Hamas-samtökin og önnur sambærileg stunda á hinn bóginn morð á óbreyttum borgurum að yfirlögðu ráði: hvort heldur með því að myrða óvopnaða unglinga, flugskeytum eða sjálfsmorðsárásum í strætisvögnum.
Nokkur munur er á drápum af vangá og morðum.
![]() |
En við erum fórnarlömbin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 15. júlí 2014
Trú og stríðslöngun
Stríð kalla til sín sérstakar manngerðir sem finna sér hæfilegan vettvang þar sem barist er upp á líf og dauða. Fyrir slíkum mönnum er stríð íþrótt. Í annan stað eru stríð oft háð með trúarsannfæringu. Ólafur Haraldsson Noregskonungur, sem fékk viðurnefnið ,,helgi" eftir Stiklastaðaorustu, var trúarstríðsmaður.
Skömmu fyrir Stiklastaðaorustu bauðst Ólafi liðssinni glæpamanna sem ólmir vildu reyna sig í hernaði. Sannkristinn Ólafur sá ekkert því til fyrirstöðu að taka í sína þjónustu stigamenn og bauð þeim virðingarstöðu í sínu lið. En þó setti konungur eitt ófrávíkjanlegt skilyrði; stríðshneigðu ofbeldismennirnir yrðu að taka kristna trú áður en þeir fengju að berjast í nafni konungs.
Misindismennirnir, þeir Gauka-Þórir og Afra-Fasti, segjast hvorki heiðnir né kristnir heldur trúa á afl sitt og áræði. Konungur bað þá vel að lifa.
Gauka-Þórir og Afra-Fasti eru sólgnir í stríð og reyna aftur að fá inni í herliði Ólafs. Þeim er hafnað með sömu rökum og áður. Afra-Fasti segir við félaga sinn að þeir geti sem best gengið í lið andstæðinga konungs.
Þá svarar Gauka-Þórir: ,,Ef eg skal til orustu fara þá vil eg konungi lið veita því að honum er liðs þörf meiri. En ef eg skal á guð nokkuð trúa, hvað er mér verra að trúa á Hvíta-Krist en á annað goð? Nú er það mitt ráð að vér látum skírast ef konungi þykir miklu máli skipta, förum þá síðan til orustu með honum."
Trúleysinginn Gauka-Þórir vill í veikara liðið til að fá meiri áskorun í orustunni. Kristur er í huga Gauka-Þóris eins og hvert annað goð. Ef aðgöngumiðinn í orustuna er skírn er hann ódýr þeim trúlausa.
Félagarnir Gauka-Þórir og Afra-Fasti játuðu kristni og héldu til orustu sem tapaðist. Merking frásagnarinnar er gagnólík eftir því hvort hana les trúmaður eða trúleysingi. En hvorttveggja trúarlegur lestur og veraldlegur gefur til kynna að sumir eru ekki í rónni nema þeir komist í orustu ef stríð er í boði.
Frásögnin af félögunum er í kafla 201 og 204 í Ólafs sögu helga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. júlí 2014
365 gefst upp á sjónvarpi
Einu sinni var Stöð 2 flaggskip 365 miðla. En sjónvarp í áskrift stóðst ekki samkeppni við Netflix og netfótbolta. Til að auka tekjustreymið ætla 365 miðlar að stunda fjarskiptaþjónustu og verður fyrirtæki númer fimm eða sex á þeim markaði.
Fjarskiptaþjónusta gengur út á að selja einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að netinu annars vegar og hins vegar símaþjónustu.
Hér er tillaga að nafni á nýja reksturinn: Baugsþjónustan.
![]() |
Breytingar munu fylgja komu Sævars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2014
Skattalækkun til hagvaxtar virkar ekki
Hagvöxtur er flókið samspil margra þátta. Stjórnvöld geta haft bein áhrif á suma þætti en aðra síður, t.d. fólksfjölgun. Skattar eru meðal þeirra þátta sem stjórnvöld ráða og geta beitt í þágu hagvaxtar.
Hóflegir skattar eru vandfundnir í pólitískri umræðu. Þeir eru ýmist of eða van, eftir því hver hefur orðið hverju sinni. Vinstrimönnum hættir til að ofskatta enda eru þeir oftast með stærri áætlanir um útgjöld en samfélagið hefur efni á. Hægrimenn eru á hinum kantinum, eiga það til að taka ekki nóga skatta til að standa undir innviðum samfélagsins.
Hægrimenn eru með áróðursforskot í skattaumræðunni. Bæði er að skattar eru óvinsælir nánast samkvæmt skilgreiningu, það er jú verið að taka skerf af sjálfsaflafé einstaklinga og setja í samneyslu, og svo er hitt að frasarnir eru hliðhollir hægrimönnum: stækkum kökuna með því að lækka skatta, aukum veltuna í samfélaginu og allir græða eru þekkt skattastef.
Og af því að frasarnir eru sannfærandi slá þeir annað slagið í gegn og verða að stefnu stjórnvalda. Fylkisstjórnin í Kansas í Bandaríkjunum lækkaði tekjuskatt síðustu ár til ,,stækka kökuna," þ.e. auka hagvöxt og skapa störf. Samkvæmt leiðara New York Times gerðist hvorugt. En vegna þess að skatttekjur fylkisins eru 8 prósent minni 2014 en áætlað var þá verður skorið niður í menntakerfinu, bæði í grunn- og framhaldsskólum, og það mun skila sér í minni hagvexti til lengri tíma.
Aðstæður á Íslandi eru gerólíkar austan hafs og vestan. Hér er hagvöxtur, yfir 3 prósent, og nær ekkert atvinnuleysi. Skattalækkanir auka ekki hagvöxt en þær svo sannarlega auka þenslu.
Við núverandi kringumstæður er algert glapræða að lækka skatta. Þenslan mun kveikja upp verðbólgu sem torvelt verður að kveða í kútinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. júlí 2014
Hætta á þenslu: hækka vexti og óbreytta skatta
Ótvíræð þenslumerki eru á hagkerfinu. Stórfelldari byggingaframkvæmdir en nokkru sinni eftir hrun, nær ekkert atvinnuleysi og landinn straujar kreditkortin í útlöndum sem aldrei fyrr.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra varaði við þenslu í fréttum RÚV.
Seðlabankinn ætti að hækka vexti sem fyrst, ríkissjóður verður að bremsa útgjöld og fresta ætti áformuðum skattalækkunum.
Lærum af hruninu og rösum ekki um ráð fram. Sláum á þensluna með þeim hagstjórnartækjum sem eru til taks.
![]() |
Skuldirnar svipaðar hjá Frökkum og Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)