Föstudagur, 5. september 2014
Strákarnir tapa í skólanum og öllum er sama
Strákar eru fara halloka í skólakerfinu án þess að nokkur umræða sé um ástæður þess né tillögur að úrbótum. Í tengdri frétt segir
Á Íslandi er meiri munur á milli kynjanna, þar sem 52% kvenna og 38% karla brautskráðust á réttum tíma.
Ef þessi kynjahlutföll væru öfug yrði rekið upp ramakvein, nefndir og starfshópar stofnaðir og pólitískar heitstrengingar hafðar í frammi.
Strákar sækja síður háskólanám en stúlkur og því verr sem líður á námið. Það er bein afleiðing af því sem gerist í framhaldsskólum.
Afleiðingin af kynjaskekkjunni í háskólum geta orðið tvíþættar. Í fyrsta lagi að körlum verði ýtt úr sérfræðinga- og stjórnunarstöðum og í öðru lagi að háskólamenntun verði gjaldfelld.
![]() |
Brottfallið meira á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 5. september 2014
Svindlkönnun ESB-sinna
Til að fá aukið fylgi við málstað sinn kaupa ESB-sinnar spurningu af Capacent þar sem fólk er spurt hvernig það myndi greiða atkvæði í kosningum um ESB-aðild. Eina lögmæta spurningin um afstöðu fólks til ESB-aðildar er að spyrja á þessa leið: ert þú hlynnt/ur eða andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Spurning ESB-sinna er hönnuð til að fá já frá þeim sem gína við áróðrinum um að ,,góður samningur" muni fást hjá ESB um aðild Íslands. Áróðurinn gengur út á það að í ,,góðum samningi" fáist veigamiklar undanþágur frá lögum og reglum sambandsins.
Málflutningur ESB-sinna er undirförull og sviksemin nær einnig til skoðanakannana sem samtök ESB-sinna kaupa.
![]() |
Meirihluti andvígur aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 4. september 2014
Jack H. Daniels - Gunnar Smári
Bloggsíða sem heitir Jack H. Daniels er stútfull af áhugamáli Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum handlangara Jóns Ásgeirs í Baugi, um að Ísland gangi í Noreg.
Þráhyggjukennd stílbrögð og ,,name-dropping" (Göbbels etc.) eru höfundareinkenni sem leyna sér ekki.
Dulargervið Jack Daniels hæfir fyrrum formanni SÁÁ.
Fimmtudagur, 4. september 2014
Draghi að gefast upp á evrunni
Seðlabankastjóri evrunnar, Mario Draghi, veit innra með sér að gjaldmiðlinum verður ekki bjargað - pólitísk rök standa ekki til þess og efnahagslegur veruleiki ekki heldur. Draghi breytti út af fyrirframskrifaðri ræðu sinni á fundi bandaríska seðlabankans í Jackson Hole og viðurkenndi blákaldar staðreyndir.
Næsta starf Draghi verður í heimalandi hans, Ítalíu, til að bjarga efnahagsmálum þar sem eru í henglum, einmitt vegna evrunnar.
Á þessa leið er slúttið á analísu Brósa á Símfréttum á Draghi og evrunni. Margt er af meiri vangá skrifað.
![]() |
Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. september 2014
DV, afkoman og tiltrúin
DV komst í vandræði fjárhagslega vegna fárra lesenda og enn færri auglýsenda. Tilraunir til að auka tekjur af netútgáfu mistókust.
Reynir ritstjóri selur velvild blaðsins til að fá lánsfé/gjafafé í reksturinn. Eina eign blaðsins, tiltrúin, er þar með farin.
Eiginlega er kostulegt að barist skuli um yfirráðin í DV.
![]() |
Björn selur hlutinn í DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. september 2014
Ríki íslam: dauðahrygla eða nýtt upphaf
Ríki íslam getur annað tveggja verið dauðahrygla trúarofstækis, líkt og nasisminn var ljótt útbrot kynþáttahyggju; eða upphaf endurnýjaðs samfélags múslíma á svipaðan hátt og siðbótin hleypti nýju lífi í kristni í Norður-Evrópu á 16. og 17. öld. Samhliða siðbótinni varð til sannfæring um að aðskilja trú og veraldlegt vald.
Samtökin sem kenna sig við ríki íslam njóta hernaðarlegrar velgengni líkt og Múhameð spámaður gerði á sjöundu öld eftir Krist. Hernaðarsigrar Múhameðs og fylgismanna hans voru undanfari að múslímavæðingu arabaheimsins.
Evrópa var veik þegar Múhameð bjó til nýja trú handa aröbum. Rómvarveldi var hrunið og þjóðflutningar germanskra þjóða leiddu til stjórnarfarslegrar upplausnar. Í dag eru Evrópa og vesturlönd sterk, a.m.k. í sögulegu samhengi, og eru raunverulegur valkostur fyrir múslíma, sem ekki vilja hverfa aftur til miðalda.
Vesturlönd eiga þann eina valkost að freista þess að takmarka innbyrðis átök múslíma við Miðausturlönd. Það er múslíma sjálfra að leiða til lykta deiluna um mörk trúar og veraldlegs valds.
![]() |
Var engin hetja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 3. september 2014
Forstjóragræðgin og lífeyrissjóðirnir
Lífeyrissjóðirnir eru í lykilstöðu til að setja hömlur á forstjóragræðgina. Lífeyrissjóðirnir geta einfaldlega sett sér starfsreglur um að kaupa ekki hluti í félögum sem fara offari í launamálum yfirmanna.
Verkalýðshreyfingin á aðild að lífeyrissjóðum, til helminga á móti atvinnurekendum, og er í stakk búin að setja slíkar reglur.
Ef lífeyrissjóðir kaupa ekki hluti í fyrirtækjum sem eru með ofalda forstjóra lækka þau fyrirtæki sjálfkrafa í verði - enda lífeyrissjóðir fyrirferðamiklir á hlutabréfamarkaði.
![]() |
ASÍ: Tími ofurlauna runninn upp á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 3. september 2014
Áfengisdauði frjálshyggjunnar
Frjálshyggja sem hafnar reynslurökum er prinsippklædd heimska. Reynslan kennir okkur að núverandi sölufyrirkomulag áfengis virkar; neytendur eiga greiðan aðgang að vörunni en jafnframt er áfengi ekki otað að fólki í dagvöruverslunum.
Með sömu rökum og frjálshyggjumenn nota til að brjóta upp sölufyrirkomulag áfengis ætti að afnema hömlur á sölu skotvopna. Í dag eru skotvopn seld í sérverslunum sem búa við opinberar kvaðir og kaupendur þurfa leyfi. Samkvæmt þeirri áfengu frjálshyggju sem sumir þingmenn eru haldnir er ótækt að ríkisvaldið skipti sér af sölu skotvopna.
Í ríki frjálshyggjunnar hlýtur að vera sjálfsagt að kippa með sér einni Smith og Wesson um leið og maður tekur vodkapelann í innkaupakörfuna fyrir helgina. Og þótt einhver verði fyrir slysaskoti eða barn horfir upp á ölvaða foreldra stunda heimilisofbeldi þá er sá fórnarkostnaður smámunir í samhengi við allt frelsið sem við fáum við að kaupa áfengi og skammbyssur í dagvöruversluninni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 2. september 2014
Ísland blómgast, ESB visnar
Efnahagskennitölur Íslands eru öfundsverðar; lág verðbólga, hagvöxtur og ríkisfjármál í góðu lagi.
Á evru-svæðinu er verðhjöðnun, lítill sem enginn hagvöxtur og ríkisfjármál í uppnámi hjá þorra þeirra 18 þjóða sem mynda þetta efnahagssvæði.
Það sem verra er fyrir Evrópusambandið er útlitið er býsna dökkt, samanber þessa samantekt Die Welt.
ESB-sinnar á Íslandi vilja leiða þjóðina inn í bandalag sem skapar atvinnuleysi, kreppu og setur ríkisfjármál í uppnám.
![]() |
Vatnaskil í ríkisfjármálum framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 2. september 2014
Vinstripólitík í tilvistarklemmu
Samfylking með 20%, Björt framtíð með 14% og Vg með 12% eru þeir þrír flokkar sem mynda vinstri væng stjórnmálanna. Engar líkur eru á því að þessir flokkar nái meirihluta í fyrirsjáanlegri framtíð.
Kannanir á kjörtímabilinu sýna að fylgisflæði er á milli Samfylkingar og Bjartar framtíðar en Vg er pikkfastur með stöðugt 12 prósent fylgi. Í kosningabaráttu eru áhrif formanna meiri en annars og þar flaggar Vg sterkum leiðtoga en hvorki formaður Bf né Samfylkingar halda máli.
Þegar dregur nær kosningum munu vinstriflokkarnir, einkum Samfylking og Björt framtíð, gera hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem er eini turn íslenskra stjórnmála. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vor stungu fulltrúar Bf undan félögum sínum í Samfylkingu og hoppuðu upp í með Sjálfstæðisflokknum á lykilstöðum, s.s. Hafnarfirði og Kópavogi.
,,Kósí-pólitík" Bf leitar sjálfkrafa í hlýju valdsins en er algerlega ófær um að móta stefnu upp á eigin spýtur. Vinstripólitík mun ekki endurnýjast innan raða Bjartrar framtíðar.
Samfylkingin mun leggja sig í líma fyrir næstu þingkosningar að verða valkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. fórna Evrópustefnu sinni og taka upp hægripólitík í efnahagsmálum. Við það opnast sóknarfæri frá vinstri fyrir Vg sem skartar formanni sem (oft) er tekið mark á. Vg er á hinn bóginn niðurnegldur minnihlutaflokkur sem ekki er í færum að komast yfir 15% - nema hrun komi til.
Við þessar kringumstæður verður ekki til vinstripólitískur valkostur í landsstjórninni. Spurningin er aðeins hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni starfa með Framsóknarflokknum eða hægrivæddri Samfylkingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)