Svindlkönnun ESB-sinna

Til að fá aukið fylgi við málstað sinn kaupa ESB-sinnar spurningu af Capacent þar sem fólk er spurt hvernig það myndi greiða atkvæði í kosningum um ESB-aðild. Eina lögmæta spurningin um afstöðu fólks til ESB-aðildar er að spyrja á þessa leið: ert þú hlynnt/ur eða andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Spurning ESB-sinna er hönnuð til að fá já frá þeim sem gína við áróðrinum um að ,,góður samningur" muni fást hjá ESB um aðild Íslands. Áróðurinn gengur út á það að í ,,góðum samningi" fáist veigamiklar undanþágur frá lögum og reglum sambandsins.

Málflutningur ESB-sinna er undirförull og sviksemin nær einnig til skoðanakannana sem samtök ESB-sinna kaupa.


mbl.is Meirihluti andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En er ekki svolítið skrítið að í 1500 manna úrtaki skuli enginn vera óákveðinn??

Jóhann Elíasson, 5.9.2014 kl. 08:41

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Síbylja og þráhyggja hefur einkennt marga stuðningsmenn aðildar ansi lengi.

Þorgeir Ragnarsson, 5.9.2014 kl. 11:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll bara kátur með kannanir þegar honum hugnast þær. Þegar syrtir í álinn fyrir mönnum með torfkofahugsun þá gera þeir lítið úr könnunum.

Það besta sem hefur komið fyrir ESB aðildarsinna þegar ný ríkisstjórn afturhalds og forpokunar komst til valda og rammaði inn fáránleikan í einangrunarhyggjunni. 

Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2014 kl. 19:21

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er niðuurstaða þeirra sem tóku afstöðu, hefur þú aldrei heyrt um svoleiðis Jóhann  hahahah

Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2014 kl. 19:23

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er eins og sálfræði spurningin  ''Ertu hættur að lemja konu þína'', Það er ekki hægt að svara.

Valdimar Samúelsson, 5.9.2014 kl. 19:48

6 Smámynd: Elle_

Jón Ingi með eina gáfulegu spekina enn ætlaða fullveldissinnum.  Það er hatursáróðursfólk eins og Jón Ingi og svipuð heimska sem lætur mann fá ógeð á öllu sem kemur hinu svokallaða vinstri við.

Elle_, 6.9.2014 kl. 11:04

7 Smámynd: Elle_

Hinum svokallaða jafnaði, ætti ég frekar að segja en vinstri, þar sem Jón Ingi og hans forpokaða fylking þykjast vera svo miklir jafnaðarmenn.  Þar má enginn hafa skoðun sem passar ekki við ESB og ESB og ESB.

Elle_, 6.9.2014 kl. 12:01

8 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það merkilega í þessum niðurstöðum að það eru um 90% fleiri sem er alfarið á móti ESB heldur en þeir sem eru alfarið með ESB. Ef þeir eru eingöngu skoðaðir sem eru alfarið búnir að gera upp hug sinn þá eru hlutföllin 65,13% NEI og 34,87% JÁ. Það eru meiri líkur en minni á að NEI-in verði fleiri þegar fram í sækir og fólk öðlast þekkingu á að það er enginn pakki í boði og ekkert annað að hafa frá ESB en að taka allt hrátt upp eftir þeim. http://jaisland.is/umraedan/studningur-vid-adild-vex-og-vex/#.VAuZOGNQSsp

Eggert Sigurbergsson, 6.9.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband