Blaðamennska DV þolir ekki skoðun

Blaðamenn DV una því ekki að fagleg úttekt verði gerð á vinnubrögðum þeirra. Og hvers vegna ætli það sé?

Elliði Vignisson er með tilgátu. Hann fór yfir vinnubrögð DV í lekamálinu og vekur athygli á því að blaðamaður DV leyndi minnisblaðinu, sem lekamálið snýst um, í fjóra daga áður en hann birt efni þess. Á þeim tíma var blaðamaður í samkrulli við aðila út í bæ að setja ,,réttan" vinkil á málið.

DV stundaði ekki blaðamennsku í lekamálinu heldur samsæri til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Og fer þá að verða skiljanlegt hvers vegna fagleg vinnubrögð blaðamanna DV þola ekki skoðun.


mbl.is Fallið frá skoðun á faglegum þáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk DV bíður eftir Reyni

Líklegasta skýringin á því að DV komi ekki út á morgun er að starfsfólk blaðsins sé að hinkra eftir því hvort Reynir Traustason fráfarandi ritstjóri og helsti eigandi útgáfunnar stofni til nýrrar útgáfu.

Spurningin er hvort Reynir geti skaffað fjármagnið sem þarf til.

Ef Reynir útvegar peningana verður hann að upplýsa hvaðan þeir koma. Fyrri tilraunir til að fela uppruna fjárstreymis DV tókust heldur illa. 


mbl.is DV kemur ekki út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrishöftin fjara út í rólegheitunum

Á ferðamannstöðum í Evrópu er hægt að skipta íslensku krónunni fyrir brothætta gjaldmiðla eins og evru, sem ekki er vitað hvort endist út áratuginn. Skiptiverðið þarna út í óhagstæðara en hér heima - en þeir sem segja krónuna verðlausa eða ógjaldgenga erlendis fara einfaldlega með fleipur.

Gjaldmiðlahöftin eru hægt og sígandi að fjara út eftir því sem tiltrúin á íslenskt efnahagslíf eykst og óvissuþáttum fækkar.

Með því að hafna Icesave og skipta út ríkisstjórn vorið 2013 þá voru efnahagshryðjuverk Jóhönnustjórnarinnar stöðvuð og landið tók að rísa.

Skynsöm efnahagsstefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skilar okkur jafnt og þétt betri lífskjörum og innan tíðar verður gjaldeyrishöftum aflétt, nánast án þess að nokkur taki eftir því. 

 


mbl.is Verðbilið í gjaldeyrisútboðum minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskröfur lækkaðar, fleiri fallistar í háskólum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að lækka námskröfur til stúdentsprófs til að auka veltuhraðann í framhaldsskólum. Í frétt í Morgunblaðinu í dag (pappírsútgáfunni) segir Illugi

Við höfum sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60% á næstu árum. Þessu markmiði verði náð m.a. með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa.

Með því að gera minni námskröfur í námi til stúdentsprófs mun, að öðru óbreyttu, þeim fjölga sem falla í háskólanámi.

Háskólarnir ráða varla við þann nemendafjölda sem sækir um skólavist við núverandi kringumstæður. Breytingar Illuga eru vanhugsaðar.


mbl.is Of fáir bekkjarskólar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HP-maður til bjargar DV

Hallgrímur Thorsteinsson er af fyrstu kynslóð Helgarpóstsmanna sem breyttu íslenskri blaðamennsku á áttunda áratug síðustu aldar.

Þegar Hallgrímur kom til starfa var síminn svartur hlunkur með snúru í vegg og rafmagnsritvélar voru nýmóðins.

Blaðamennska, á hinn bóginn, er ekki tækni heldur afstaða. 

Gangi þér vel, Hallgrímur.


mbl.is Hallgrímur nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristrún, tómlætið og baráttan um lýðveldið

Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, fyrrum aðstoðarmaður samfylkingarráðherra og nýhætt sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skrifar pólitíska greiningu undir heitinu Ísland á leik. Meginboðskapur Kristrúnar er tvíþættur. Í fyrsta lagi gagnrýnir hún samlanda sína fyrir tómlæti; það geti leitt til nýs hruns og í öðru lagi brýnir Kristrún fyrir lesendum að næst gæti Ísland tapast - ef ekki verður gripið í taumana.

Kristrún skrifar eins og tapari. Hún gleðst ekki yfir því að Ísland rétti fyrr og betur út kútnum eftir kreppu en til dæmis frændur okkar Írar, sem urðu fyrir sambærilegu bankahruni og Ísland. Írar búa enn við fjöldaatvinnuleysi og hafa ekki náð sambærilegum árangri og Ísland í ríkisfjármálum.

Kristrún sér ekki stóru lexíuna sem má læra af hruninu: innviðir lýðveldisins stóðust hrunið. Daginn eftir guð-blessi-Ísland ávarp forsætisráðherra var hægt að nota íslensk kreditkort bæði heima og erlendis; atvinnulífið stöðvaðist ekki og hér varð ekkert atvinnuleysi sem heitið getur.

Kristrún skrifar eins og tapari vegna þess að hún og félagar hennar í vinstriflokkunum ætluðu að nota hrunið til að stokka upp lýðveldið, færa fullveldið til Brussel og segja þjóðina til sveitar hjá ESB.

Baráttan eftir hrun var á milli þeirra sem sögðu lýðveldið ónýtt og að Íslendingar gætu ekki rekið mannsæmandi þjóðfélag annars vegar og hins vegar þeirra sem trúa því að fullvalda Ísland geti búið þegnum lífskjör sem jafnast á við það sem best gerist í heiminum.

Kristrún tilheyri hópnum sem segir Ísland ónýtt. Sá hópur komst til valda vorið 2009 og ætlaði sér að kollsteypa stjórnskipun landsins með nýrri stjórnarskrá og framselja fullveldið til Evrópusambandsins.

Varnarbarátta þeirra sem telja lýðveldið besta kostinn skilaði þeim árangri að aðför Jóhönnustjórnarinnar að stjórnarskránni var hrundið og ESB-umsókninni var stútað. Í kosningunum 2013 fengu vinstriflokkarnir hroðalega útreið; Samfylkingin féll úr 30 prósenta fylgi niður í 12,9 og VG úr 22% í 10,9. Þjóðin hafnaði áróðrinum um ónýta Ísland.

Þegar Kristrún spáir því að hrun sé handan við hornið þá lýsir það ekki öðru en örvæntingu fólksins sem reyndi að nota hrunið til að ganga af lýðveldinu dauðu.

Baráttunni um lýðveldið er hvergi nærri lokið. Kristrún og þeir sem samsinna sjónarmiðum hennar munu reyna fyrir sér undir nýjum merkjum. Tómlæti er þess vegna ekki í boði; við verðum að halda vöku okkar.

 


Sjálfstæði snýst ekki um peninga

Sambandssinnar með stuðningi bresku ríkisstjórnarinnar reyndu að kaupa Skota til fylgis við áframhaldandi samband við England, Wales og Norður-Írland. Áróðurinn var að Skotar myndu tapa peningum á sambandsslitum.

Sú herfræði að samtengja peninga og sjálfstæði er dæmd til að mistakast. Önnur sjónarmið, sem liggja dýpra en þau efnahagslegu, ráða meiru um hvort Skotar segja já eða nei við sjálfstæði.

Kannski bjarga sambandssinnar sér fyrir horn á síðustu metrunum með því að stórauka heimastjórn Skota án þess að þeir fari úr sambandinu. En það er ólíklegt.


mbl.is Meirihlutinn vill sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín þarf hvorki að sigra né lofsyngja

Rússland undir Pútín fer heldur hnignandi og er ekki líklegt til að verða ráðandi afl í Mið-Evrópu. Til þess skortir bæði bjargir, eins og mannauð og hátækiiðnað, en ekki síður útþensluorðræðu sem réttlætti yfirgang.

Í Úkraínu er Pútín að bregðast við útþenslustefnu ESB/Nató sem hyggja á landvinninga til að bæta upp erfiðleika og tilgangsleysi heimafyrir.

Skynsamir greinendur stöðu Rússa ráðleggja varkárni í samskiptum við Bjarmaland. Tökum þeim ráðleggingum.


mbl.is Dáist að Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Presturinn, hrunið og Breivik

Lena Rós Matthíasdóttir heitir landflótta prestur sem vandar Íslandi ekki kveðjurnar. Í pistli sem víða er endurbirtur, t.d. hjá Jack Daniels, (sem ekki er Gunnar Smári) segir m.a.

Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað… sjálfstætt.

Sjálfstæð hugsun prestsins kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland er eitt eilífðarhrun með háum vöxtum og eymdarlífi. Með álíka sjálfstæðri hugsun og prestsins mætti hugsa sér Noreg sem dásemdarland Breivik. Og hver vill ekki búa í slíku landi?


Eiríkur Jónsson í stað Reynis Trausta

Fyrrum samherjar Reynis Traustasonar ritstjóra, Lilja Skaftadóttir til dæmis, virðast snúa við honum baki og styðja til valda stjórnarmeirihluta hvers best kynnta framlag er að leggja vefsíðu Eiríks Jónssonar inn í DV-útgáfuna.

Reynir segir nýjan meirihluta ekki vilja ,,fjalla um spillingarmál með aggerssívum hætti" en það mun hafa verið ritstjórnarstefna hans.

 Þá er að bíða og sjá hvernig Eiríks Jónsonarvæðing DV gengur fyrir sig.


mbl.is Reynir varð undir á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband