Framhaldsskólanemum fækkað á bakvið tjöldin

Frá og með næsta hausti mun framhaldsskólanemum fækka um nokkur hundruð. Einkum eru það eldri framhaldsskólanemum sem verður úthýst, þ.e. þeir sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að ljúka námi á tilsettum tíma.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, fækkar framhaldsskólanemum samtímis sem hann ætlar að stytta námstíma til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú. Hvorki skólameisturum framhaldsskóla né kennurum er tilkynnt þetta með beinum hætti. Í frétt RÚV segir

Menntamálaráðuneytið hefur ekki sent stjórnendum framhaldsskólanna bein fyrirmæli um styttingu námsins, en ráðuneytið staðfestir að styttingin hafi verið rædd á fundum með skólameisturum, auk þess sem vilji stjórnvalda komi fram í námskrá, Hvítbók menntamálaráðherra og fjárlögum næsta árs.

Þetta er stefnumótun á ská; hlutirnir ekki sagðir beint en fjárlög gerð þannig að óhjákvæmileg niðurstaða er færri nemendur. 

Sennilega er það pólitískt of viðkvæmt að segja upphátt hvað stendur til í framhaldsskólum enda er verið að loka á jafnræði til náms, - eins og það hefur hingað til verið skilgreint. Má búast við að ,,mótvægisaðgerðir" verði kynntar fljótlega enda flókið að láta nokkur hundruð framhaldsskólanema gufa upp án þess að nokkur taki eftir.

  


Skotland gæti breytt Evrópu

Kjósi Skotar sjálfstæði gæti skollið á hrina af sjálfstæðum ríkjum í Evrópu. Belgía myndi klofna í tvennt, Bæjarar kljúfa sig úr Þýskaland; danskir Þjóðverjar sömuleiðis. Spánn og Frakkland sæju af Böskum og Katalónum og Bretónum og þá er ekki upp talið.

Á korti breska blaðsins Daily Mail segir að Evrópa hyrfi tilbaka til miðalda ef þjóðernishreyfingar næðu sínu fram. Á miðöldum stóð Hið heilaga rómverska keisaradæmi í blóma en fjöldi smáríkja og furstadæma var innan vébanda þess. Evrópusambandið myndi taka við því hlutverki.

Evrópusambandið yrði þar með fjórða ríkið. Við vitum öll hvernig fór fyrir þriðja ríkinu.

Ábyrgð Skota er giska mikil.


mbl.is „Skotland yrði allt annað land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ gerir valdatilkall sem skuggaríkisstjórn

ASÍ hótar ríkisstjórninni verkfalli með þessum orðum

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kalli á að aðild­ar­fé­lög ASÍ und­ir­búi sig fyr­ir harðari deil­ur við gerð kjara­samn­inga en verið hafa í ára­tugi.

Á hinn bóginn er það svo að lífeyrissjóðirnir, sem ASÍ stjórnar ásamt Samtökum atvinnulífsins, eiga mörg stærstu fyrirtæki landsins. Aðildarfélög ASÍ eru þarf af leiðandi að fara í verkföll við sig sjálf.

ASÍ er ekki með umboð til að stjórna landinu heldur er það ríkisstjórnin með meirihluta alþingis á bakvið sig.

Ríkisstjórnin á ekki að hlusta á tilburði ASí til að krefjast valda sem skuggastjórnendur; ASÍ er ekki með neina burði til þess, ekki frekar en systursamtök þeirra, Samtök atvinnulífsins.

Á komandi vetri væri gott að fá verkföll upp á nokkrar vikur, vonandi sem víðast, til að draga úr óhóflegum hagvexti. Á meðan ASÍ rífur fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna á hol með innistæðulausum kaupkröfum á ríkisstjórnin ekki svo mikið sem depla auga í þágu ASÍ.


mbl.is Gylfi: Verður að tryggja tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimaður á ráðuneytisvef kl. 05:39 og samsærið

Lekamálið er pólitískt mál þar sem ríkissaksóknari, skipaður af vinstristjórninni eftir framlag sitt í þágu landsdómsmálsins gegn Geir H. Haarde, saksækir aðstoðarmann innanríkisráðherra á grundvelli meints leka úr ráðuneytinu til tveggja fjölmiðla, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins.

Vinstrimenn í fjölmiðlum og Samfylkingu og Vg eru iðnir við kolann að halda þeirri samsæriskenningu á lofti að hægrimenn í innanríkisráðuneytinu hafi með lekanum viljað koma höggi á hælisleitendur, - sem allir sjá að er býsna langsótt rugl. Einn hælisleitandi er núll og nix í umræðunni.

DV, sem starfar með vinstrimönnum í þessu máli, fékk einnig lekaupplýsingar úr innanríkisráðuneytinu og notaði þær til að vinnna í þágu málsaðila, lögmanns hælisleitanda. 

Nú er upplýst að einhver fór inn á drif ráðuneytisins kl. 05:39 aðfaranótt 20. nóvember. Óhugsandi er að það hafi verið ákærði, Gísli Freyr, enda var hann hvorki í ráðuneytinu né hafði hann aðgang að tölvukerfi ráðuneytisins heiman frá sér.

Jón Bjarki Magnússon blaðamaður DV hefur viðurkennt í yfirheyrslum að eiga sér heimildamann innan innanríkisráðuneytisins.

Líklegast er að heimildamaður Jóns Bjarka sé vinstrimaður, ráðinn til innanríkisráðuneytisins í tíð vinstristjórnarinnar, og að viðkomandi vinstrimaður starfi sem moldvarpa í þágu vinstrimeirihlutans sem almenningur flæmdi frá völdum vorið 2013. 

Vinstrimenn fást oft við skapandi skrif og eitt sérkenni á þeim upplýsingum sem láku úr ráðneytinu er að einhver föndraði við þær, breytti textanum. 

Moldvörpur, eins og alþjóð veit, vinna verk sín helst á nóttinni. 


mbl.is Skjalið opnað undir morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun aldrei í þágu almennings

Einokun þrífst á matvörumarkaði, þar sem ein verslun, Hagar (Hagkaup/Bónus), ræður ferðinni en önnur keðja, sem rekur Krónuna, fylgi í humátt á eftir, bæði í verðlagi og vöruúrvali. Þessar keðjur stjórna matvörumarkaðnum á Íslandi.

Einokun er aldrei í þágu almennings. Þeir sem maka krókinn eru handhafar einokunarinnar, enda skila Hagar góðum arði og forstjóranum háum launum þótt eitthvað lítið sé til skiptanna fyrir almennt starfsfólk.

Einokunarfyrirtæki eins og Hagar lætur ekki það sitja að ráða matvörumarkaðnum. Fyrirtækið vill taka yfir áfengisverslunina og hefur pantað frumvarp á alþingi Íslendinga í því skyni og núna er landbúnaðurinn á dagskrá.

Í siðvæddum ríkjum eru lög sem koma í veg fyrir einokun. Hvers vegna eru íslensk heimili í hrammi Haga?

 


mbl.is Verðmætasköpun lítil í landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur umfram kjarasamninga

Kjarasamningar á almennum markaði eru lágmarkssamningar sem nánast gera ráð fyrir því að litlir hópar og/eða einstaklingar semji um meira en felst í kjarasamningum.

Með lítið atvinnuleysi að bakhjarli eru launþegar á almennum markaði í þokkalegum færum að sækja sér hærra kaup en nemur kjarasamningum.

Opinberir starfsmenn eru ekki jafn vel settir. Þeirra kjarasamningar eru kannski ekki meitlaðir í stein en gefa minna svigrúm til viðbótarkauphækkana. 


mbl.is Laun stjórnenda ekki hækkað meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir verður Sævar Ciesielski

Fréttablaðið hannar fréttaflutning upp úr lögreglumanni sem var rekinn úr starfi og stóð til að ákæra. Markmið fréttahönnunarinnar er að bæta stöðu eiganda Fréttablaðsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, gagnvart ákæruvaldi og dómstólum.

Fréttahönnunin heitir í leiðara Fréttablaðsins ,,uppljóstrun" og er líkt við Guðmundar og Geirfinnsmál. Í leiðara segir

Þessi uppljóstrun er grafalvarleg. Einn af hornsteinum réttarvörslukerfisins hér á landi er að handhafar lögregluvalds skulu ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er. Þessar kröfur til lögreglunnar fara illa saman við það andrúmsloft sem Jón Óttar lýsti í viðtalinu og samlíking hans við Guðmundar- og Geirfinnsmálið er beinlínis ógnvekjandi.

Sævar Ciesielski er sá sem harðast varð úti í téðum málum; var löngum hafður í einangrun og mátti varla um frjálst höfð strjúka ævina á enda. Að líkja Jóni Ásgeiri við Sævar ber vitni slíku dómgreindarleysi að engin orð ná yfir athæfið.

 


Blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu

 Engin önnur stétt en blaðamenn myndi láta það óátalið að fagið sé jafn skefjalaust misnotað og Fréttablaðið gerir með því að hanna fréttaflutning sem miðar að því að bæta stöðu eiganda blaðsins gagnvart ákæruvaldi og dómstólum.

Ekki nóg með að blaðamenn sjá í gegnum fingur sér að blaðamennskan sé orðin gólftuska í höndum almannatengla auðmanna þá beinlínis básúna fréttastofur eins og RÚV áróðrinum. Í báðum aðalfréttatímum RÚV í kvöld er fréttahönnun Kristínar og Jóns Ásgeirs aðalfréttin.

Á meðan stórglæpir eru framdir á faginu, blaðamennskan beinlínis notuð til að hafa áhrif á ákæruvaldið og dómskerfið, eru blaðamenn uppteknir af því hvort Reynir Trausta hafi sem ritstjóri skrifað Sandkorn um Guðmund í Brimi eftir að hafa fengið frá útgerðamanninum 15 millur. Sandkorn Reynis er vasaþjófnaður en fréttahönnun Fréttablaðsins er á stórglæpaskala í faglegu samhengi.

Alvöru blaðamenn á alvöru fjölmiðlum myndu taka fyrir fréttahönnun Fréttablaðsins og rýna í vinnubrögðin og spyrja um trúverðugleikann, bæði lögreglumannsins og fjölmiðilsins. En hvert barn sér að hvorugu er til að dreifa.

En á Íslandi eru ekki starfandi alvöru blaðamenn heldur tröllríður meðvirknin og kæfir alla sjálfsgagnrýni. 

Við búum við þá mótsagnakenndu stöðu að eftir því sem blaðamönnum og fjölmiðlum fækkar þá batnar opinber umræða. Íslenskir blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu; sumir þeirra stunda fréttahönnun en hinir þegja um glæpinn.

Svei ykkur, blaðamenn.


mbl.is Aðhefst ekki vegna símahlustana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir kallar dómara á teppið

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem réttvísin á vantalað við vegna hrunmála, er eigandi 365 miðla og má þakka það Landsbankanum. Um helgina hófst fréttahönnunarferli með því að lögreglumaður með feril vitnaði um hve auðmenn væru yfirleitt saklausir en ákæruvaldið illkvittið.

Kristín Þorsteinsdóttir, æðsti yfirmaður fréttadeilda 365 miðla, stýrir þessari fréttahönnun

Í dag er formaður dómstólaráðs kallaður á teppið hjá miðli Jóns Ásgeirs og látinn svara ásökunum lögreglumannsins. 

Viljum við samfélag þar sem Jónar Ásgeirar landsins stjórna fjölmiðlum til að hafa áhrif á dómskerfið? 


Er 12,9% fylgi merki um öfga?

Hægriflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent fylgi í þingkosningum þar í landi. Flokkurinn er andsnúinn auknum fjölda innflytjenda og gagnrýninn á Evrópusambandið. Fyrir það fær hann þá umsögn að vera öfgaflokkur.

Á Íslandi fékk flokkur12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum; hlynntur auknum fjölda innflytjenda og vill í Evrópusambandið einn flokka. Flokkurinn heitir Samfylking og er öh ...EKKI öfgaflokkur. 


mbl.is Ekki í stjórn með SD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband