ASÍ gerir valdatilkall sem skuggaríkisstjórn

ASÍ hótar ríkisstjórninni verkfalli með þessum orðum

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kalli á að aðild­ar­fé­lög ASÍ und­ir­búi sig fyr­ir harðari deil­ur við gerð kjara­samn­inga en verið hafa í ára­tugi.

Á hinn bóginn er það svo að lífeyrissjóðirnir, sem ASÍ stjórnar ásamt Samtökum atvinnulífsins, eiga mörg stærstu fyrirtæki landsins. Aðildarfélög ASÍ eru þarf af leiðandi að fara í verkföll við sig sjálf.

ASÍ er ekki með umboð til að stjórna landinu heldur er það ríkisstjórnin með meirihluta alþingis á bakvið sig.

Ríkisstjórnin á ekki að hlusta á tilburði ASí til að krefjast valda sem skuggastjórnendur; ASÍ er ekki með neina burði til þess, ekki frekar en systursamtök þeirra, Samtök atvinnulífsins.

Á komandi vetri væri gott að fá verkföll upp á nokkrar vikur, vonandi sem víðast, til að draga úr óhóflegum hagvexti. Á meðan ASÍ rífur fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna á hol með innistæðulausum kaupkröfum á ríkisstjórnin ekki svo mikið sem depla auga í þágu ASÍ.


mbl.is Gylfi: Verður að tryggja tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna skilaru bara ekki þessari innistæðulausu launahækkun sem þú fékkst fyrir skömmu Páll?

.

Hlakka til í að taka þátt í verkalýðsaðgerðum næstu mánaða ef bara til að reyna brenna upp launahækkanir þínar í verðbólgu báli.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband