Þjóðaratkvæði um poppmál vinstrimanna

Vinstrimenn eru búnir að eyðileggja um langa framtíð möguleikann á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, - nema í ýtrustu neyð, líkt og gerðist í Icesave-málinu.

Popúlismi vinstrimanna leiðir þá enn og aftur í ógöngur. Þeir knúðu fram þjóðaratkvæði um kirkjuna og tillögur stjórnlagaráðs, sem var arftaki ólögmæts stjórnlagaþings, og fengu á kjaftinn í fyrra tilvikinu og að sama skapi lélega kjörsókn.

Aftur komu vinstrimenn í veg fyrir að prinsippmál eins og ESB-umsóknin færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ögmundur Jónasson vildi ekki þjóðaratkvæði um ESB-umsóknina sem var á allra vörum sumarið 2009 en hann vill að þjóðin kjósi núna um Nató, sem fæstir gefa gaum, og er sáralítið í umræðunni.

Með því að flagga til þjóðaratkvæðis poppmálum, sem aðeins skora hjá pólitískum sérvitringum, auglýsa vinstrimenn hversu galið það væri að gera þjóðaratkvæðagreiðslu að reglulegum þætti í þjóðmálum. 

 

 

 


mbl.is Þjóðin kjósi um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur tekur Japan fram yfir ESB

Evrópustefna Samfylkingar, um að Ísland gangi í Evrópusambandið, er í beinni mótsögn við fríverslunarsamninga milli Íslands og annarra ríkja. Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Í utanríkisráðherratíð sinni gekkst Össur Skarphéðinsson fyrir fríverslunarsamningi við Kína, sem raunar var kominn á rekspöl í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þar með gaf Össur upp á bátinn ESB-umsóknina, sem annars var hornsteinn vinstristjórnarinnar.

Með því að Össur leggur nú áherslu á fríverslun við Japan er Evrópustefna Samfylkingar í henglum.


mbl.is Kalla eftir fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugg tök ríkisstjórnar á efnahagsmálum

Ríkisstjórnin er með örugg tök á ríkisfjármálum sem skilar sér í þeirri stöðu efnahagsmála að raunhæfar forsendur eru að afleggja gjaldeyrishöftin svokölluðu á næstu misserum.

Gjaldeyrishöftin voru frá fyrsta degi aðeins fyrir stórnotendur gjaldeyris og almenningur ekki fundið fyrir þeim, - þökk sé traustri útfærslu Seðlabankans á höftunum.´

Almenningur, á hinn bóginn, finnur vel fyrir efnahagsbatanum sem verk ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skila þjóðarbúin. Hér er hagvöxtur, lítið sem ekkert atvinnuleysi og framtíðarhorfur býsna góðar. 

Gjaldeyrishöftin verða farin áður en nokkur tekur eftir því. 


mbl.is Áætlun liggi fyrir á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarán að innan - mest í gríni

Íslensku bankarnir voru í útrás rændir að innan, af eigendum og stjórnendum. Það er meginniðurstaða rannsóknarnefndar alþingis.

Þegar sérstakur saksóknari rekur atburðarás einstakra ránsferða eigenda og stjórnenda inn i banka eru vörðurnar á ránsleiðangrinum oft glennulegir tölvupóstar - með eða án broskalla. 

Léttúð bankaræningjanna í gjörningum sem felldu íslenska bankakerfið sýnir okkur inn í heim hvítflibbaglæpamanna sem klæða afbrot í búning brandara.

Bankamennirnir líta á þjófnað sem fyndni og brandarinn verður betri eftir því sem ránsfengurinn er meiri. Vonandi hjálpar sálfræðiþjónusta Fangelsismálastofnunar bankaræningjunum að ná áttum.


mbl.is Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glott Jóns Ásgeirs sést frá gervitungli

Kristín Þorsteinsdóttir, handlangari Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Fréttablaðinu, hannaði fréttir í þágu málsvarnar húsbóndans.

Núna skilar fréttahönnunin opinberri stjórnsýsluathöfn.

Já, það er munur að vera auðmaður og eiga fjölmiðil.


mbl.is Von á erindi sökum símhleranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Femínismi er til trafala á Íslandi

Femínismi sigraði íslenskt samfélag fyrir einhverjum árum, ef ekki áratugum. Til að jafnfrétti kynjanna komist aftur á dagskrá verður að afnema femínisma sem verkfæri í þágu jafnréttis.

Smáræðið sem hallar á konur, s.s. fáeinar prósentur í kaupi hjá völdum stéttum, er hjóm eitt í samanburði við hve illa drengir standa í samanburði við stúlkur í menntakerfinu, frá grunnskóla og upp úr.

Femínisminn gerir ekkert til að rétta hlut drengja í skólakerfinu sökum þess að innbyggt í femínismann er að það halli á konur. Sem sannanlega er rangt í skólakerfinu. 


mbl.is Ræða Emmu Watson vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta lag RÚV

Síðasta lag fyrir fréttir var einkennismerki móðurútvarpsins, Rásar 1. Íslenskt þjóðlag úr fjársjóðakistu þjóðarútvarpsins.

Af einhverri sérkennilegri þörf nýrra stjórnenda til að láta vita af sér þá var þetta sérkenni þjóðarútvarpsins þurrkað út og í staðinn komu lesnar auglýsingar.

RÚV er ekki í þágu stjórnenda stofnunarinnar heldur hlustenda. Að skipta út síðasta lagi fyrir fréttir og setja í staðinn auglýsingar er menningarslys sem þarf að leiðrétta.  


mbl.is Eiga erfitt með breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert vinnuframlag, engar bætur

Atvinnuleysisbætur eru fyrir atvinnufæra án vinnu, en ekki þá sem nenna ekki að vinna eða eru ófærir um að valda starfi. Atvinnuástandið í landinu er þannig að enginn þarf að mæla göturnar til lengri tíma án þess að fá eitthvað að gera.

Samfélagið verður að sýna þeim aðhald sem leggja sig fram um að hirða bætur sem ekki eru með réttu þeirra og komast upp með að neita atvinnu þegar hún býðst

Þingsályktun um að efla virkni atvinnulausra í samfélaginu hlýtur að fá góðar viðtökur á alþingi.

 


mbl.is Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðaveldið, pólitískt framlag Íslands til stjórnmálafræðinnar

Goðaveldið er stjórnskipun þjóðveldisins, frá um 930 til í kringum 1260 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Þessi stjórnskipun byggði á staðbundnu valdi og samráði um 40 goða sem hittust einu sinni á ári á alþingi til að rétta lögin, efna til nýmæla og leysa úr málum er styr stóð um í héraði.

Goðaveldið þjónaði landinu í um 330 ár og sýndi fremur sjaldgæfa aðlögunarhæfni stjórnkerfa þegar það hélt velli meina og minna óbreytt eftir kristintöku árið 1000. Ekkert sambærilegt stjórnkerfi er þekkt um víðan heim.

Lýðræði er á seinni árum oft nefnt skásta stjórnskipunin. Þó er hvergi nærri hægt að slá föstu að það sé besta fyrirkomulagið. Lýðræðið elur t.d. á ójafnræði í Bandaríkjunum og er víða gagnslaust utan vestrænnar menningar. Kommúnískt einræði skilar jöfnuði á Kúbu; klerkaveldi stöðugleika og velmegun í Íran og konfúsíusarkommúnismi býr til hagvöxt og auðmenn í þúsundavís í Kína.

Lýðræði er á hinn bóginn arfur sem vestrænar þjóðir losna ekki við og verða að gera sér að góðu. Goðaveldið er þess vegna ekki valkostur fyrir okkur þótt það hafi undir öðrum kringumstæðum sýnt sig vel starfhæft.

Stjórnskipan er ekki fremur en önnur mannanna verk óumbreytanleg. Og kannski eru dagar lýðræðis brátt taldir þótt hvergi sé í sjónmáli raunhæfur valkostur.


Loforð í pólitík eru froðan, undirstaðan ræður

Í stjórnmálum er lofað upp í ermina, þar fylgir nótt degi. Úrslit í stjórnmálum, sérstaklega í stóru spurningum stjórnmálanna, sjálfstæði eða ekki, ESB-aðild eða ekki, ráðast ekki af loforðum.

Samfélög sem standa frammi yfir stórum spurningum hreyfast ekki með froðu. Undirstaða samfélaga verður til yfir langan tíma og ef hún er í meginatriðum heil þá velja samfélög óbreytt ástand. Eftir seinna stríð voru samfélög Vestur-Evrópu meira og minna í henglum; þau völdu Evrópusambandið. Sama gilti um Austur-Evrópu eftir kommúnismann.

Skoskt samfélag er í meginatriðum í lagi. Valkostir kjósenda voru að standa áfram innan Bretlands eða fara í smáríkjahópinn í Evrópusambandinu. Bretland þótti betri kostur.


mbl.is Kjósendur blekktir með loforðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband