Mánudagur, 10. nóvember 2014
Mótmælahrun vinstrimanna
RÚV taldi 1500 manns í mótmælum á Austurvelli og það er ábyggilega fremur oftalið en van eins og RÚV er von og vísa. Fyrir viku mættu 4500 manns að mótmæla ríkisstjórninni.
Stórflótti er brostinn á mótmælendur; nytsömu sakleysingjarnir sátu heima en harði vinstrikjarninn mætti.
Mótmælahrun vinstrimanna á Austurvelli minnir á útreið vinstriflokkanna í síðustu þingkosningum.
![]() |
Niðurfelling dragi ekki úr mótmælendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 10. nóvember 2014
Ungt fólk og efnalítið hagnast mest
Stóra leiðréttingin á húsnæðislánum kemur best út fyrir fólk undir fertugu og þá sem eru undir meðaltekjum.
Þrotabú föllnu bankanna eru skattlögð til að fjármagna leiðréttinguna. Um 69 þúsund heimili eiga rétt á niðurfærslum lána vegna húsnæðiskaupa. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er 1,1 milljónir króna. Tæpur helmingur fær niðurgreiðslu á bilinu 0,5 til 1,5 milljónir króna.
Öll verðbólga umfram 4% á árunum 2008-2009 er leiðrétt til fulls. Eiginfjárstaða 56.000 heimila styrkist með beinum hætti og um 2500 heimili færast úr því að eiga ekkert eigið fé í fasteign sinni yfir í jákvæða eiginfjárstöðu.
Samanburður á aðgerðum ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks annars vegar og hins vegar stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sýnir svart á hvítu að 110%-leið vinstriflokkanna hjálpaði fáum auðugum heimilum en skildi þau tekjulægri úti í kuldanum.
Vinstriflokkarnir munu vitanlega mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar fram í rauðan dauðann enda standa þeir berstrípaðir sem hjálparhellur auðmanna á meðan hægristjórnin bætir stöðu þeirra ungu og efnaminni.
![]() |
Vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 10. nóvember 2014
Vinstrimenn mótmæla ríkisvæðingu
Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem kynntar verða í dag, er gengið lengra í ríkisstuðningi við heimilin en vinstristjórn Jóhönnu Sig. þorði nokkru sinni.
Þrátt fyrir þessa ríkisvæðingu í þágu heimilanna eru það vinstrimenn sem mótmæla sig hása en hægrimenn segja næsta fátt.
Merkilegt.
![]() |
Bjarni: Ánægjuleg niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. nóvember 2014
Auðmenn kaupa sér danskt réttlæti
Auðmenn telja sig iðulega hafna yfir lög og rétt. Fái þeir á sig dóm þá séu það mistök réttarkerfisins. Álit danska lögfræðingsins um dóminn í Al Thani-málinu er keypt af auðmönnum til að sýna fram á sakleysi dæmdra manna.
Niðurstaða lögfræðingsins, um að þeir Kaupþingsmenn stunduðu ekki viðskipti til að auðgast, kemur okkur Íslendingum, sem fylgdumst með þeim í návígi, ekki á óvart. Við vitum öll að þeir Sigurður, Ólafur og Hreiðar Már eru karlkyns útgáfa af móðir Theresu sem eingöngu láta stjórnast af mannúð en ekki viðskiptahagsmunum. Eða þannig.
Einu sinni voru Danir yfirstéttin á Íslandi. Íslendingar kynntust því að mál og vog upp á dönsku lagðist með yfirstéttinni. Auðmennirnir trúa því að Hæstiréttur Íslands útdeili réttlæti upp á sömu býti.
![]() |
Telur ásetning ekki fyrir hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. nóvember 2014
Fall Berlínarmúrsins og tapað valdajafnvægi
Berlínarmúrinn tryggði valdajafnvægið í Evrópu allt frá lokum seinna stríðs. Eftir fall múrsins varð valdatóm í Austur-Evrópu sem Evrópusambandið ætlaði að nýta sér til að styrkja sig gagnvart Rússum.
Rússar töpuðu Sovétríkjunum í kjölfar falls Berlínarmúrsins og voru um hríð sjúklingur en ekki stórveldi. Evrópusambandið reyndi að nýta sér veikleika Rússa og innbyrti Eystrasaltslöndin og Pólland inn í bandalagið, auk Ungverjalands, Rúmeníu og Búlgaríu sem öll voru í hernaðarbandalagi með Rússum á tímum kalda stríðsins.
Þegar Evrópusambandið ætlið sér Úkraínu, sem er með áþekka stöðu gagnvart Rússlandi og Mexíkó gagnvart Bandaríkjunum, sögðu Rússar stoj, hingað og ekki lengra.
Valdajafnvægið á meginlandi Evrópu er á hundrað ára fresti í uppnámi, allt frá snemma á 18. öld þegar Norðurlandaófriðurinn mikli sá að baki Svíum og Dönum sem alvöru valdaþjóðum. Hundrað árum seinna gerðu Napoleoónsstyrjaldirnar úti um vonir Frakka að stýra Evrópu og tvær stórstyrjaldir á fyrri hluta síðustu aldar settu Þjóðverjum stólinn fyrir dyrnar. Rússar voru sigurvegarar í öllum þessum stríðum, nema í fyrri heimsstyrjöld þar sem þeir glímdu við byltingu heima fyrir.
Valdatogstreitan sem stendur nú yfir milli leiðandi ríkja á meginlandinu mun án efa taka áratugi. Viðfangsefni íslenskra stjórnvalda er að gæta þess að draga ekki Ísland inn í þessar deilur um forræðið á meginlandi Evrópu.
![]() |
Varar við öðru köldu stríði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 9. nóvember 2014
Sturlungaöld í umræðunni og bíóið
,,Hyski," sagði Einar Kárason rithöfundur um landsbyggðafólk og uppskar viðbrögð sem vinaroflátungur hans, Stefán Jón Hafstein, kallar vopnaða aðför ,,heimskingja."
Ógnarorðræðan smellpassar við frétt um að klæða eigi Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í mafíubúning á hvíta tjaldinu og nota til þess ameríska peninga.
Mafía er samkvæmt skilgreiningu afkimi í ríkinu eða jafnvel ríki í ríkinu. Ættirnar sem tókust á um völdin á síðasta skeiði þjóðveldisaldar voru ríkið sjálft. Enda fór það svo að ríkið tapaðist til Noregskonungs.
Stórkarlalegar yfirlýsingar Einars og Stefáns Jóhanns eru orðræðubíóútgáfa af Sturlungu. Við skemmtum okkur enda ekkert í húfi nema orðspor oflátunga.
![]() |
Þróa þáttaröð um Sturlunga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. nóvember 2014
1001. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar
Reykjanesbær er gjaldþrota, þökk sé Árna Sigfússyni fráfarandi bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Víðtækur niðurskurður er boðaður til að rétta af fjárhag bæjarins, m.a. launalækkun bæjarstarfsmanna.
Á fundi bæjarráðs í vikunni lagði áheyrnarfulltrúi fram þessa tillögu
Legg til að frá og með 1. janúar 2015 falli föst laun bæjarráðsmanna niður og einungis verði greitt fyrir setu á stökum fundum bæjarráðs. Þessi skipan mála verði allt þar til skuldahlutfall bæjarsjóðs komist undir 150%. Þetta gæti verið táknrænt framtak bæjarráðs til þeirra aðgerða sem framundan eru og um leið sparað 28,5 milljónir á kjörtímabilinu.
Tillagan felld með 5-0.
Árni Sigfússon var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. nóvember 2014
Forstjórafrekjan og friðurinn á vinnumarkaði
Við hrunið sló á forstjórafrekjuna sem útrásin fóstraði. Á síðustu misserum virðist þessi frekja vaxa á ný.
Forstjórafrekjan lýsir sér í sjálftekt í launum og starfskjörum. Að forstjóri í opinberu fyrirtæki geti keypt handa sér jeppa á annan tug milljóna er fáheyrt.
Það er á ábyrgð stjóra fyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja, að halda aftur af forstjórafrekjunni. Gangi hún laus er úti um friðinn á vinnumarkaði.
![]() |
Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. nóvember 2014
Áfengisfrumvarp er vanhugsað
Ef áfengi væri fundið upp í dag yrði það flokkað sem eiturlyf og hvergi selt löglega. En áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda og lýtur ólíkum skráðum og óskráðum reglum frá samfélagi til samfélags.
Á Íslandi reyndum við áfengisbann á síðustu öld, líkt og ýmis önnur vestræn samfélög. Banninu var hnekkt og við þróuðum verslun með áfengi á líkum nótum og Norðurlönd, með ríkiseinkasölu.
Ríkiseinkasala áfengis tryggir aðgengi að áfengi samtímis sem hamlað er gegn því að áfengi verið dagleg neysluvara.
Fyrirkomulag áfengissölunnar er þrautreynt og reynslan sýnir að það virkar. Áfengisfrumvarpið er vanhugsað.
![]() |
Hefur verulegar áhyggjur af áfengisfrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 7. nóvember 2014
Framsóknarflokkurinn styrkir sig
Þrátt fyrir að fara með forsætið í ríkisstjórn sem á erfitt uppdráttar bætir Framsóknarflokkurinn við fylgi sitt. Fylgi Framsóknarflokksins er 12,3% í nýrri könnun í samanburði við 10,1% í síðustu könnun.
Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi og Vg aðeins minna en Sjálfstæðisflokkur tapar tveimur og hálfu prósentustigi.
Framsóknarflokkurinn getur vel við unað.
![]() |
33% stuðningur við ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)