Ég sótti ekki um - tek undir með Marinó og Hörpu

Hjónin Harpa Karlsdóttir og Marinó G. Njálsson koma með aldeilis frábæra tillögu til þeirra sem sóttu um og fengu leiðréttingu lána sinna en telja sig ekki þurfa leiðréttingarinnar við.

Tillaga hjónanna er að þeir fjármunir sem fólk þarf ekki á að halda renni til heilbrigðiskerfisins. Þau skora á stjórnvöld að búa svo um hnútana að lánaleiðrétting sem fólk þiggur ekki renni til heilbrigðiskerfisins.

Sjálfur sótti ég ekki um leiðréttingu minna lána, svo það sé á hreinu.


RÚV lýgur með þögninni

Í hvorugum aðalfréttatímum í kvöld sagði RÚV frá þeirri dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur að Hanna Birna Kristjánsdóttir væri sýkn saka í lekamálinu. Eins og kom fram í frétt mbl.is í dag segir þetta í dómsorðum

Í minn­is­blaðinu, sem ákærði kom á fram­færi við fjöl­miðla, var að finna viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar eins og í ákær­unni grein­ir. Hins veg­ar er ekki fall­ist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minn­is­blaðinu á fram­færi í því skyni að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, hvorki fjár­hags­legs né ann­ars.

Orðalagið að Gísli Freyr hafi hvorki ,,aflað sér eða öðrum óréttmæts ávinnings" er yfirlýsing um að Hanna Birna hafi enga hagsmuni haft af broti Gísla Freys.

Og hvers vegna ætli RÚV segi ekkert frá þessu atriði í dómsorðum héraðsdóms? Jú, vegna þess að það kippir stoðunum undan þeim málflutningi RÚV að Hanna Birna eigi að segja af sér.


mbl.is Hanna Birna á vissan hátt fórnarlamb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héraðsdómur: lekinn afbrot einstaklings, ráðherra sýknaður

Gísli Freyr Valdórsson braut lög þegar hann afhenti fjölmiðlum trúnaðarupplýsingar sem hann bjó yfir. Niðurstaða héraðsdómara er skýr:

Hins veg­ar er ekki fall­ist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minn­is­blaðinu á fram­færi í því skyni að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, hvorki fjár­hags­legs né ann­ars.

Af þessu leiðir er brotið bundið við Gísla Frey einan og beinlínis tekið fram að engum ávinningi hafi verið til að dreifa, hvorki fjárhagslegum né pólitískum.

Ráðuneytið í heild og innanríkisráðherra sérstaklega fær sýknu í dómsorðum héraðsdóms.   


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi vegna lekans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk, pólitíkin og einkahagurinn

Ef Björk samfylkingarkona afþakkar leiðréttinguna sem hún sótti um fer andvirðið í félagslega kerfið á Íslandi, sem hún þykist bera fyrir brjósti. En Björk ætlar ekki að afþakka leiðréttinguna heldur hirða hana og nota eftir sínu höfði.

Björk eins og margir aðrir í Samfylkingunni er tækifærissinni sem getur ekki á sér setið að bæta eigin hag þótt hagsbótin stríði gegn pólitískum yfirlýsingum.

Það er einfaldlega ekkert að marka pólitík Bjarkar.


mbl.is „Allir verða að vera jafnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti ASÍ gengur í barndóm

Aðeins fávitar trúa því að launaskrið á Íslandi byrji á gólfinu og haldi þar áfram upp í topp. Allir sem minnsta skynbragð hafa á launaþróun vita að forstjórarnir ryðja brautina í launakröfum, millistjórnendur koma þar á eftir og svo koll af kolli þangað til kemur að skúringarfólkinu - en þá er oft fjarska lítið eftir.

Forstjórarnir semja um sín laun við stjórnir fyrirtækja sem skipaðar eru eigendum eða fulltrúum þeirra. Verkalýðshreyfingin á í gegnum lífeyrissjóðina tæplega helminginn i stærstu fyrirtækjum landsins.

Verkalýðshreyfingin hefur í hendi sér að móta launastefnu gagnvart forstjórum sem gæfi tóninn í launamálum almennt.

En forseti ASÍ gengur í barndóm þegar kemur að því að skilja hvernig kaupin gerast á eyrinni í launamálum fyrirtækja. Hann segir lífeyrissjóðina ,,bara Íslendinga" og hljómar eins og það sé sérstakt viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar að velja fávita í stjórnir fyrirtækja sem skilja ekki einföldustu atriði í fyrirtækjarekstri.

Verkalýðshreyfingin getur ekki afsalað sér ábyrgð á eignarhaldi sínu á lífeyrissjóðum. Og verkalýðshreyfingin getur heldur ekki þvegið hendur sínar af ábyrgðinni sem fylgir því að eiga helminginn af stærstu fyrirtækjum landsins.

Ef enginn tekur snuðið úr munni forseta ASÍ er eins gott að leggja af Alþýðusamband Íslands, þar starfa jú ,,bara Íslendingar."

 


mbl.is Nýr sparnaður fari úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn sækja peninginn en mótmæla samt

Valinkunnir vinstrimenn, Björk Vilhelmsdóttir er aðeins eitt dæmi, sem mótmæla þeirri efnahagsgerð ríkisstjórnarinnar að leiðrétta skuldir heimilanna eru fullkomlega ótrúverðugir ef þeir sækja sjálfir um leiðréttingu.

Það er einfaldlega engin sannfæring á bak við mótmælin ef fólk sækir sér peninga í ríkissjóð um leið og það segir að peningunum sé betur varið í önnur samfélagsleg verkefni.

Vinstrimenn sem sækja sér peninga í ríkiskassann en mótmæla í leiðinni hástöfum eru ómerkilegir loddarar.

 


mbl.is Hvetur Björk til að hafna leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar, prófessorar og samfélagið

Eins og læknar neita prófessorar að gefa upp launakröfur sínar. Eins og læknar bera prófessorar sig saman við útlönd í launakröfum.Eins og læknar eru prófessorar áskrifendur að launum úr sameiginlegum sjóði okkar allra, ríkissjóði.

Læknar og prófessorar ætlast til að við samþykkjum óútfyllta ávísun til þeirra.

Læknar og prófessorar telja sig hafna yfir íslenskt samfélag.

Við eigum vitanlega að skella hurðinni á svona fólk.


mbl.is „Það er ókyrrð í fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn þjóðarinnar

Skuldaleiðréttingin heppnast fullkomlega. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stendur í fullum skilum gagnvart þjóðinni í viðamesta og erfiðasta uppgjörinu við efnahagshrunið 2008.

Skuldaleiðréttingin er eldskírn forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar.

Oddvitarnir tveir taka með skuldaleiðréttingunni stórt skref í þá átt að verða landsfeður.


mbl.is Útreikningar liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir ráða kaupi forstjóranna

Með því að lífeyrissjóðirnir ráða tæplega helmingnum af skráðum félögum á Íslandi geta þeir ráðið kaupum og kjörum forstjóra.

Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðunum til jafns á við Samtök atvinnulífsins.

Það stendur upp á verkalýðhreyfinguna að móta launastefnu forstjóra stærstu fyrirtækja landsins. Sú stefna gæfi tóninn í almennum kjaraviðræðum.

Hvers vegna er ekki löngu búið að móta slíka stefnu?


mbl.is Lífeyrissjóðirnir með 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælahrun vinstrimanna

RÚV taldi 1500 manns í mótmælum á Austurvelli og það er ábyggilega fremur oftalið en van eins og RÚV er von og vísa. Fyrir viku mættu 4500 manns að mótmæla ríkisstjórninni.

Stórflótti er brostinn á mótmælendur; nytsömu sakleysingjarnir sátu heima en harði vinstrikjarninn mætti.

Mótmælahrun vinstrimanna á Austurvelli minnir á útreið vinstriflokkanna í síðustu þingkosningum.

 


mbl.is Niðurfelling dragi ekki úr mótmælendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband